Munu leggja fram tillögu að nýjum umboðsmanni Alþingis Atli Ísleifsson skrifar 26. september 2024 08:29 Forsætisnefnd þingsins kemur saman til fundar klukkan 10 og mun þar reyna að ná saman um tillögu að nýjum umboðsmanni Alþingis. Birgir Ármannsson er forseti Alþingis og formaður forsætisnefndar þingsins. Vísir/Vilhelm Kosning um nýjan umboðsmann Alþingis er á dagskrá þingsins í dag. Forsætisnefnd þingsins kemur saman til fundar klukkan 10 í dag til að ná saman um einstakling sem nefndin mun svo tilnefna við kosningu í embættið. Fjórir hafa sótt um embættið en umboðsmaður er kjörinn á þingfundi. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir að þingfundur hefjist klukkan 10:30 í dag þar sem fyrsta mál á dagskrá er liðurinn Störf þingsins. Hann segir að forsætisnefnd muni svo kynna þingflokkum tillögu forsætisnefndar að nýjum umboðsmanni í hádegishléi og kosning um tillöguna fari svo fram þegar þingfundur hefst að nýju klukkan 13:30. Fjórir einstaklingar hafa gefið kost á sér í embætti umboðsmanns Alþingis – Anna Tryggvadóttir skrifstofustjóri, Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, Kristín Benediktsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Reimar Pétursson lögmaður. Skúli Magnússon var kjörinn umboðsmaður Alþingis í maí 2021 þegar Tryggvi Gunnarsson lét af störfum. Skúli var á dögunum skipaður dómari við Hæstarétt. Greint var frá því á vef Alþingis um miðjan ágúst síðastliðinn að undirnefnd forsætisnefndar hefði gengið frá skipan ráðgjafarnefndar, sem yrði undirnefndinni til aðstoðar við að gera tillögu til forsætisnefndar um einstakling sem forsætisnefnd tilnefnir við kosningu í embættið. Undirnefnd forsætisnefndar skipa þau Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, Oddný G. Harðardóttir, 1. varaforseti, og Líneik Anna Sævarsdóttir, 2. Varaforseti. Þau sem skipuðu ráðgjafarnefndina voru Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, sem er jafnframt formaður nefndarinnar, Ásmundur Helgason landsréttardómari og Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir mannauðsráðgjafi. Umboðsmaður Alþingis verður kosinn til fjögurra ára, frá 1. október 2024 til 30. september 2028. Alþingi Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Skúli skipaður hæstaréttardómari Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, hefur verið skipaður dómari við Hæstarétt. Hann tekur við af Ingveldi Einarsdóttur, varaforseta réttarins, sem lætur af störfum sökum aldurs í ágúst. 4. júní 2024 11:40 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir að þingfundur hefjist klukkan 10:30 í dag þar sem fyrsta mál á dagskrá er liðurinn Störf þingsins. Hann segir að forsætisnefnd muni svo kynna þingflokkum tillögu forsætisnefndar að nýjum umboðsmanni í hádegishléi og kosning um tillöguna fari svo fram þegar þingfundur hefst að nýju klukkan 13:30. Fjórir einstaklingar hafa gefið kost á sér í embætti umboðsmanns Alþingis – Anna Tryggvadóttir skrifstofustjóri, Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, Kristín Benediktsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Reimar Pétursson lögmaður. Skúli Magnússon var kjörinn umboðsmaður Alþingis í maí 2021 þegar Tryggvi Gunnarsson lét af störfum. Skúli var á dögunum skipaður dómari við Hæstarétt. Greint var frá því á vef Alþingis um miðjan ágúst síðastliðinn að undirnefnd forsætisnefndar hefði gengið frá skipan ráðgjafarnefndar, sem yrði undirnefndinni til aðstoðar við að gera tillögu til forsætisnefndar um einstakling sem forsætisnefnd tilnefnir við kosningu í embættið. Undirnefnd forsætisnefndar skipa þau Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, Oddný G. Harðardóttir, 1. varaforseti, og Líneik Anna Sævarsdóttir, 2. Varaforseti. Þau sem skipuðu ráðgjafarnefndina voru Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, sem er jafnframt formaður nefndarinnar, Ásmundur Helgason landsréttardómari og Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir mannauðsráðgjafi. Umboðsmaður Alþingis verður kosinn til fjögurra ára, frá 1. október 2024 til 30. september 2028.
Alþingi Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Skúli skipaður hæstaréttardómari Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, hefur verið skipaður dómari við Hæstarétt. Hann tekur við af Ingveldi Einarsdóttur, varaforseta réttarins, sem lætur af störfum sökum aldurs í ágúst. 4. júní 2024 11:40 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Skúli skipaður hæstaréttardómari Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, hefur verið skipaður dómari við Hæstarétt. Hann tekur við af Ingveldi Einarsdóttur, varaforseta réttarins, sem lætur af störfum sökum aldurs í ágúst. 4. júní 2024 11:40