Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2024 16:05 Hjónin Þórir og Ingunn eru stofnendur Sunnu. Sunna frjósemi hefur fengið samþykkt starfsleyfi frá heilbrigðisráðuneytinu og mun formlega opna frjósemisstofu í Evuhúsi í Urðarhvarfi á haustmánuðunum. Aðeins ein frjósemisstofa hefur verið starfandi á Íslandi síðustu áratugi en með opnun Sunnu frjósemi verða þær tvær. „Það er gríðarleg eftirvænting hjá starfsfólki að geta boðið fólki í frjósemisferli velkomið í haust. Það hefur verið ákall eftir heilbrigðri samkeppni á sviði tæknifrjóvgana og við sáum tækifæri í að koma með okkar þekkingu og áherslur að borðinu,” segir Þórir Harðarson, doktor í frjósemisfræðum og einn eigenda Sunnu frjósemi, í tilkynningu frá Sunnu. Mikil eftirspurn hefur verið eftir tæknifrjóvgunum hér á landi. Á árunum 2018 - 2022 gengust ríflega 2.000 einstaklingar eða pör undir slíkar meðferðir. Þá fer þeim líka hratt fjölgandi sem leita til annarra landa eftir frjósemisþjónustu. Sjúkratryggingar niðurgreiddu tæknifrjóvgunarmeðferðir hjá sjö einstaklingum sem sóttu meðferðir erlendis árið 2020 en 62 árið 2022. „Frjósemisvandi er eitthvað það erfiðasta sem fólk gengur í gegnum og við trúum því að frjósemismeðferð eigi að vera manneskjuleg og styðjandi. Sunna mun leggja áherslu á nærgætni, hlýju og samkennd og skapa umhverfi þar sem fólk finnur fyrir öryggi og stuðningi,” segir Ingunn Jónsdóttir, einn stofnenda Sunnu. „Ef það er eitthvað sem við höfum lært á þeim tíma sem við höfum starfað við frjósemi er það að maður getur aldrei vandað sig nógu mikið.” Stofnendur Sunnu eru hjónin Ingunn og Þórir. Ingunn er fæðinga- og kvensjúkdómalæknir og Þórir er sérfræðingur í frjósemi. Þau hafa áratuga reynslu af frjósemislækningum, bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Auk þeirra hafa Kristbjörg Heiður Olsen, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir, og Hulda Hrönn Björgúlfsdóttir, hjúkrunarfræðingur, gengið til liðs við Sunnu sem eigendur. Þær deila bæði ástríðu fyrir að veita framúrskarandi umönnun og stuðning í frjósemisferlinu. Fyrirtækið Ósar hf. er einnig hluthafi í Sunnu og veitir mikilvæga stoðþjónustu. Frjósemi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Skilur að fólk sé hugsi yfir mögulegum skyldleika við sæðisgjöf Heimspekingur segist skilja vel að fólk hafi orðið hugsi eftir fréttir af því að skyldleiki íslenskra sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæði hérlendis sé ekki skoðaður. Smæð samfélagsins geti kallað á að farið sé lengra en lagarammi og læknisfræðileg rök kveða á um. 23. september 2024 20:02 Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. 21. september 2024 21:03 Opna nýja frjósemismiðstöð á haustmánuðum Á haustmánuðum verður opnuð ný frjósemismiðstöð á Íslandi. Miðstöðin hefur fengið nafnið Sunna – frjósemismiðstöð og verður rekin af hjónunum Þóri Harðarsyni, sérfræðingi í frjósemi og kennara við lífeðlisfræðideild Háskóla Íslands, og Ingunni Jónsdóttur, fæðingar- og kvensjúkdómalækni. 22. mars 2024 09:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
