Rangt af Netflix að halda því fram að Baby Reindeer væri „sönn saga“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. september 2024 06:44 Fiona Harvey og Jessica Gunning í hlutverki Mörthu Scott. Dómari í Kaliforníu hefur komist að þeirri niðurstöðu að það hefði verið rangt af Netflix að halda því fram að þættirnir Baby Reindeer væru „sönn saga“ í upphafi þáttarins. Þá segir hann framleiðendurna ekki hafa gert neina tilraun til að kanna sannleiksgildi handritsins né fela það hvaða manneskju sögupersónan Martha Scott væri byggð á. Umrædd manneskja, Fiona Harvey, höfðaði mál á hendur Netflix og höfundi og aðalleikara Baby Reindeer, Richard Gadd, vegna ýmissa brota sem hún taldi sig hafa mátt þola þegar aðdáendur þáttanna grófu það upp að hún væri Martha, konan sem ofsótti Gadd í fjölda ára. Þættirnir byggja á upplifun Gadd en víkja frá staðreyndum að ýmsu leiti. Dómarinn Gary Klausner sagði að ákvörðun Netflix um að staðhæfa að um „sanna sögu“ væri að ræða hefði haft það í för með sér að áhorfendur teldu það sem gerðist í þáttunum einnig hafa gerst í raunveruleikanum. Þrátt fyrir að meint framganga Harvey í garð Gadd hefði verið skammarleg hefðu þættirnir hins vegar sýnt Mörthu í enn verra ljósi. Þannig væri til að mynda munur á káfi og kynferðisárás og áminning frá lögreglu vegna áreitis ekki það sama að vera ákærð og fangelsuð. Gadd hefur sagt að Baby Reindeer og leikritið sem þættirnir byggja á hafa verið skáldaða útgáfu af upplifun hans og í júní greindi hann frá því í viðtali við Sunday Times að hann hefði haft efasemdir um að halda því fram í upphafi þáttanna að um væri að ræða „sanna sögu“. Það hefði hins vegar verið ákvörðun Netflix að halda því fram. Klausner sagði í ákvörðun sinni að framleiðendur hjá Netflix hefðu mátt vita að staðhæfingin væri röng og að áhorfendur myndu gera tilraunir til að finna hina raunverulegu Mörthu. Hann neitaði því beiðni Netflix um að vísa málinu alfarið frá dómi og sagði Harvey heimilt að halda því til streitu að krefjast bóta vegna þeirrar andlegu þjáningar sem hún hefði upplifað vegna þáttarins. Með því að gera Mörthu að dæmdum glæpamanni sem hefði ráðist á persónu Gadd á ofbeldisfullan hátt hefði verið ráðist á grófan hátt gegn æru Harvey. Hollywood Erlend sakamál Bandaríkin Dómsmál Netflix Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Þá segir hann framleiðendurna ekki hafa gert neina tilraun til að kanna sannleiksgildi handritsins né fela það hvaða manneskju sögupersónan Martha Scott væri byggð á. Umrædd manneskja, Fiona Harvey, höfðaði mál á hendur Netflix og höfundi og aðalleikara Baby Reindeer, Richard Gadd, vegna ýmissa brota sem hún taldi sig hafa mátt þola þegar aðdáendur þáttanna grófu það upp að hún væri Martha, konan sem ofsótti Gadd í fjölda ára. Þættirnir byggja á upplifun Gadd en víkja frá staðreyndum að ýmsu leiti. Dómarinn Gary Klausner sagði að ákvörðun Netflix um að staðhæfa að um „sanna sögu“ væri að ræða hefði haft það í för með sér að áhorfendur teldu það sem gerðist í þáttunum einnig hafa gerst í raunveruleikanum. Þrátt fyrir að meint framganga Harvey í garð Gadd hefði verið skammarleg hefðu þættirnir hins vegar sýnt Mörthu í enn verra ljósi. Þannig væri til að mynda munur á káfi og kynferðisárás og áminning frá lögreglu vegna áreitis ekki það sama að vera ákærð og fangelsuð. Gadd hefur sagt að Baby Reindeer og leikritið sem þættirnir byggja á hafa verið skáldaða útgáfu af upplifun hans og í júní greindi hann frá því í viðtali við Sunday Times að hann hefði haft efasemdir um að halda því fram í upphafi þáttanna að um væri að ræða „sanna sögu“. Það hefði hins vegar verið ákvörðun Netflix að halda því fram. Klausner sagði í ákvörðun sinni að framleiðendur hjá Netflix hefðu mátt vita að staðhæfingin væri röng og að áhorfendur myndu gera tilraunir til að finna hina raunverulegu Mörthu. Hann neitaði því beiðni Netflix um að vísa málinu alfarið frá dómi og sagði Harvey heimilt að halda því til streitu að krefjast bóta vegna þeirrar andlegu þjáningar sem hún hefði upplifað vegna þáttarins. Með því að gera Mörthu að dæmdum glæpamanni sem hefði ráðist á persónu Gadd á ofbeldisfullan hátt hefði verið ráðist á grófan hátt gegn æru Harvey.
Hollywood Erlend sakamál Bandaríkin Dómsmál Netflix Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira