Tvö hundruð milljónir í baráttuna um Bessastaði Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2024 16:15 Frambjóðendurnir sex sem tóku þátt í sjónvarpskappræðum Stöðvar 2 eyddu á bilinu tíu til 57 milljónir króna í framboð sín. Vísir/Vilhelm Frambjóðendurnir tólf sem kepptust um embætti forseta eyddu samtals tæpum 194 milljónum króna í framboð sín. Framboð Katrínar Jakobsdóttur var það langdýrasta en kostnaðurinn við það nam tæpum þrjátíu prósentum af heildarútgjöldum framboðanna. Katrín, sem sagði af sér sem forsætisráðherra til þess að bjóða sig fram til forseta, eyddi alls 57,3 milljónum króna í framboð sitt, meira en tvöfalt meira en Halla Hrund Logadóttir sem átti næstdýrasta framboðið. Framboð Höllu Hrundar kostaði 27,5 milljónir króna. Þriðja dýrasta framboðið var Höllu Tómasdóttur en það kostaði rétt rúmar 26 milljónir króna. Framboð Arnars Þórs Jónssonar, sem hafnaði í sjötta sæti í kosningunum, var það fjórða dýrasta og kostaði 25,6 milljónir króna. Baldur Þórhallsson átti fimmta dýrasta framboðið, ríflega tuttugu milljónir króna fóru í það. Jón Gnarr hafnaði í fjórða sæti í kosningunum en eyddi umtalsvert minna í sitt framboð en þau fimm sem eyddu mestu. Framboð hans kostaði um 10,6 milljónir króna. Sigurvegarinn fékk flest atkvæði fyrir krónurnar Halla Tómsdóttir fékk flest atkvæði út á hverja krónu sem framboð hennar lagði í baráttuna. Kostnaður hennar við hvert atkvæði var 355 krónur. Til samanburðar kostaði hvert atkvæði Katrínar og Baldurs Þórhallssonar rúmlega þúsund krónur og Höllu Hrundar ríflega átta hundruð krónur. Langhæsti kostnaðurinn við hvert atkvæði var hjá Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar. Hann nam tæpum 64.500 krónum á atkvæði. Ástþór Magnússon komst henni næstur en hann greiddi rúmlega nítján þúsund krónur fyrir hvert atkvæði sem hann hlaut. Tveir frambjóðendur, þeir Viktor Traustason og Eríkur Ingi Jóhannsson, sögðu að hvorki heildartekjur né kostnaður vegna framboðs þeirra hefði farið umfram 550.000 krónur. Þeir þurftu því ekki að skila uppgjöri til ríkisendurskoðunar. Steinunn Ólína Þorsteinssdóttir skilaði ekki inn slíkri yfirlýsingu. Henni var það ekki skylt að því gefnu að kostnaður eða tekjur framboðsins færu ekki yfir fyrrnefnd fjárhæðarmörk. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Baldur greiddi fjórðung kostnaðar við framboð sitt sjálfur Tæpur fjórðungur af heildarkostnaði við forsetaframboð Baldurs Þórhallssonar kom úr hans eigin vasa. Kostnaðurinn nam tæpum 20,4 milljónum króna en framboðið endurgreiddi styrki sem fóru umfram lögbundið hámark. 24. september 2024 13:44 Framboð Höllu Hrundar kostaði rúmar 27 milljónir króna Forsetaframboð Höllu Hrundar Logadóttur kostaði 27,4 milljónir króna en það skilaði rúmlega 82 þúsund króna afgangi. Halla Hrund lagði framboðinu til hátt í tvær milljónir króna af eigin fé. 10. september 2024 10:54 Arnar setti yfir tíu milljónir króna í eigið framboð Arnar Þór Jónsson varði 25,6 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Það er svipuð upphæð og Halla Tómasdóttir varði í sitt framboð. Arnar Þór setti rúmar tíu milljónir í frambðið úr eigin sjóðum. 6. september 2024 16:20 Kom út í plús eftir framboðið Kostnaður við framboð Jón Gnarrs til forseta nam 10.645.424 krónum en heildartekjur framboðsins voru 10.664.091 krónur og stóð framboðið því undir sér. Félagið Jón Gnarr sem var stofnað í apríl til að halda utan um framboðið kom því út í 18.667 króna plús. 6. september 2024 10:58 Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. 6. september 2024 10:36 Framboð Höllu kostaði 26 milljónir Halla Tómasdóttir varði 26 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Þetta kemur fram í skýrslu hennar til Ríkisendurskoðunar. 6. september 2024 10:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Katrín, sem sagði af sér sem forsætisráðherra til þess að bjóða sig fram til forseta, eyddi alls 57,3 milljónum króna í framboð sitt, meira en tvöfalt meira en Halla Hrund Logadóttir sem átti næstdýrasta framboðið. Framboð Höllu Hrundar kostaði 27,5 milljónir króna. Þriðja dýrasta framboðið var Höllu Tómasdóttur en það kostaði rétt rúmar 26 milljónir króna. Framboð Arnars Þórs Jónssonar, sem hafnaði í sjötta sæti í kosningunum, var það fjórða dýrasta og kostaði 25,6 milljónir króna. Baldur Þórhallsson átti fimmta dýrasta framboðið, ríflega tuttugu milljónir króna fóru í það. Jón Gnarr hafnaði í fjórða sæti í kosningunum en eyddi umtalsvert minna í sitt framboð en þau fimm sem eyddu mestu. Framboð hans kostaði um 10,6 milljónir króna. Sigurvegarinn fékk flest atkvæði fyrir krónurnar Halla Tómsdóttir fékk flest atkvæði út á hverja krónu sem framboð hennar lagði í baráttuna. Kostnaður hennar við hvert atkvæði var 355 krónur. Til samanburðar kostaði hvert atkvæði Katrínar og Baldurs Þórhallssonar rúmlega þúsund krónur og Höllu Hrundar ríflega átta hundruð krónur. Langhæsti kostnaðurinn við hvert atkvæði var hjá Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar. Hann nam tæpum 64.500 krónum á atkvæði. Ástþór Magnússon komst henni næstur en hann greiddi rúmlega nítján þúsund krónur fyrir hvert atkvæði sem hann hlaut. Tveir frambjóðendur, þeir Viktor Traustason og Eríkur Ingi Jóhannsson, sögðu að hvorki heildartekjur né kostnaður vegna framboðs þeirra hefði farið umfram 550.000 krónur. Þeir þurftu því ekki að skila uppgjöri til ríkisendurskoðunar. Steinunn Ólína Þorsteinssdóttir skilaði ekki inn slíkri yfirlýsingu. Henni var það ekki skylt að því gefnu að kostnaður eða tekjur framboðsins færu ekki yfir fyrrnefnd fjárhæðarmörk.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Baldur greiddi fjórðung kostnaðar við framboð sitt sjálfur Tæpur fjórðungur af heildarkostnaði við forsetaframboð Baldurs Þórhallssonar kom úr hans eigin vasa. Kostnaðurinn nam tæpum 20,4 milljónum króna en framboðið endurgreiddi styrki sem fóru umfram lögbundið hámark. 24. september 2024 13:44 Framboð Höllu Hrundar kostaði rúmar 27 milljónir króna Forsetaframboð Höllu Hrundar Logadóttur kostaði 27,4 milljónir króna en það skilaði rúmlega 82 þúsund króna afgangi. Halla Hrund lagði framboðinu til hátt í tvær milljónir króna af eigin fé. 10. september 2024 10:54 Arnar setti yfir tíu milljónir króna í eigið framboð Arnar Þór Jónsson varði 25,6 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Það er svipuð upphæð og Halla Tómasdóttir varði í sitt framboð. Arnar Þór setti rúmar tíu milljónir í frambðið úr eigin sjóðum. 6. september 2024 16:20 Kom út í plús eftir framboðið Kostnaður við framboð Jón Gnarrs til forseta nam 10.645.424 krónum en heildartekjur framboðsins voru 10.664.091 krónur og stóð framboðið því undir sér. Félagið Jón Gnarr sem var stofnað í apríl til að halda utan um framboðið kom því út í 18.667 króna plús. 6. september 2024 10:58 Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. 6. september 2024 10:36 Framboð Höllu kostaði 26 milljónir Halla Tómasdóttir varði 26 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Þetta kemur fram í skýrslu hennar til Ríkisendurskoðunar. 6. september 2024 10:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Baldur greiddi fjórðung kostnaðar við framboð sitt sjálfur Tæpur fjórðungur af heildarkostnaði við forsetaframboð Baldurs Þórhallssonar kom úr hans eigin vasa. Kostnaðurinn nam tæpum 20,4 milljónum króna en framboðið endurgreiddi styrki sem fóru umfram lögbundið hámark. 24. september 2024 13:44
Framboð Höllu Hrundar kostaði rúmar 27 milljónir króna Forsetaframboð Höllu Hrundar Logadóttur kostaði 27,4 milljónir króna en það skilaði rúmlega 82 þúsund króna afgangi. Halla Hrund lagði framboðinu til hátt í tvær milljónir króna af eigin fé. 10. september 2024 10:54
Arnar setti yfir tíu milljónir króna í eigið framboð Arnar Þór Jónsson varði 25,6 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Það er svipuð upphæð og Halla Tómasdóttir varði í sitt framboð. Arnar Þór setti rúmar tíu milljónir í frambðið úr eigin sjóðum. 6. september 2024 16:20
Kom út í plús eftir framboðið Kostnaður við framboð Jón Gnarrs til forseta nam 10.645.424 krónum en heildartekjur framboðsins voru 10.664.091 krónur og stóð framboðið því undir sér. Félagið Jón Gnarr sem var stofnað í apríl til að halda utan um framboðið kom því út í 18.667 króna plús. 6. september 2024 10:58
Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. 6. september 2024 10:36
Framboð Höllu kostaði 26 milljónir Halla Tómasdóttir varði 26 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Þetta kemur fram í skýrslu hennar til Ríkisendurskoðunar. 6. september 2024 10:07