„Það er gríðarleg eftirvænting hjá starfsfólki að geta boðið fólki í frjósemisferli velkomið í haust. Það hefur verið ákall eftir heilbrigðri samkeppni á sviði tæknifrjóvgana og við sáum tækifæri í að koma með okkar þekkingu og áherslur að borðinu,” segir Þórir Harðarson, doktor í frjósemisfræðum og einn eigenda Sunnu frjósemi, í tilkynningu frá Sunnu. Mikil eftirspurn hefur verið eftir tæknifrjóvgunum hér á landi. Á árunum 2018 - 2022 gengust ríflega 2.000 einstaklingar eða pör undir slíkar meðferðir. Þá fer þeim líka hratt fjölgandi sem leita til annarra landa eftir frjósemisþjónustu. Sjúkratryggingar niðurgreiddu tæknifrjóvgunarmeðferðir hjá sjö einstaklingum sem sóttu meðferðir erlendis árið 2020 en 62 árið 2022. „Frjósemisvandi er eitthvað það erfiðasta sem fólk gengur í gegnum og við trúum því að frjósemismeðferð eigi að vera manneskjuleg og styðjandi. Sunna mun leggja áherslu á nærgætni, hlýju og samkennd og skapa umhverfi þar sem fólk finnur fyrir öryggi og stuðningi,” segir Ingunn Jónsdóttir, einn stofnenda Sunnu. „Ef það er eitthvað sem við höfum lært á þeim tíma sem við höfum starfað við frjósemi er það að maður getur aldrei vandað sig nógu mikið.” Stofnendur Sunnu eru hjónin Ingunn og Þórir. Ingunn er fæðinga- og kvensjúkdómalæknir og Þórir er sérfræðingur í frjósemi. Þau hafa áratuga reynslu af frjósemislækningum, bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Auk þeirra hafa Kristbjörg Heiður Olsen, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir, og Hulda Hrönn Björgúlfsdóttir, hjúkrunarfræðingur, gengið til liðs við Sunnu sem eigendur. Þær deila bæði ástríðu fyrir að veita framúrskarandi umönnun og stuðning í frjósemisferlinu. Fyrirtækið Ósar hf. er einnig hluthafi í Sunnu og veitir mikilvæga stoðþjónustu.
Frjósemi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Skilur að fólk sé hugsi yfir mögulegum skyldleika við sæðisgjöf Heimspekingur segist skilja vel að fólk hafi orðið hugsi eftir fréttir af því að skyldleiki íslenskra sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæði hérlendis sé ekki skoðaður. Smæð samfélagsins geti kallað á að farið sé lengra en lagarammi og læknisfræðileg rök kveða á um. 23. september 2024 20:02 Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. 21. september 2024 21:03 Opna nýja frjósemismiðstöð á haustmánuðum Á haustmánuðum verður opnuð ný frjósemismiðstöð á Íslandi. Miðstöðin hefur fengið nafnið Sunna – frjósemismiðstöð og verður rekin af hjónunum Þóri Harðarsyni, sérfræðingi í frjósemi og kennara við lífeðlisfræðideild Háskóla Íslands, og Ingunni Jónsdóttur, fæðingar- og kvensjúkdómalækni. 22. mars 2024 09:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Skilur að fólk sé hugsi yfir mögulegum skyldleika við sæðisgjöf Heimspekingur segist skilja vel að fólk hafi orðið hugsi eftir fréttir af því að skyldleiki íslenskra sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæði hérlendis sé ekki skoðaður. Smæð samfélagsins geti kallað á að farið sé lengra en lagarammi og læknisfræðileg rök kveða á um. 23. september 2024 20:02
Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. 21. september 2024 21:03
Opna nýja frjósemismiðstöð á haustmánuðum Á haustmánuðum verður opnuð ný frjósemismiðstöð á Íslandi. Miðstöðin hefur fengið nafnið Sunna – frjósemismiðstöð og verður rekin af hjónunum Þóri Harðarsyni, sérfræðingi í frjósemi og kennara við lífeðlisfræðideild Háskóla Íslands, og Ingunni Jónsdóttur, fæðingar- og kvensjúkdómalækni. 22. mars 2024 09:00