Halda árásum áfram og beina sjónum að eldflaugastæðum Hezbollah Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 24. september 2024 06:30 Tugþúsundir flúðu heimili sín í kjölfar viðvarana Ísraelshers í gær og á myndum má sjá hvernig umferðaröngþveiti myndaðist. AP/Mohammed Zaatari Ísraelsher hefur haldið loftárásum sínum á Líbanon áfram í nótt eftir harðar árásir gærdagsins þar sem um 500 eru sagðir hafa látist og um 1.600 særst. Í nótt var áherslan lögð á að eyðileggja eldflaugastæði Hezbollah samtakanna þaðan sem flaugum hefur verið skotið í átt að Ísrael síðustu daga. Einnig segist herinn hafa sprengt nokkrar vopnageymslur í loft upp. Tugþúsundir íbúa í suðurhluta Líbanon eru sagðir hafa flúið heimili sín, eftir viðvaranir Ísrael í gær. Búið er að koma upp um 90 fjöldahjálparstöðvum í skólum og öðrum byggingum þar sem hægt verður að taka á móti allt að 26.000 manns. Hezbollah segjast hafa skotið um 200 eldflaugum á Ísrael í gær. Þar eru tveir sagðir hafa særst eftir að hafa orðið fyrir sprengjubrotum. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti um það í gærkvöldi að Bandaríkjaher muni fjölga í herliði sínu á svæðinu umfram það sem nú er. Ekki var farið nánar út í hversu margir hermenn verði sendir á staðinn en Bandaríkjamenn hafa síðustu mánuði verið að fjölga í liði sínu og meðal annars sent flugmóðurskipið Abraham Lincoln á staðinn. Óttast er að átökin síðustu daga og vikur muni enda í allsherjarstríði en Bandaríkjamenn eru sagðir vinna að því hörðum höndum á hliðarlínu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í Washington að koma í veg fyrir það. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Í nótt var áherslan lögð á að eyðileggja eldflaugastæði Hezbollah samtakanna þaðan sem flaugum hefur verið skotið í átt að Ísrael síðustu daga. Einnig segist herinn hafa sprengt nokkrar vopnageymslur í loft upp. Tugþúsundir íbúa í suðurhluta Líbanon eru sagðir hafa flúið heimili sín, eftir viðvaranir Ísrael í gær. Búið er að koma upp um 90 fjöldahjálparstöðvum í skólum og öðrum byggingum þar sem hægt verður að taka á móti allt að 26.000 manns. Hezbollah segjast hafa skotið um 200 eldflaugum á Ísrael í gær. Þar eru tveir sagðir hafa særst eftir að hafa orðið fyrir sprengjubrotum. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti um það í gærkvöldi að Bandaríkjaher muni fjölga í herliði sínu á svæðinu umfram það sem nú er. Ekki var farið nánar út í hversu margir hermenn verði sendir á staðinn en Bandaríkjamenn hafa síðustu mánuði verið að fjölga í liði sínu og meðal annars sent flugmóðurskipið Abraham Lincoln á staðinn. Óttast er að átökin síðustu daga og vikur muni enda í allsherjarstríði en Bandaríkjamenn eru sagðir vinna að því hörðum höndum á hliðarlínu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í Washington að koma í veg fyrir það.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira