Mögnuðu tímabili nýliðans Clark lokið: „Get orðið miklu betri“ Aron Guðmundsson skrifar 26. september 2024 12:00 Clark sækir í átt að körfunni gegn Connecticut Sun í nótt. Vísir/Getty Nýliðatímabili stórstjörnunnar Caitlin Clark í WNBA deildinni í körfubolta er lokið. Lið hennar, Indiana Fever, féll úr leik í úrslitakeppni deildarinnar í nótt. Clark hefur rifið deildina upp á annað plan í vinsældum og um leið sett fjöldan allan af metum. Framhaldið er afar spennandi. Ekki bara fyrir WNBA deildina. Heldur körfuboltann í heild sinni. Connecticut Sun reyndist of stór biti fyrir lið Indiana Fever að kyngja í úrslitakeppni WNBA deildarinnar og féll liðið úr leik í nótt eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum gegn Sun. Með því lauk afar löngu tímabili Caitlin Clark. Ekki bara í WNBA deildinni því hún tók stökkið þangað, eftir að hafa verið valin fyrst í nýliðavali deildarinnar, beint eftir að hafa átt frábært hjá Iowa háskólanum. Innkoma Caitlin Clark í WNBA deildina hefur verið stórbrotinVísir/Getty Þau eru þónokkur metin sem Caitlin Clark setti í deildarkeppninni á sínu fyrsta tímabili. Hún á nú metið yfir flestar stoðsendingar í deildarkeppni WNBA deildarinnar. Alls 337 talsins. Þá er hún sá leikmaður í sögu deildarinnar sem hefur skorað og gefið flestar stoðsendingar samanlagt á einu tímabili. Alls kom hún að 1520 stigum. Þá á Clark nú metið yfir flest stig skoruð af nýliða í deildarkeppni WNBA deildarinnar. Alls 769 stig talsins og flestar þriggja stiga körfur hjá nýliða sem voru alls 122 talsins. „Það skemmtilega við þetta er að mín tilfinning er sú að ég sé bara rétt að klóra yfirborðið,“ sagði Clark á blaðamannafundi eftir leik gærkvöldsins en hún hefur verið valin nýliði ársins í deildinni. „Ég vil hjálpa þessu liði að ná enn hærra. Hjálpa liðsfélögum mínum að verða enn betri. Á sama tíma veit ég að fyrir mig persónulega er rými fyrir bætingar. Það er það sem gerir mig svo spennta fyrir framhaldinu. Mér líður eins og ég geti orðið miklu betri. Áður en við vitum af verðum við mætt aftur hingað við upphaf nýs tímabils.“ Um var að ræða fyrsta skref Indiana Fever í átt að meistaratitli með Caitlin Clark innanborðs. Það virtist alltaf langskot að liðið myndi sækja sjálfan meistaratitilinn á þessu tímabili en þangað er stefnan sett í framhaldinu. WNBA Körfubolti Tengdar fréttir Fjöldi íslenskra kvenna sá Caitlin Clark setja stigamet Caitlin Clark setti skoraði 35 stig í 110-109 sigri gegn Dallas Wings. Fjöldi íslenskra kvenna kom saman og horfði á leikinn, að frumkvæði Silju Úlfarsdóttur og Helenu Sverrisdóttur. 16. september 2024 07:02 „Sem samfélag erum við að vakna“ „Við finnum meðbyr," segir Helena Sverrisdóttir, ein allra besta körfuboltakona Íslands frá upphafi, sem ásamt Silju Úlfarsdóttur stendur fyrir áhorfspartýi í Minigarðinum í kvöld sem hefur vakið mikla athygli. Þar verður horft á leik Indiana Fever og Dallas Wings í WNBA deildinni í körfubolta en Caitlin Clark, stórstjarna deildarinnar, leikur með Indiana Fever. 15. september 2024 09:59 Caitlin Clark þakkaði dómaranum fyrir tæknivilluna sína Caitlin Clark og félagar hennar í Indiana Fever eru að byrja mjög vel eftir að WNBA deildin í körfubolta fór aftur af stað eftir Ólympíuleikana í París. 19. ágúst 2024 16:31 Cailtin Clark áritaði kornabarn Bandaríska körfuboltakonan Cailtin Clark getur varla farið út úr húsi lengur án þess að það hópist að henni fólk enda í dag einn frægasti íþróttamaður Bandaríkjanna. 