Gömul og óskráð skotvopn komi oft „frá afa“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. september 2024 18:33 Vísir/Arnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur heimsótt á þriðja hundrað manns það sem af er ári í reglubundnu eftirliti með skotvopnaeigendum. Lögreglan ítrekar að eigendur geti átt von á heimsókn frá lögreglu án fyrirvara til að kanna vörslur skotvopna og skotfæra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti Ríkislögreglustjóra. Þar er tekið fram að heilt yfir séu skotvopnaeigendur að standa sig vel þegar það kemur vörslum skotvopna en þó er eitthvað um að menn hafi í vörslum sínum óskráð skotvopn eða þau eru skráð á einhvern annan. Óháð því hvort vopn komi „úr sveitinni“ „Sömuleiðis eru nokkur brögð að því að í fórum manna finnist gömul skotvopn sem í flestum tilfellum reynast hafa komið „frá afa“ en eru ekki skráð á þann sem varslar þau. Afar mikilvægt er að skotvopnaleyfishafar séu meðvitaðir um að óheimilt er að varsla skotvopn án tilskilinna leyfa, óháð því hvort þau koma „úr sveitinni“ eða annars staðar frá,“ segir í tilkynningunni. Biðlað er til þeirra sem kunna að hafa þannig vopn í fórum sínum að hafa samband við lögreglu á netfangið [email protected] en þá er í flestum tilfellum hægt að fá vopnin skráð á sig. Einnig er hægt að skila vopnum til lögreglu og láta farga þeim. Margir ekki meðvitaðir um breytingar á lögum Einnig bendir lögreglan á að þó að heimilt sé að lána skotvopn öðrum aðila með skotvopnaleyfi skal slíkt lán ávallt vera skriflegt. Sá sem er með skotvopnið í láni þarf að geta framvísað slíku leyfi ef þess er óskað. Ef lánið er til lengri tíma en 4 vikna skal tilkynna lögreglu um lánið í gegnum island.is. „Hefur það sýnt sig að margir virðast ekki meðvitaðir um nýlegar breytingar á vopnalögum sem tóku gildi fyrr á þessu ári. Þar vegur þyngst ákvæði um að öll skotvopn skulu geymd í viðurkenndum skotvopnaskápum, en fyrir breytinguna var þetta ekki krafa fyrr en við fjórða skotvopn. Þá er það jafnframt skylda að skotvopn skulu geymd á lögheimilum manna, nema sérstök undanþága lögreglu komi til.“ Það er enn fremur ítrekað fyrir skotvopnaleyfishafa að tryggja að skotvopnaleyfi sé í gildi enda geri vopnalög engan greinarmun á útrunnu leyfi og leyfisleysi. Skotvopn Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti Ríkislögreglustjóra. Þar er tekið fram að heilt yfir séu skotvopnaeigendur að standa sig vel þegar það kemur vörslum skotvopna en þó er eitthvað um að menn hafi í vörslum sínum óskráð skotvopn eða þau eru skráð á einhvern annan. Óháð því hvort vopn komi „úr sveitinni“ „Sömuleiðis eru nokkur brögð að því að í fórum manna finnist gömul skotvopn sem í flestum tilfellum reynast hafa komið „frá afa“ en eru ekki skráð á þann sem varslar þau. Afar mikilvægt er að skotvopnaleyfishafar séu meðvitaðir um að óheimilt er að varsla skotvopn án tilskilinna leyfa, óháð því hvort þau koma „úr sveitinni“ eða annars staðar frá,“ segir í tilkynningunni. Biðlað er til þeirra sem kunna að hafa þannig vopn í fórum sínum að hafa samband við lögreglu á netfangið [email protected] en þá er í flestum tilfellum hægt að fá vopnin skráð á sig. Einnig er hægt að skila vopnum til lögreglu og láta farga þeim. Margir ekki meðvitaðir um breytingar á lögum Einnig bendir lögreglan á að þó að heimilt sé að lána skotvopn öðrum aðila með skotvopnaleyfi skal slíkt lán ávallt vera skriflegt. Sá sem er með skotvopnið í láni þarf að geta framvísað slíku leyfi ef þess er óskað. Ef lánið er til lengri tíma en 4 vikna skal tilkynna lögreglu um lánið í gegnum island.is. „Hefur það sýnt sig að margir virðast ekki meðvitaðir um nýlegar breytingar á vopnalögum sem tóku gildi fyrr á þessu ári. Þar vegur þyngst ákvæði um að öll skotvopn skulu geymd í viðurkenndum skotvopnaskápum, en fyrir breytinguna var þetta ekki krafa fyrr en við fjórða skotvopn. Þá er það jafnframt skylda að skotvopn skulu geymd á lögheimilum manna, nema sérstök undanþága lögreglu komi til.“ Það er enn fremur ítrekað fyrir skotvopnaleyfishafa að tryggja að skotvopnaleyfi sé í gildi enda geri vopnalög engan greinarmun á útrunnu leyfi og leyfisleysi.
Skotvopn Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira