Arftaki Þóris fundinn: „Þetta eru stórir skór að fylla í“ Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2024 08:31 Þórir Hergeirsson á eftir eitt stórmót með norska landsliðinu og hefur náð stórkostlegum árangri. Getty/Steph Chambers Norska handknattleikssambandið hefur tilkynnt um arftaka Þóris Hergeirssonar sem eftir EM í desember hættir sem þjálfari norska kvennalandsliðsins. Þórir hefur verið aðalþjálfari norska liðsins frá 2009 og unnið með því hvorki fleiri né færri en tíu stórmót, auk þess að vinna fleiri verðlaun. Nú er ljóst að hinn 56 ára gamli Ole Gustav Gjekstad, fyrsti kostur hjá norska sambandinu, mun taka við af Þóri. „Þetta eru stórir skór að fylla í. Þórir hefur skilað stórkostlegu starfi yfir langan tíma,“ sagði Gjekstad eftir að tilkynnt var um ráðningu hans í morgun. Hann var engu að síður tilbúinn að taka þeirri áskorun, að viðhalda árangrinum sem Þórir hefur náð. Ole Gustav Gjekstad hefur náð frábærum árangri sem þjálfari félagsliða, meðal annars með Vipers Kristiansand.EPA-EFE/Tibor Illyes „Það væri heigulsháttur að sleppa þessu tækifæri. Ég hlakka mikið til. Ég vil halda áfram því sem gert hefur verið,“ sagði Gjekstad sem verður með stóran hluta af sama teymi og Þórir hefur haft. Gjekstad þekkir það vel að vinna titla. Hann stýrði norska liðinu Vipers Kristiansand til sigurs í Meistaradeild Evrópu þrjú ár í röð, frá 2021-2023. Áður hafði hann einnig náð frábærum árangri með Larvik. Hann stýrði sömuleiðis karlaliði Drammen á árunum 2005-2008 og vann norsku deildina í tvígang, og norska bikarinn einu sinni. Undanfarið hefur Gjekstad verið þjálfari Odense í Danmörku. Fjallaði um liðið í sjónvarpi Gjekstad hefur þjálfað hóp af þeim leikmönnum sem nú eru í norska landsliðinu og þekkir vel til liðsins. Hann var auk þess sérfræðingur Max-sjónvarpsstöðvarinnar á leikjum norska liðsins á Ólympíuleikunum í sumar, þar sem það vann til gullverðlauna. Gjekstad virðist þó taka við norska liðinu í ákveðnum kynslóðaskiptum. Fyrirliðinn Stine Bredal Oftedal er hætt, Nora Mörk á í vandræðum með skrokkinn, og fleiri lykilmenn eru að rifa seglin. „Nýr þjálfari mun ekki hafa sama mannskap og Þórir Hergeirsson hefur haft,“ sagði Ole Erevik, sérfræðingur Viaplay, við Dagbladet í september. Hann bætti við: „Hver sem tekur við starfinu veit að samanburðurinn verður við árangur sem er alveg rosalegur, og þannig verður það alveg burtséð frá því hvaða mannskapur stendur til boða.“ Norski handboltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Sjá meira
Þórir hefur verið aðalþjálfari norska liðsins frá 2009 og unnið með því hvorki fleiri né færri en tíu stórmót, auk þess að vinna fleiri verðlaun. Nú er ljóst að hinn 56 ára gamli Ole Gustav Gjekstad, fyrsti kostur hjá norska sambandinu, mun taka við af Þóri. „Þetta eru stórir skór að fylla í. Þórir hefur skilað stórkostlegu starfi yfir langan tíma,“ sagði Gjekstad eftir að tilkynnt var um ráðningu hans í morgun. Hann var engu að síður tilbúinn að taka þeirri áskorun, að viðhalda árangrinum sem Þórir hefur náð. Ole Gustav Gjekstad hefur náð frábærum árangri sem þjálfari félagsliða, meðal annars með Vipers Kristiansand.EPA-EFE/Tibor Illyes „Það væri heigulsháttur að sleppa þessu tækifæri. Ég hlakka mikið til. Ég vil halda áfram því sem gert hefur verið,“ sagði Gjekstad sem verður með stóran hluta af sama teymi og Þórir hefur haft. Gjekstad þekkir það vel að vinna titla. Hann stýrði norska liðinu Vipers Kristiansand til sigurs í Meistaradeild Evrópu þrjú ár í röð, frá 2021-2023. Áður hafði hann einnig náð frábærum árangri með Larvik. Hann stýrði sömuleiðis karlaliði Drammen á árunum 2005-2008 og vann norsku deildina í tvígang, og norska bikarinn einu sinni. Undanfarið hefur Gjekstad verið þjálfari Odense í Danmörku. Fjallaði um liðið í sjónvarpi Gjekstad hefur þjálfað hóp af þeim leikmönnum sem nú eru í norska landsliðinu og þekkir vel til liðsins. Hann var auk þess sérfræðingur Max-sjónvarpsstöðvarinnar á leikjum norska liðsins á Ólympíuleikunum í sumar, þar sem það vann til gullverðlauna. Gjekstad virðist þó taka við norska liðinu í ákveðnum kynslóðaskiptum. Fyrirliðinn Stine Bredal Oftedal er hætt, Nora Mörk á í vandræðum með skrokkinn, og fleiri lykilmenn eru að rifa seglin. „Nýr þjálfari mun ekki hafa sama mannskap og Þórir Hergeirsson hefur haft,“ sagði Ole Erevik, sérfræðingur Viaplay, við Dagbladet í september. Hann bætti við: „Hver sem tekur við starfinu veit að samanburðurinn verður við árangur sem er alveg rosalegur, og þannig verður það alveg burtséð frá því hvaða mannskapur stendur til boða.“
Norski handboltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Sjá meira