16. ágúst 2024 23:16 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Connecticut Sun reyndist of stór biti fyrir lið Indiana Fever að kyngja í úrslitakeppni WNBA deildarinnar og féll liðið úr leik í nótt eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum gegn Sun. Með því lauk afar löngu tímabili Caitlin Clark. Ekki bara í WNBA deildinni því hún tók stökkið þangað, eftir að hafa verið valin fyrst í nýliðavali deildarinnar, beint eftir að hafa átt frábært hjá Iowa háskólanum. Innkoma Caitlin Clark í WNBA deildina hefur verið stórbrotinVísir/Getty Þau eru þónokkur metin sem Caitlin Clark setti í deildarkeppninni á sínu fyrsta tímabili. Hún á nú metið yfir flestar stoðsendingar í deildarkeppni WNBA deildarinnar. Alls 337 talsins. Þá er hún sá leikmaður í sögu deildarinnar sem hefur skorað og gefið flestar stoðsendingar samanlagt á einu tímabili. Alls kom hún að 1520 stigum. Þá á Clark nú metið yfir flest stig skoruð af nýliða í deildarkeppni WNBA deildarinnar. Alls 769 stig talsins og flestar þriggja stiga körfur hjá nýliða sem voru alls 122 talsins. „Það skemmtilega við þetta er að mín tilfinning er sú að ég sé bara rétt að klóra yfirborðið,“ sagði Clark á blaðamannafundi eftir leik gærkvöldsins en hún hefur verið valin nýliði ársins í deildinni. „Ég vil hjálpa þessu liði að ná enn hærra. Hjálpa liðsfélögum mínum að verða enn betri. Á sama tíma veit ég að fyrir mig persónulega er rými fyrir bætingar. Það er það sem gerir mig svo spennta fyrir framhaldinu. Mér líður eins og ég geti orðið miklu betri. Áður en við vitum af verðum við mætt aftur hingað við upphaf nýs tímabils.“ Um var að ræða fyrsta skref Indiana Fever í átt að meistaratitli með Caitlin Clark innanborðs. Það virtist alltaf langskot að liðið myndi sækja sjálfan meistaratitilinn á þessu tímabili en þangað er stefnan sett í framhaldinu.
WNBA Körfubolti Tengdar fréttir Fjöldi íslenskra kvenna sá Caitlin Clark setja stigamet Caitlin Clark setti skoraði 35 stig í 110-109 sigri gegn Dallas Wings. Fjöldi íslenskra kvenna kom saman og horfði á leikinn, að frumkvæði Silju Úlfarsdóttur og Helenu Sverrisdóttur. 16. september 2024 07:02 „Sem samfélag erum við að vakna“ „Við finnum meðbyr," segir Helena Sverrisdóttir, ein allra besta körfuboltakona Íslands frá upphafi, sem ásamt Silju Úlfarsdóttur stendur fyrir áhorfspartýi í Minigarðinum í kvöld sem hefur vakið mikla athygli. Þar verður horft á leik Indiana Fever og Dallas Wings í WNBA deildinni í körfubolta en Caitlin Clark, stórstjarna deildarinnar, leikur með Indiana Fever. 15. september 2024 09:59 Caitlin Clark þakkaði dómaranum fyrir tæknivilluna sína Caitlin Clark og félagar hennar í Indiana Fever eru að byrja mjög vel eftir að WNBA deildin í körfubolta fór aftur af stað eftir Ólympíuleikana í París. 19. ágúst 2024 16:31 Cailtin Clark áritaði kornabarn Bandaríska körfuboltakonan Cailtin Clark getur varla farið út úr húsi lengur án þess að það hópist að henni fólk enda í dag einn frægasti íþróttamaður Bandaríkjanna. 16. ágúst 2024 23:16 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Fjöldi íslenskra kvenna sá Caitlin Clark setja stigamet Caitlin Clark setti skoraði 35 stig í 110-109 sigri gegn Dallas Wings. Fjöldi íslenskra kvenna kom saman og horfði á leikinn, að frumkvæði Silju Úlfarsdóttur og Helenu Sverrisdóttur. 16. september 2024 07:02
„Sem samfélag erum við að vakna“ „Við finnum meðbyr," segir Helena Sverrisdóttir, ein allra besta körfuboltakona Íslands frá upphafi, sem ásamt Silju Úlfarsdóttur stendur fyrir áhorfspartýi í Minigarðinum í kvöld sem hefur vakið mikla athygli. Þar verður horft á leik Indiana Fever og Dallas Wings í WNBA deildinni í körfubolta en Caitlin Clark, stórstjarna deildarinnar, leikur með Indiana Fever. 15. september 2024 09:59
Caitlin Clark þakkaði dómaranum fyrir tæknivilluna sína Caitlin Clark og félagar hennar í Indiana Fever eru að byrja mjög vel eftir að WNBA deildin í körfubolta fór aftur af stað eftir Ólympíuleikana í París. 19. ágúst 2024 16:31
Cailtin Clark áritaði kornabarn Bandaríska körfuboltakonan Cailtin Clark getur varla farið út úr húsi lengur án þess að það hópist að henni fólk enda í dag einn frægasti íþróttamaður Bandaríkjanna. 16. ágúst 2024 23:16