Flugvöllur í Hvassahrauni alls ekki úr myndinni Árni Sæberg skrifar 1. október 2024 11:15 Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshóps um rannsóknir á byggingu flugvallar í Hvassahrauni. Vísir/Vilhelm Niðurstöður starfshóps um byggingu flugvallar í Hvassahrauni eru þær helstar að ólíklegt sé að náttúruvá hafi áhrif á flugvöll á svæðinu, engin veðurskilyrði mæli gegn valinu og líklega verði ekki mikil langtímaáhrif á eftirspurn í innanlandsflugi ef af flutningi þess verður í Hvassahraun. Skýrsla starfshópsins var kynnt á blaðamannafundi innviðaráðuneytisins í Hafnarborg í Hafnarfirði, sem hófst klukkan 11. Í skýrslunni segir að innviðaráðherra, sem þá var Sigurður Ingi Jóhannsson, hafi ákveðið í júní árið 2020 í samráði við Reykjavíkurborg og sveitarfélögin á Suðurnesjum, að hefja vinnu við rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni. Stýrihópur skipaður Stýrihópur hafi verið skipaður og hafið strax vinnu við undirbúning verkefnisins. Í vinnu hópsins hafi verið lögð megináhersla á að koma af stað veðurmælingum og hefja vinnu við mat á náttúruvá á svæðinu sem sé til skoðunar. Samið hafi verið við Veðurstofuna um þessa vinnu en ennfremur hafi verið samið við Háskólann í Reykjavík um mælingar á ókyrrð með því að fljúga yfir svæðið. Veðurmælingar hafi hafist 1. janúar 2021 og þær standi enn yfir að hluta. Úrvinnsla úr veðurmælingum hafi hafist á seinni hluta árs 2023 og niðurstaða þeirrar vinnu sé sett fram í skýrslunni. Auk þessa hafi verið unnið mat á mögulegum áhrifum færslu innanlandsflugvallar úr Vatnsmýrinni í Hvassahraun annars vegar og til Keflavíkur hins vegar. Takmarkanir vegna vinds ekki meiri en gengur og gerist Hvað veðurskilyrði varðar hafi mælingar ekki leitt í ljós nein veðurskilyrði sem mæltu gegn byggingu flugvallar í Hvassahrauni. Takmarkanir vegna vinds (eða hliðarvinds), skyggnis, skýjahæðar eða ókyrrðar séu ekki meiri í Hvassahrauni en almennt er þekkt suðvestanlands. Þær veðuraðstæður sem líklega valda mestri ókyrrð sé sterkur vindur sem kemur inn á svæðið úr austan til sunnan vindáttum. Þessar vindáttir séu því líklegastar til að hafa áhrif á flugöryggi og notagildi flugvallarins. Í samanburði nokkurra tilraunafluga, þar sem bæði hafi verið flogið yfir Hvassahraun og Reykjavíkurflugvöll, hafi komið í ljós að ókyrrð væri almennt hærri í vindáttum á milli norðurs og austurs á Reykjavíkurflugvelli en öfugt farið og hærri í Hvassahrauni fyrir vindáttir frá austri til suðurs sem jafnframt séu algengar vindáttir þar. Að mestu utan skilgreindra eldstöðvakerfa Hvað náttúruvá varðar sé mögulegt flugvallarsvæði í Hvassahrauni að mestu utan skilgreindra eldstöðvakerfa og líkur á gosupptökum á svæðinu séu hverfandi. Svæðið sé ekki útsett fyrir hraunflæði lítilla gosa en eigi gos sér stað í eldstöðvakerfi Krýsuvíkur, næst svæðinu, bendi niðurstöður til þess að líklegt sé að hluti athugunarsvæðisins verði fyrir hrauni. Líkur á því minnka þó eftir því sem norðar kemur á svæðið. Ólíklegt sé að hraun renni yfir Reykjanesbrautina á þessu svæði en það sé þó ekki útilokað. Hverfandi líkur séu taldar á hraunflæði frá öðrum stöðum þar sem líklegt er talið að gosop opnist. Frá gatnamótum Reykjanesbrautar við Hvassahraun.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Fullvíst megi telja að áhrif frá jarðskjálftum verði vel viðráðanleg í allri mannvirkjahönnun sem gerð yrði. Líklegast sé að gasmengun verði ekki mikil á athugunarsvæðinu en að þær aðstæður geti skapast að loftgæði verði mjög óholl af völdum brennisteinsdíoxíðs að gasstyrkur fari vel yfir hættumörk. Líklegast sé að gjóskufall valdi einungis skammvinnum áhrifum á athugunarsvæðið í Hvassahrauni. Ekki mikil áhrif á innanlandsflug Loks segir að líklegast sé að ekki verði mikil langtímaáhrif á eftirspurn í innanlandsflugi ef af flutningi þess verður í Hvassahraun. Enn fremur sé talið að langtímaáhrif á kennslu-, æfinga- og einkaflug verði takmörkuð, að því gefnu að aðstaða fyrir slíkt flug verði einnig flutt í Hvassahraun. Flutningur innanlandsflugs til Keflavíkur sé hins vegar líklegur til að hafa mikil áhrif á notkun þess. Leggja til að gert verði ráð fyrir þremur flugbrautum „Veðurfarslega er ekkert því til fyrirstöðu að halda áfram undirbúningi að byggingu flugvallar í Hvassahrauni sem myndi þjóna kennslu-, æfinga- og einkaflugi, innanlandsflugi og sem varaflugvöllur millilandaflugs. Ekki er hægt að útiloka að flugvöllurinn verði fyrir áhrifum af völdum hraunflæðis en líkur eru taldar afar litlar,“ segir í lok samantektar á niðurstöðum skýrslunnar. Starfshópurinn leggur til að tekið verði frá svæði upp af Hvassahrauni og gert ráð fyrir tveimur allt að 3.000 metra löngum flugbrautum og þriðju brautinni 1.500 metra langri til að hækka nothæfisstuðulinn fyrir flugvélar með lítið hliðarvindþol. Unnið verði að áhættumati fjárfestingar, viðskiptaáætlun, fjármögnun, áfangaskiptingu og tímasetningu framkvæmda. Hvað frekari rannsóknir varðar er lagt til að kannaðar verði leiðir til frekari flugprófana, einkum við erfið skilyrði, og nákvæmari líkangerðar fyrir ókyrrð á svæðinu. Þá er lagt til að 30 metra hátt veðurmastur sem í dag er í Rjúpnadalshrauni verði fært á Hólsbrunahæð og haldið verði áfram veðurmælingum til notkunar á hönnunarstigi. Fréttir af flugi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vogar Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Lítur út fyrir að flugvöllur í Hvassahrauni sé úr myndinni Formaður borgarráðs segir það líti út fyrir að flugvöllur í Hvassahrauni sé úr myndinni. Þó þurfi enn að bíða eftir niðurstöðum starfshóps til þess að útiloka hann alveg. 29. ágúst 2022 18:54 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira
Skýrsla starfshópsins var kynnt á blaðamannafundi innviðaráðuneytisins í Hafnarborg í Hafnarfirði, sem hófst klukkan 11. Í skýrslunni segir að innviðaráðherra, sem þá var Sigurður Ingi Jóhannsson, hafi ákveðið í júní árið 2020 í samráði við Reykjavíkurborg og sveitarfélögin á Suðurnesjum, að hefja vinnu við rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni. Stýrihópur skipaður Stýrihópur hafi verið skipaður og hafið strax vinnu við undirbúning verkefnisins. Í vinnu hópsins hafi verið lögð megináhersla á að koma af stað veðurmælingum og hefja vinnu við mat á náttúruvá á svæðinu sem sé til skoðunar. Samið hafi verið við Veðurstofuna um þessa vinnu en ennfremur hafi verið samið við Háskólann í Reykjavík um mælingar á ókyrrð með því að fljúga yfir svæðið. Veðurmælingar hafi hafist 1. janúar 2021 og þær standi enn yfir að hluta. Úrvinnsla úr veðurmælingum hafi hafist á seinni hluta árs 2023 og niðurstaða þeirrar vinnu sé sett fram í skýrslunni. Auk þessa hafi verið unnið mat á mögulegum áhrifum færslu innanlandsflugvallar úr Vatnsmýrinni í Hvassahraun annars vegar og til Keflavíkur hins vegar. Takmarkanir vegna vinds ekki meiri en gengur og gerist Hvað veðurskilyrði varðar hafi mælingar ekki leitt í ljós nein veðurskilyrði sem mæltu gegn byggingu flugvallar í Hvassahrauni. Takmarkanir vegna vinds (eða hliðarvinds), skyggnis, skýjahæðar eða ókyrrðar séu ekki meiri í Hvassahrauni en almennt er þekkt suðvestanlands. Þær veðuraðstæður sem líklega valda mestri ókyrrð sé sterkur vindur sem kemur inn á svæðið úr austan til sunnan vindáttum. Þessar vindáttir séu því líklegastar til að hafa áhrif á flugöryggi og notagildi flugvallarins. Í samanburði nokkurra tilraunafluga, þar sem bæði hafi verið flogið yfir Hvassahraun og Reykjavíkurflugvöll, hafi komið í ljós að ókyrrð væri almennt hærri í vindáttum á milli norðurs og austurs á Reykjavíkurflugvelli en öfugt farið og hærri í Hvassahrauni fyrir vindáttir frá austri til suðurs sem jafnframt séu algengar vindáttir þar. Að mestu utan skilgreindra eldstöðvakerfa Hvað náttúruvá varðar sé mögulegt flugvallarsvæði í Hvassahrauni að mestu utan skilgreindra eldstöðvakerfa og líkur á gosupptökum á svæðinu séu hverfandi. Svæðið sé ekki útsett fyrir hraunflæði lítilla gosa en eigi gos sér stað í eldstöðvakerfi Krýsuvíkur, næst svæðinu, bendi niðurstöður til þess að líklegt sé að hluti athugunarsvæðisins verði fyrir hrauni. Líkur á því minnka þó eftir því sem norðar kemur á svæðið. Ólíklegt sé að hraun renni yfir Reykjanesbrautina á þessu svæði en það sé þó ekki útilokað. Hverfandi líkur séu taldar á hraunflæði frá öðrum stöðum þar sem líklegt er talið að gosop opnist. Frá gatnamótum Reykjanesbrautar við Hvassahraun.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Fullvíst megi telja að áhrif frá jarðskjálftum verði vel viðráðanleg í allri mannvirkjahönnun sem gerð yrði. Líklegast sé að gasmengun verði ekki mikil á athugunarsvæðinu en að þær aðstæður geti skapast að loftgæði verði mjög óholl af völdum brennisteinsdíoxíðs að gasstyrkur fari vel yfir hættumörk. Líklegast sé að gjóskufall valdi einungis skammvinnum áhrifum á athugunarsvæðið í Hvassahrauni. Ekki mikil áhrif á innanlandsflug Loks segir að líklegast sé að ekki verði mikil langtímaáhrif á eftirspurn í innanlandsflugi ef af flutningi þess verður í Hvassahraun. Enn fremur sé talið að langtímaáhrif á kennslu-, æfinga- og einkaflug verði takmörkuð, að því gefnu að aðstaða fyrir slíkt flug verði einnig flutt í Hvassahraun. Flutningur innanlandsflugs til Keflavíkur sé hins vegar líklegur til að hafa mikil áhrif á notkun þess. Leggja til að gert verði ráð fyrir þremur flugbrautum „Veðurfarslega er ekkert því til fyrirstöðu að halda áfram undirbúningi að byggingu flugvallar í Hvassahrauni sem myndi þjóna kennslu-, æfinga- og einkaflugi, innanlandsflugi og sem varaflugvöllur millilandaflugs. Ekki er hægt að útiloka að flugvöllurinn verði fyrir áhrifum af völdum hraunflæðis en líkur eru taldar afar litlar,“ segir í lok samantektar á niðurstöðum skýrslunnar. Starfshópurinn leggur til að tekið verði frá svæði upp af Hvassahrauni og gert ráð fyrir tveimur allt að 3.000 metra löngum flugbrautum og þriðju brautinni 1.500 metra langri til að hækka nothæfisstuðulinn fyrir flugvélar með lítið hliðarvindþol. Unnið verði að áhættumati fjárfestingar, viðskiptaáætlun, fjármögnun, áfangaskiptingu og tímasetningu framkvæmda. Hvað frekari rannsóknir varðar er lagt til að kannaðar verði leiðir til frekari flugprófana, einkum við erfið skilyrði, og nákvæmari líkangerðar fyrir ókyrrð á svæðinu. Þá er lagt til að 30 metra hátt veðurmastur sem í dag er í Rjúpnadalshrauni verði fært á Hólsbrunahæð og haldið verði áfram veðurmælingum til notkunar á hönnunarstigi.
Fréttir af flugi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vogar Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Lítur út fyrir að flugvöllur í Hvassahrauni sé úr myndinni Formaður borgarráðs segir það líti út fyrir að flugvöllur í Hvassahrauni sé úr myndinni. Þó þurfi enn að bíða eftir niðurstöðum starfshóps til þess að útiloka hann alveg. 29. ágúst 2022 18:54 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira
Lítur út fyrir að flugvöllur í Hvassahrauni sé úr myndinni Formaður borgarráðs segir það líti út fyrir að flugvöllur í Hvassahrauni sé úr myndinni. Þó þurfi enn að bíða eftir niðurstöðum starfshóps til þess að útiloka hann alveg. 29. ágúst 2022 18:54