Drukkinn undir stýri og enn í „lederhosen“ Sindri Sverrisson skrifar 25. september 2024 09:31 Jens Lehmann lék um árabil með Arsenal og hefur tekið þátt í góðgerðaleikjum félagsins eftir að hanskarnir fóru í hilluna. Getty/Stuart MacFarlane Jens Lehmann, fyrrverandi markvörður Arsenal og þýska landsliðsins, er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis á Októberfest í München. Lehmann var stöðvaður af lögreglu um klukkan hálftvö um nótt og var þá enn klæddur í „lederhosen“, leðurstuttbuxurnar sem eru svo einkennandi fyrir Októberfest. „Lögreglan segir að hann hafi lyktað af áfengi og ekið með glæfralegum hætti,“ segir saksóknarinn Anne Leiding. Októberfest er í fullum gangi í München en þessi mikla hátíð, sem einkennist meðal annars af mikilli bjórdrykkju, stendur yfir í sextán daga, fram til 6. október að þessu sinni. Áætlað er að um sex milljónir gesta heimsæki þýsku borgina vegna hátíðarinnar. Lehmann var einn af þeim sem skemmtu sér vel á hátíðinni en þýska blaðið Bild segir að sést hafi til hans standandi og dansandi uppi á einum af löngu bekkjunum á hátíðinni, á sunnudagskvöld. Eftir það settist hann undir stýri. Gat ekki blásið í mælinn Lögreglan reyndi að mæla áfengismagnið í Lehmann en það tókst ekki þar sem að hann blés ekki nógu fast. Því var farið með hann á lögreglustöðina og þar tekið blóðsýni. „Rannsóknin er enn í gangi. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis,“ segir saksóknarinn. Bild óskaði eftir viðbrögðum frá Lehmann en hann hefur ekki viljað tjá sig. Jens Lehmann gæti átt yfir höfði sér dóm fyrir að aka undir áhrifum áfengis.Getty/Sven Hoppe Lehmann er 54 ára gamall. Hann lék á sínum tíma 61 A-landsleik fyrir Þýskaland, síðast árið 2008. Lehmann varði um árabil mark Arsenal, frá 2003-2008 og svo aftur í einum deildarleik árið 2011. Hann lék einnig með Stuttgart, Dortmund og AC Milan en hóf ferilinn með Schalke. Lehmann var markmannsþjálfari hjá Arsenal 2017-2018 og svo aðstoðarþjálfari hjá þýska félaginu Augsburg árið 2019. Lehmann tók svo sæti í stjórn Hertha Berlin árið 2020 en var rekinn ári síðar eftir að hafa sent skilaboð til Dennis Aogo, sérfræðings hjá Sky, um að hann væri aðeins í því starfi til að uppfylla kröfu um að hafa svartan mann í sérfræðingahópnum. Hann baðst síðar afsökunar á þeim skilaboðum. Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Sjá meira
Lehmann var stöðvaður af lögreglu um klukkan hálftvö um nótt og var þá enn klæddur í „lederhosen“, leðurstuttbuxurnar sem eru svo einkennandi fyrir Októberfest. „Lögreglan segir að hann hafi lyktað af áfengi og ekið með glæfralegum hætti,“ segir saksóknarinn Anne Leiding. Októberfest er í fullum gangi í München en þessi mikla hátíð, sem einkennist meðal annars af mikilli bjórdrykkju, stendur yfir í sextán daga, fram til 6. október að þessu sinni. Áætlað er að um sex milljónir gesta heimsæki þýsku borgina vegna hátíðarinnar. Lehmann var einn af þeim sem skemmtu sér vel á hátíðinni en þýska blaðið Bild segir að sést hafi til hans standandi og dansandi uppi á einum af löngu bekkjunum á hátíðinni, á sunnudagskvöld. Eftir það settist hann undir stýri. Gat ekki blásið í mælinn Lögreglan reyndi að mæla áfengismagnið í Lehmann en það tókst ekki þar sem að hann blés ekki nógu fast. Því var farið með hann á lögreglustöðina og þar tekið blóðsýni. „Rannsóknin er enn í gangi. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis,“ segir saksóknarinn. Bild óskaði eftir viðbrögðum frá Lehmann en hann hefur ekki viljað tjá sig. Jens Lehmann gæti átt yfir höfði sér dóm fyrir að aka undir áhrifum áfengis.Getty/Sven Hoppe Lehmann er 54 ára gamall. Hann lék á sínum tíma 61 A-landsleik fyrir Þýskaland, síðast árið 2008. Lehmann varði um árabil mark Arsenal, frá 2003-2008 og svo aftur í einum deildarleik árið 2011. Hann lék einnig með Stuttgart, Dortmund og AC Milan en hóf ferilinn með Schalke. Lehmann var markmannsþjálfari hjá Arsenal 2017-2018 og svo aðstoðarþjálfari hjá þýska félaginu Augsburg árið 2019. Lehmann tók svo sæti í stjórn Hertha Berlin árið 2020 en var rekinn ári síðar eftir að hafa sent skilaboð til Dennis Aogo, sérfræðings hjá Sky, um að hann væri aðeins í því starfi til að uppfylla kröfu um að hafa svartan mann í sérfræðingahópnum. Hann baðst síðar afsökunar á þeim skilaboðum.
Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Sjá meira