Fjöldi skotflauga lenti í Ísrael Samúel Karl Ólason og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 1. október 2024 16:43 Skotflaugum og braki úr þeim hefur rignt yfir Ísrael. AP Að minnsta kosti tvö hundruð skotflaugum var skotið að Ísrael frá Íran í dag. Viðvörunarlúðrar ómuðu víðsvegar í Ísrael og er útlit fyrir að þó nokkrar þeirra hafi náð í gegnum loftvarnir Ísraela og brak úr mörgum féll til jarðar. Fyrr í dag höfðu fregnir borist af því að Íranar stefndu að því að gera árásir á fjögur skotmörk í Ísrael. Þau skotmörk voru sögð vera þrjár herstöðvar og höfuðstöðvar Mossad, leyniþjónustu Ísraels, skammt norður af Tel Aviv. Sjá einnig: Segja eldflaugaárás frá Íran væntanlega Í yfirlýsingu frá Byltingarverði Íran segir að árásin sé hefndaraðgerð vegna dauða Hassan Nasrallah, leiðtoga Hamas, sem féll í loftárás Ísraela í Líbanon á föstudaginn. Þá voru Ísraelar varaðir við því að hefna sín vegna árásarinnar. Her Ísrael segir margar skotflaugar hafa verið skotnar niður en einn Palestínumaður er sagður hafa dáið þegar hann varð fyrir braki úr einni skotflaug á Vesturbakkanum. Talsmaður hersins segir að árás Íran muni „hafa afleiðingar“. Ísraelar muni bregðast við þegar þeim hentar. Multiple missile impacts seen outside #TelAviv, as the skies light up with enemy missiles & interceptors.pic.twitter.com/4LcNIRpYjV— Charles Lister (@Charles_Lister) October 1, 2024 Multiple intercepts over us just now pic.twitter.com/AfzxFsF7Q7— Jim Sciutto (@jimsciutto) October 1, 2024 Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér fyrir neðan. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni.
Fyrr í dag höfðu fregnir borist af því að Íranar stefndu að því að gera árásir á fjögur skotmörk í Ísrael. Þau skotmörk voru sögð vera þrjár herstöðvar og höfuðstöðvar Mossad, leyniþjónustu Ísraels, skammt norður af Tel Aviv. Sjá einnig: Segja eldflaugaárás frá Íran væntanlega Í yfirlýsingu frá Byltingarverði Íran segir að árásin sé hefndaraðgerð vegna dauða Hassan Nasrallah, leiðtoga Hamas, sem féll í loftárás Ísraela í Líbanon á föstudaginn. Þá voru Ísraelar varaðir við því að hefna sín vegna árásarinnar. Her Ísrael segir margar skotflaugar hafa verið skotnar niður en einn Palestínumaður er sagður hafa dáið þegar hann varð fyrir braki úr einni skotflaug á Vesturbakkanum. Talsmaður hersins segir að árás Íran muni „hafa afleiðingar“. Ísraelar muni bregðast við þegar þeim hentar. Multiple missile impacts seen outside #TelAviv, as the skies light up with enemy missiles & interceptors.pic.twitter.com/4LcNIRpYjV— Charles Lister (@Charles_Lister) October 1, 2024 Multiple intercepts over us just now pic.twitter.com/AfzxFsF7Q7— Jim Sciutto (@jimsciutto) October 1, 2024 Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér fyrir neðan. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni.
Ísrael Hernaður Íran Tengdar fréttir Segja eldflaugaárás frá Íran væntanlega Forsvarsmenn ísraelska hersins hafa ákveðið að kalla út fjögur stórfylki af varaliði vegna átakanna við landamærin Ísrael og Líbanon. Hermennirnir eiga að verða sendir að landamærunum en Ísraelar hafa verið að gera loftárásir og áhlaup yfir landamærin þar sem sérsveitarmenn eru sagðir hafa farið inn í göng og hella sem eiga að hafa verið í notkun af vígamönnum Hezbollah. 1. október 2024 14:10 Árásir Ísraelsmanna í Líbanon héldu áfram í nótt Ísraelsher hefur staðið í afmörkuðum hernaðaraðgerðum í Líbanon í alla nótt en lítið áhlaup var gert á landið í gær. Talsmenn hersins segja að verið sé að ráðast gegn ákveðnum skotmörkum innan landamæranna sem lúti stjórn Hezbollah-samtakanna. 1. október 2024 06:40 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Fleiri fréttir Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Sjá meira
Segja eldflaugaárás frá Íran væntanlega Forsvarsmenn ísraelska hersins hafa ákveðið að kalla út fjögur stórfylki af varaliði vegna átakanna við landamærin Ísrael og Líbanon. Hermennirnir eiga að verða sendir að landamærunum en Ísraelar hafa verið að gera loftárásir og áhlaup yfir landamærin þar sem sérsveitarmenn eru sagðir hafa farið inn í göng og hella sem eiga að hafa verið í notkun af vígamönnum Hezbollah. 1. október 2024 14:10
Árásir Ísraelsmanna í Líbanon héldu áfram í nótt Ísraelsher hefur staðið í afmörkuðum hernaðaraðgerðum í Líbanon í alla nótt en lítið áhlaup var gert á landið í gær. Talsmenn hersins segja að verið sé að ráðast gegn ákveðnum skotmörkum innan landamæranna sem lúti stjórn Hezbollah-samtakanna. 1. október 2024 06:40