Slökkva á tækjum næstvíðförlasta geimfarsins til að lengja líf þess Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2024 09:50 Tæknimenn NASA koma fyrir grammófónsplötu með hljóðum frá jörðinni utan á Voyager 2 nokkrum dögum áður en geimfarinu var skotið á loft í ágúst 1977. AP/NASA Verkfræðingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA slökktu á einu mælitækja Voyager 2, næstvíðförlasta geimfars sögunnar, til þess að spara orku og framlengja líftíma þess í síðasta mánuði. Farið hefur þegar verið í geimnum í hátt í hálfa öld. Voyager 2 var skotið á loft árið 1977 en það er enn þann dag í dag eina geimfarið sem hefur heimsótt ystu reikistjörnur sólkerfisins, Úranus og Neptúnus. Áður kom það við hjá Júpíter og Satúrnus. Nú er farið komið út í geiminn á milli stjarnanna, meira en 19,3 milljarða kílómetra frá jörðinni. Systurfarið Voyager 1 er komið enn lengra, rúmlega 24 milljarða kílómetra frá jörðinni. Mælitækið sem NASA slökkti á í september var hannað til þess að mæla straum hlaðinna frumeinda. Orkan sem sparast með því á að gera Voyager 2 kleift að halda leiðangri sínum áfram inn í fjórða áratug þessarar aldar. Þegar hefur verið slökkt á öðrum mælitækjum um borð í Voyager 1 og 2. Fjögur mælitæki eru enn starfandi um borð í Voyager 2 en þau safna meðal annars gögnum um segulsvið og eindir á milli stjarnanna. Samsett mynd af Satúrnusi úr aðflugi Voyager 2 árið 1981. Þrjú af tunglum Satúrnusar sjást á myndinni: Teþýs, Díona og Rea. Skuggi Teþýs sést á suðurhveli reikistjörnunnar.NASA/JPL Bilun í Voyager 1 kom í veg fyrir að leiðangursstjórn næði sambandi við geimfarið um nokkurra mánaða skeið fyrr á þessu ári. Verkfræðingum NASA tókst að finna lausn á vandanum og gögn byrjuðu aftur að streyma til jarðar í vor. Leiðangur Voyager-geimfaranna var hannaður til þess að nýta stöðu ytri reikistjarnanna fjögurra í sólkerfinu sem á sér aðeins stað á um það bil 175 ára fresti. Staða reikistjarnanna seint á áttunda áratugnum og snemma á þeim níunda gerði geimförunum kleift að ferðast á milli þeirra án þess að þurfa að vera drekkhlaðin eldsneyti. Þess í stað gátu förin notað þyngdarsvið reikistjarnanna til þess að slöngva sér áfram frá einni þeirra til þeirrar næstu. Geimurinn Vísindi Tækni Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira
Voyager 2 var skotið á loft árið 1977 en það er enn þann dag í dag eina geimfarið sem hefur heimsótt ystu reikistjörnur sólkerfisins, Úranus og Neptúnus. Áður kom það við hjá Júpíter og Satúrnus. Nú er farið komið út í geiminn á milli stjarnanna, meira en 19,3 milljarða kílómetra frá jörðinni. Systurfarið Voyager 1 er komið enn lengra, rúmlega 24 milljarða kílómetra frá jörðinni. Mælitækið sem NASA slökkti á í september var hannað til þess að mæla straum hlaðinna frumeinda. Orkan sem sparast með því á að gera Voyager 2 kleift að halda leiðangri sínum áfram inn í fjórða áratug þessarar aldar. Þegar hefur verið slökkt á öðrum mælitækjum um borð í Voyager 1 og 2. Fjögur mælitæki eru enn starfandi um borð í Voyager 2 en þau safna meðal annars gögnum um segulsvið og eindir á milli stjarnanna. Samsett mynd af Satúrnusi úr aðflugi Voyager 2 árið 1981. Þrjú af tunglum Satúrnusar sjást á myndinni: Teþýs, Díona og Rea. Skuggi Teþýs sést á suðurhveli reikistjörnunnar.NASA/JPL Bilun í Voyager 1 kom í veg fyrir að leiðangursstjórn næði sambandi við geimfarið um nokkurra mánaða skeið fyrr á þessu ári. Verkfræðingum NASA tókst að finna lausn á vandanum og gögn byrjuðu aftur að streyma til jarðar í vor. Leiðangur Voyager-geimfaranna var hannaður til þess að nýta stöðu ytri reikistjarnanna fjögurra í sólkerfinu sem á sér aðeins stað á um það bil 175 ára fresti. Staða reikistjarnanna seint á áttunda áratugnum og snemma á þeim níunda gerði geimförunum kleift að ferðast á milli þeirra án þess að þurfa að vera drekkhlaðin eldsneyti. Þess í stað gátu förin notað þyngdarsvið reikistjarnanna til þess að slöngva sér áfram frá einni þeirra til þeirrar næstu.
Geimurinn Vísindi Tækni Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira