Reikna með 700 þúsund ferðamönnum í Reykjadal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. september 2024 22:02 Í dag koma um 400 þúsund ferðamenn í Reykjadal á hverju ári en reiknað er með að þeir verði um 700 þúsund þegar yfirstandandi framkvæmdum verður lokið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Framkvæmdir eru nú hafnar við Reykjaböðin, ný náttúrböð í Reykjadal við Hveragerði. Auk baðanna á að byggja upp miðstöð fyrir vinnustofur, ráðstefnusali, veitingastað og gistirými fyrir um 180 manns í fjölda skála á svæðinu. Framkvæmdirnar eru nú þegar full fjármagnaðar. Það er engin lognmolla í Reykjadal við Hveragerði en þar er hafin mikil uppbygging, sem þýðir þegar allt er búið að þá er reiknað með að þangað komi um 700 þúsund ferðamenn árlega en í dag koma um 400 þúsund ferðamenn í Reykjadal, enda staðurinn mjög vinsæll fyrir náttúrufegurð sína. En nú á að spýta enn frekar í og byggja upp í viðbót glæsilega aðstöðu á svokölluðu Árhólmasvæði við rætur Reykjadals. „Reykjaböðin eru ný náttúrböð, náttúrulón, sem er eins og hefur komið fram, fullfjármagnað verkefni í kringum þúsund fermetra lón með síðan tilheyrandi mannvirkjum. En það sem á eftir að koma síðan er gisting í kringum 50 til 70 svona kofar og svo erum við líka að tala um viðburðarými og sali fyrir hópa og viðburði,” segir Brynjólfur J. Baldursson, stjórnarformaður Reykjadalsfélagsins. Brynjólfur segir að Reykjaböðin munu bjóða upp á fjölda nýjunga sem ekki hafa áður sést á Íslandi en svæðið er einstaklega vel staðsett því mikill jarðhiti er á svæðinu og því gott aðgengi að heitu vatni. Og ekki spillir staðsetningin fyrir, stutt frá Reykjavík og við upphaf Gullna hringsins. Brynjólfur J. Baldursson, stjórnarformaður Reykjadalsfélagsins (t.v.) og Pétur Georg Markan, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, sem eru mjög spenntir fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu á Árhólmasvæðinu við rætur Reykjadals.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar er fullur tilhlökkunar fyrir verkefninu. „Við erum náttúrulega ótrúlega spennt fyrst og fremst fyrir svona viðamikilli uppbyggingu. Verkefnið er metnaðarfullt og vel hannað og í raun og veru er þetta svona ákveðið fyrirmyndar verkefni hvernig sveitarfélög og einkageirinn geta komið saman og unnið og þróað svona verkefni þangað til allir eru sáttir,” segir Pétur Georg Markan, bæjarstjóri. Og svona mun svæðið líta út þegar það verður fullbyggt. Verkefnið er nú þegar fullfjármagnað.Aðsend Og eitt af því allra vinsælasta í Reykjadal í dag er að svífa niður kambana og inn í dalinn og njóta fallegs útsýnis á meðan. Hér má sjá endanlegt útlit svæðisins.Aðsend Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Fleiri fréttir Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Sjá meira
Það er engin lognmolla í Reykjadal við Hveragerði en þar er hafin mikil uppbygging, sem þýðir þegar allt er búið að þá er reiknað með að þangað komi um 700 þúsund ferðamenn árlega en í dag koma um 400 þúsund ferðamenn í Reykjadal, enda staðurinn mjög vinsæll fyrir náttúrufegurð sína. En nú á að spýta enn frekar í og byggja upp í viðbót glæsilega aðstöðu á svokölluðu Árhólmasvæði við rætur Reykjadals. „Reykjaböðin eru ný náttúrböð, náttúrulón, sem er eins og hefur komið fram, fullfjármagnað verkefni í kringum þúsund fermetra lón með síðan tilheyrandi mannvirkjum. En það sem á eftir að koma síðan er gisting í kringum 50 til 70 svona kofar og svo erum við líka að tala um viðburðarými og sali fyrir hópa og viðburði,” segir Brynjólfur J. Baldursson, stjórnarformaður Reykjadalsfélagsins. Brynjólfur segir að Reykjaböðin munu bjóða upp á fjölda nýjunga sem ekki hafa áður sést á Íslandi en svæðið er einstaklega vel staðsett því mikill jarðhiti er á svæðinu og því gott aðgengi að heitu vatni. Og ekki spillir staðsetningin fyrir, stutt frá Reykjavík og við upphaf Gullna hringsins. Brynjólfur J. Baldursson, stjórnarformaður Reykjadalsfélagsins (t.v.) og Pétur Georg Markan, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, sem eru mjög spenntir fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu á Árhólmasvæðinu við rætur Reykjadals.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar er fullur tilhlökkunar fyrir verkefninu. „Við erum náttúrulega ótrúlega spennt fyrst og fremst fyrir svona viðamikilli uppbyggingu. Verkefnið er metnaðarfullt og vel hannað og í raun og veru er þetta svona ákveðið fyrirmyndar verkefni hvernig sveitarfélög og einkageirinn geta komið saman og unnið og þróað svona verkefni þangað til allir eru sáttir,” segir Pétur Georg Markan, bæjarstjóri. Og svona mun svæðið líta út þegar það verður fullbyggt. Verkefnið er nú þegar fullfjármagnað.Aðsend Og eitt af því allra vinsælasta í Reykjadal í dag er að svífa niður kambana og inn í dalinn og njóta fallegs útsýnis á meðan. Hér má sjá endanlegt útlit svæðisins.Aðsend
Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Fleiri fréttir Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Sjá meira