Þetta herma fjölmiðlar í Íran og í öðrum löndum fyrir botni Miðjarðarhafsins. Ísraelski herinn hefur gert fjölda loftárása á Líbanon síðustu daga en í dag var greint frá því að Sayyed Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah-samtakanna, hafi fallið í árás hersins í Beirút í Líbanon.
Um 700 manns hafa látið lífið í loftárásum í Líbanon síðan á mánudaginn. Dagblaðið Guardian greindi frá því á dögunum að fjöldi annarra flugfélaga hafi einnig aflýst flugferðum sínum til Líbanon í vikunni.
Alþjóðleg flugfélög á borð við Emirates, Qatar Airways, Air France og Lufthansa hafa aflýst ferðum sínum til og frá Líbanon.