Meiri stuðningur við Borgarlínu í Reykjavík en annars staðar Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2024 10:08 Hér sjást hugmyndir um jarðgöng frá Kringlumýrarbraut undir gatnamótin við Miklubraut. Borgarlína færi um akreinar milli gangamunanna. Kringlan á vinstri hönd á þessari mynd. Efla Tæpur helmingur Reykvíkinga er hlynntur lagningu Borgarlínu en aðeins rúmlega þriðjungur íbúa nágrannasveitarfélaganna. Um það bil þriðjungur er andvígur viðbótinni við almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu í nýrri könnun. Um fimmtungur Reykvíkinga er í meðallagi hlynntur Borgarlínu en þrjátíu prósent íbúa nágrannasveitarfélaganna samkvæmt könnun Maskínu. Færri landsbyggðarbúa segjast hlynntir Borgarlínunni, aðeins fjórðungur svarenda þaðan í könnuninni. Hins vegar er andstaðan ekki meiri á meðal þeirra en höfuðborgarbúa. Tveir af hverjum fimm landsbyggðarbúum segjast í meðallagi hlynntir framkvæmdinni. Hlutfall þeirra sem eru hlynntir Borgarlínu á landinu öllu er svipað og það var í síðustu könnun sem var gerð fyrir ári. Ánægjan með fyrirætlanirnar hefur þó minnkað umtalsvert frá því í júní 2019 þegar ríflega helmingur landsmanna sagðist þeim hlynntur. Afstaðan lituð af aldri, kyni og stjórnmálaskoðunum Mun fleiri karlar en konur segjast andvígir Borgarlínu, tveir af hverjum fimm körlum sem svöruðu könnuninni. Aðeins fjórðungur kvenna sagðist andvígur. Framkvæmdin er vinsælli hjá yngra fólki en því eldra. Andstaðan er yfir fjörutíu prósentum hjá fólki sem er eldra en fertugt en yfir fjörutíu prósent eru hlynnt á aldrinum 18-39 ára. Kjósendur Miðflokksins eru mest á móti Borgarlínu, 66,3 prósent þeirra sögðust andvígir í könnuninni. Um helmingur kjósenda Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins voru einnig á móti. Mestur stuðningur við samgöngubæturnar mældist innan raða Vinstri grænna, Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar. Könnunin var gerð 16. til 24. september og svöruðu 1.067 manns henni. Borgarlína Reykjavík Skoðanakannanir Samgöngur Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Um fimmtungur Reykvíkinga er í meðallagi hlynntur Borgarlínu en þrjátíu prósent íbúa nágrannasveitarfélaganna samkvæmt könnun Maskínu. Færri landsbyggðarbúa segjast hlynntir Borgarlínunni, aðeins fjórðungur svarenda þaðan í könnuninni. Hins vegar er andstaðan ekki meiri á meðal þeirra en höfuðborgarbúa. Tveir af hverjum fimm landsbyggðarbúum segjast í meðallagi hlynntir framkvæmdinni. Hlutfall þeirra sem eru hlynntir Borgarlínu á landinu öllu er svipað og það var í síðustu könnun sem var gerð fyrir ári. Ánægjan með fyrirætlanirnar hefur þó minnkað umtalsvert frá því í júní 2019 þegar ríflega helmingur landsmanna sagðist þeim hlynntur. Afstaðan lituð af aldri, kyni og stjórnmálaskoðunum Mun fleiri karlar en konur segjast andvígir Borgarlínu, tveir af hverjum fimm körlum sem svöruðu könnuninni. Aðeins fjórðungur kvenna sagðist andvígur. Framkvæmdin er vinsælli hjá yngra fólki en því eldra. Andstaðan er yfir fjörutíu prósentum hjá fólki sem er eldra en fertugt en yfir fjörutíu prósent eru hlynnt á aldrinum 18-39 ára. Kjósendur Miðflokksins eru mest á móti Borgarlínu, 66,3 prósent þeirra sögðust andvígir í könnuninni. Um helmingur kjósenda Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins voru einnig á móti. Mestur stuðningur við samgöngubæturnar mældist innan raða Vinstri grænna, Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar. Könnunin var gerð 16. til 24. september og svöruðu 1.067 manns henni.
Borgarlína Reykjavík Skoðanakannanir Samgöngur Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira