Tilefnislaus líkamsárás við Traðarkotssund „fyrir Pútín“ Jón Þór Stefánsson skrifar 1. október 2024 13:45 Árásin sem málið varðar átti sér stað við Traðarkotssund, sem er hliðargata frá Hverfisgötu. Já.is Karlmaður hlaut í gær tveggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, fyrir líkamsárás við Traðarkotssund í miðbæ Reykjavíkur sem átti sér stað aðfaranótt laugardagsins 1. október árið 2022. Manninum var gefið að sök að veitast fyrirvaralaust með ofbeldi að öðrum manni með því að veita honum olnbogaskot í andlitið sem varð til þess að sá sem varð fyrir árásinni nefbrotnaði. Maðurinn sem varð fyrir árásinni og vinur hans sem var með honum umrædda nótt sögðu báðir að þegar þeir hafi spurt manninn hvers vegna hann hafi framið árásina hafi hann sagt: „for Putin“ eða „fyrir Pútín“. Sagðist hafa ætlað að veifa leigbubíl Árásarmaðurinn neitaði sök fyrir dómi. Hann sagðist hafa verið undir miklum áhrifum áfengis um nóttina eftir að hafa verið á tveimur skemmtistöðum í miðbænum. Hann hafi verið að ganga um Hverfisgötu með aðra höndina á lofti, til þess að kalla á leigubíl, þegar hann hafi rekist utan í gangandi vegfaranda. Þrátt fyrir það hafi hann haldið för sinni áfram, en skömmu síðar verið hrint í jörðina og verið haldið niðrir. Skömmu síðar hafi hann verið handtekinn af lögreglu. Árásarmaðurinn kannaðist ekki við lýsingu mannanna um að hafa sagt: „fyrir Pútín“. Þá taldi hann blóðbletti á peysunni sinni annað hvort vera vínbletti eða vegna blóðs úr slagsmálum sem hann hafði reynt að stöðva fyrr um kvöldið. Hann sagðist rólegur að eðlisfari og ekki hneigður til ofbeldis. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Maðurinn sem varð fyrir árásinni og áðurnefndur vinur hans lýstu atburðunum með svipuðum hætti. Þeir höfðu verið að ganga um bæinn í rólegheitum þegar þeir hefðu mætt ókunnugum manni sem hafi gengið rólega á móti þeim og síðan skyndilega gefið öðrum þeirra olnbogaskot í andlitið. Þeim hafi verið mjög brugðið og sá sem varð fyrir árásinni verið útataður blóði. Vinur hans hefði strax snúið árásarmanninn niður og spurt hvers vegna hann hefði ráðist á manninn, og hann gefið þeim áðurnefnt svar: „fyrir Pútín“. Ummælin til marks um annarlegt hugarástand Dómurinn mat framburð árásarmannsins ótrúverðugan og byggði heldur á framburði þess sem varð fyrir árásinni og vinar hans. Þá sagði dómurinn um ummæli hans að þau hafi endurspeglað mikla ölvun og annarlegt hugarástand hans á verknaðarstundu. Líkt og áður segir var maðurinn sakfelldur og hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm. Þá er honum gert að greiða manninum sem varð fyrir árásinni 400 þúsund krónur í miskabætur og 702 þúsund í sakarkostnað. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og skólastjóri bjartsýnn um framhaldið Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
Manninum var gefið að sök að veitast fyrirvaralaust með ofbeldi að öðrum manni með því að veita honum olnbogaskot í andlitið sem varð til þess að sá sem varð fyrir árásinni nefbrotnaði. Maðurinn sem varð fyrir árásinni og vinur hans sem var með honum umrædda nótt sögðu báðir að þegar þeir hafi spurt manninn hvers vegna hann hafi framið árásina hafi hann sagt: „for Putin“ eða „fyrir Pútín“. Sagðist hafa ætlað að veifa leigbubíl Árásarmaðurinn neitaði sök fyrir dómi. Hann sagðist hafa verið undir miklum áhrifum áfengis um nóttina eftir að hafa verið á tveimur skemmtistöðum í miðbænum. Hann hafi verið að ganga um Hverfisgötu með aðra höndina á lofti, til þess að kalla á leigubíl, þegar hann hafi rekist utan í gangandi vegfaranda. Þrátt fyrir það hafi hann haldið för sinni áfram, en skömmu síðar verið hrint í jörðina og verið haldið niðrir. Skömmu síðar hafi hann verið handtekinn af lögreglu. Árásarmaðurinn kannaðist ekki við lýsingu mannanna um að hafa sagt: „fyrir Pútín“. Þá taldi hann blóðbletti á peysunni sinni annað hvort vera vínbletti eða vegna blóðs úr slagsmálum sem hann hafði reynt að stöðva fyrr um kvöldið. Hann sagðist rólegur að eðlisfari og ekki hneigður til ofbeldis. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Maðurinn sem varð fyrir árásinni og áðurnefndur vinur hans lýstu atburðunum með svipuðum hætti. Þeir höfðu verið að ganga um bæinn í rólegheitum þegar þeir hefðu mætt ókunnugum manni sem hafi gengið rólega á móti þeim og síðan skyndilega gefið öðrum þeirra olnbogaskot í andlitið. Þeim hafi verið mjög brugðið og sá sem varð fyrir árásinni verið útataður blóði. Vinur hans hefði strax snúið árásarmanninn niður og spurt hvers vegna hann hefði ráðist á manninn, og hann gefið þeim áðurnefnt svar: „fyrir Pútín“. Ummælin til marks um annarlegt hugarástand Dómurinn mat framburð árásarmannsins ótrúverðugan og byggði heldur á framburði þess sem varð fyrir árásinni og vinar hans. Þá sagði dómurinn um ummæli hans að þau hafi endurspeglað mikla ölvun og annarlegt hugarástand hans á verknaðarstundu. Líkt og áður segir var maðurinn sakfelldur og hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm. Þá er honum gert að greiða manninum sem varð fyrir árásinni 400 þúsund krónur í miskabætur og 702 þúsund í sakarkostnað.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og skólastjóri bjartsýnn um framhaldið Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira