Arftaki Þóris fundinn: „Þetta eru stórir skór að fylla í“ Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2024 08:31 Þórir Hergeirsson á eftir eitt stórmót með norska landsliðinu og hefur náð stórkostlegum árangri. Getty/Steph Chambers Norska handknattleikssambandið hefur tilkynnt um arftaka Þóris Hergeirssonar sem eftir EM í desember hættir sem þjálfari norska kvennalandsliðsins. Þórir hefur verið aðalþjálfari norska liðsins frá 2009 og unnið með því hvorki fleiri né færri en tíu stórmót, auk þess að vinna fleiri verðlaun. Nú er ljóst að hinn 56 ára gamli Ole Gustav Gjekstad, fyrsti kostur hjá norska sambandinu, mun taka við af Þóri. „Þetta eru stórir skór að fylla í. Þórir hefur skilað stórkostlegu starfi yfir langan tíma,“ sagði Gjekstad eftir að tilkynnt var um ráðningu hans í morgun. Hann var engu að síður tilbúinn að taka þeirri áskorun, að viðhalda árangrinum sem Þórir hefur náð. Ole Gustav Gjekstad hefur náð frábærum árangri sem þjálfari félagsliða, meðal annars með Vipers Kristiansand.EPA-EFE/Tibor Illyes „Það væri heigulsháttur að sleppa þessu tækifæri. Ég hlakka mikið til. Ég vil halda áfram því sem gert hefur verið,“ sagði Gjekstad sem verður með stóran hluta af sama teymi og Þórir hefur haft. Gjekstad þekkir það vel að vinna titla. Hann stýrði norska liðinu Vipers Kristiansand til sigurs í Meistaradeild Evrópu þrjú ár í röð, frá 2021-2023. Áður hafði hann einnig náð frábærum árangri með Larvik. Hann stýrði sömuleiðis karlaliði Drammen á árunum 2005-2008 og vann norsku deildina í tvígang, og norska bikarinn einu sinni. Undanfarið hefur Gjekstad verið þjálfari Odense í Danmörku. Fjallaði um liðið í sjónvarpi Gjekstad hefur þjálfað hóp af þeim leikmönnum sem nú eru í norska landsliðinu og þekkir vel til liðsins. Hann var auk þess sérfræðingur Max-sjónvarpsstöðvarinnar á leikjum norska liðsins á Ólympíuleikunum í sumar, þar sem það vann til gullverðlauna. Gjekstad virðist þó taka við norska liðinu í ákveðnum kynslóðaskiptum. Fyrirliðinn Stine Bredal Oftedal er hætt, Nora Mörk á í vandræðum með skrokkinn, og fleiri lykilmenn eru að rifa seglin. „Nýr þjálfari mun ekki hafa sama mannskap og Þórir Hergeirsson hefur haft,“ sagði Ole Erevik, sérfræðingur Viaplay, við Dagbladet í september. Hann bætti við: „Hver sem tekur við starfinu veit að samanburðurinn verður við árangur sem er alveg rosalegur, og þannig verður það alveg burtséð frá því hvaða mannskapur stendur til boða.“ Norski handboltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Sjá meira
Þórir hefur verið aðalþjálfari norska liðsins frá 2009 og unnið með því hvorki fleiri né færri en tíu stórmót, auk þess að vinna fleiri verðlaun. Nú er ljóst að hinn 56 ára gamli Ole Gustav Gjekstad, fyrsti kostur hjá norska sambandinu, mun taka við af Þóri. „Þetta eru stórir skór að fylla í. Þórir hefur skilað stórkostlegu starfi yfir langan tíma,“ sagði Gjekstad eftir að tilkynnt var um ráðningu hans í morgun. Hann var engu að síður tilbúinn að taka þeirri áskorun, að viðhalda árangrinum sem Þórir hefur náð. Ole Gustav Gjekstad hefur náð frábærum árangri sem þjálfari félagsliða, meðal annars með Vipers Kristiansand.EPA-EFE/Tibor Illyes „Það væri heigulsháttur að sleppa þessu tækifæri. Ég hlakka mikið til. Ég vil halda áfram því sem gert hefur verið,“ sagði Gjekstad sem verður með stóran hluta af sama teymi og Þórir hefur haft. Gjekstad þekkir það vel að vinna titla. Hann stýrði norska liðinu Vipers Kristiansand til sigurs í Meistaradeild Evrópu þrjú ár í röð, frá 2021-2023. Áður hafði hann einnig náð frábærum árangri með Larvik. Hann stýrði sömuleiðis karlaliði Drammen á árunum 2005-2008 og vann norsku deildina í tvígang, og norska bikarinn einu sinni. Undanfarið hefur Gjekstad verið þjálfari Odense í Danmörku. Fjallaði um liðið í sjónvarpi Gjekstad hefur þjálfað hóp af þeim leikmönnum sem nú eru í norska landsliðinu og þekkir vel til liðsins. Hann var auk þess sérfræðingur Max-sjónvarpsstöðvarinnar á leikjum norska liðsins á Ólympíuleikunum í sumar, þar sem það vann til gullverðlauna. Gjekstad virðist þó taka við norska liðinu í ákveðnum kynslóðaskiptum. Fyrirliðinn Stine Bredal Oftedal er hætt, Nora Mörk á í vandræðum með skrokkinn, og fleiri lykilmenn eru að rifa seglin. „Nýr þjálfari mun ekki hafa sama mannskap og Þórir Hergeirsson hefur haft,“ sagði Ole Erevik, sérfræðingur Viaplay, við Dagbladet í september. Hann bætti við: „Hver sem tekur við starfinu veit að samanburðurinn verður við árangur sem er alveg rosalegur, og þannig verður það alveg burtséð frá því hvaða mannskapur stendur til boða.“
Norski handboltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Sjá meira