Heimir skildi stórt nafn eftir heima og Írar fagna Valur Páll Eiríksson skrifar 3. október 2024 13:34 Það fór ekki nægilega vel af stað hjá Heimi Hallgrímssyni í september og hann gerir sex breytingar á leikmannahópnum frá því verkefni. Getty/Stephn McCarthy Heimir Hallgrímsson gerir heilar sex breytingar á leikmannahópi Írlands fyrir komandi leiki liðsins í Þjóðadeild karla í fótbolta. Írar töpuðu báðum leikjum liðsins í síðasta landsleikjaglugga. Þónokkur þekkt nöfn eru utan hóps hjá Heimi. Seamus Coleman, leikmaður Everton, er meiddur og þá falla Alan Browne, Will Smallbone og Jake O'Brien einnig út úr hópi Íra frá síðasta verkefni. Írland tapaði 2-0 fyrir Englandi á heimavelli áður en sömu úrslit hlutust í leik við Grikki, sem einnig fór fram í Dyflinni. Athygli vekur þá að Matt Doherty, leikmaður Wolves, verður ekki með í komandi leikjum. Því fagnar margur Írinn en Doherty sýndi ekki sínar bestu hliðar í leikjunum í september og hefur af mörgum verið talinn dragbítur um hríð. Festy Ebosele, leikmaður Watford sem spilaði með Udinese á Ítalíu á síðustu leiktíð, kemur inn í hægri bakvarðarstöðuna. Auk hans koma Jamie McGrath, leikmaður Aberdeen, Finn Azaz, Middlesbrough og Mikey Johnston úr WBA inn í hópinn. Þá geta þeir Jack Taylor, leikmaður Ipswich, og Mark McGuinness, Luton, spilað sinn fyrsta landsleik. Tveir útileikir eru fram undan í komandi glugga. Írar sækja Finna heim til Helsinki 10. október og fara til Piraeus að mæta Grikkjum þremur dögum síðar. SQUAD ANNOUNCED | 24-man squad named for Finland & Greece matches 🤩Mark McGuinness receives his first call-up as Jack Taylor, Finn Azaz, Jamie McGrath, Festy Ebosele & Mikey Johnston all come into the squad 🇮🇪💚10/10 | 🇫🇮🆚🇮🇪13/10 | 🇬🇷🆚🇮🇪 pic.twitter.com/cIJnoiX572— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) October 3, 2024 Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir „Nýr þjálfari, sama gamla sagan“ Írar voru vonsviknir eftir 2-0 tap á heimavelli fyrir Grikkjum í Þjóðadeild karla í fótbolta í gærkvöld. Írska pressan virðist lítinn mun sjá á liðinu undir stjórn Heimis Hallgrímssonar. 11. september 2024 09:00 Heimir vill finna óþokka Heimir Hallgrímsson hitti stuðningsmenn írska landsliðsins í fótbolta í gærkvöld og svaraði ýmsum spurningum þeirra sem vildu kynnast nýja landsliðsþjálfaranum. Þar kom meðal annars fram að Heimir teldi leikmenn írska liðsins hugsanlega of vingjarnlega náunga. 22. ágúst 2024 13:31 Given vorkennir Heimi Markvörðurinn margreyndi Shay Given kennir sinnuleysi stjórnenda írska knattspyrnusambandið um þá stöðu sem írska karlalandsliðið í fótbolta er í, og kennir í brjósti um nýja þjálfarann Heimi Hallgrímsson. 12. september 2024 10:33 Vill láta reka Heimi strax: „Kálið endist lengur en tannlæknirinn“ Eamon Dunphy, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands, hefur enga trú á því að Heimir Hallgrímsson sé rétti maðurinn til að rétta við gengi írska landsliðsins í fótbolta. Dunphy spáir Heimi mjög stuttum tíma í starfi. 11. september 2024 12:33 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Þónokkur þekkt nöfn eru utan hóps hjá Heimi. Seamus Coleman, leikmaður Everton, er meiddur og þá falla Alan Browne, Will Smallbone og Jake O'Brien einnig út úr hópi Íra frá síðasta verkefni. Írland tapaði 2-0 fyrir Englandi á heimavelli áður en sömu úrslit hlutust í leik við Grikki, sem einnig fór fram í Dyflinni. Athygli vekur þá að Matt Doherty, leikmaður Wolves, verður ekki með í komandi leikjum. Því fagnar margur Írinn en Doherty sýndi ekki sínar bestu hliðar í leikjunum í september og hefur af mörgum verið talinn dragbítur um hríð. Festy Ebosele, leikmaður Watford sem spilaði með Udinese á Ítalíu á síðustu leiktíð, kemur inn í hægri bakvarðarstöðuna. Auk hans koma Jamie McGrath, leikmaður Aberdeen, Finn Azaz, Middlesbrough og Mikey Johnston úr WBA inn í hópinn. Þá geta þeir Jack Taylor, leikmaður Ipswich, og Mark McGuinness, Luton, spilað sinn fyrsta landsleik. Tveir útileikir eru fram undan í komandi glugga. Írar sækja Finna heim til Helsinki 10. október og fara til Piraeus að mæta Grikkjum þremur dögum síðar. SQUAD ANNOUNCED | 24-man squad named for Finland & Greece matches 🤩Mark McGuinness receives his first call-up as Jack Taylor, Finn Azaz, Jamie McGrath, Festy Ebosele & Mikey Johnston all come into the squad 🇮🇪💚10/10 | 🇫🇮🆚🇮🇪13/10 | 🇬🇷🆚🇮🇪 pic.twitter.com/cIJnoiX572— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) October 3, 2024
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir „Nýr þjálfari, sama gamla sagan“ Írar voru vonsviknir eftir 2-0 tap á heimavelli fyrir Grikkjum í Þjóðadeild karla í fótbolta í gærkvöld. Írska pressan virðist lítinn mun sjá á liðinu undir stjórn Heimis Hallgrímssonar. 11. september 2024 09:00 Heimir vill finna óþokka Heimir Hallgrímsson hitti stuðningsmenn írska landsliðsins í fótbolta í gærkvöld og svaraði ýmsum spurningum þeirra sem vildu kynnast nýja landsliðsþjálfaranum. Þar kom meðal annars fram að Heimir teldi leikmenn írska liðsins hugsanlega of vingjarnlega náunga. 22. ágúst 2024 13:31 Given vorkennir Heimi Markvörðurinn margreyndi Shay Given kennir sinnuleysi stjórnenda írska knattspyrnusambandið um þá stöðu sem írska karlalandsliðið í fótbolta er í, og kennir í brjósti um nýja þjálfarann Heimi Hallgrímsson. 12. september 2024 10:33 Vill láta reka Heimi strax: „Kálið endist lengur en tannlæknirinn“ Eamon Dunphy, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands, hefur enga trú á því að Heimir Hallgrímsson sé rétti maðurinn til að rétta við gengi írska landsliðsins í fótbolta. Dunphy spáir Heimi mjög stuttum tíma í starfi. 11. september 2024 12:33 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
„Nýr þjálfari, sama gamla sagan“ Írar voru vonsviknir eftir 2-0 tap á heimavelli fyrir Grikkjum í Þjóðadeild karla í fótbolta í gærkvöld. Írska pressan virðist lítinn mun sjá á liðinu undir stjórn Heimis Hallgrímssonar. 11. september 2024 09:00
Heimir vill finna óþokka Heimir Hallgrímsson hitti stuðningsmenn írska landsliðsins í fótbolta í gærkvöld og svaraði ýmsum spurningum þeirra sem vildu kynnast nýja landsliðsþjálfaranum. Þar kom meðal annars fram að Heimir teldi leikmenn írska liðsins hugsanlega of vingjarnlega náunga. 22. ágúst 2024 13:31
Given vorkennir Heimi Markvörðurinn margreyndi Shay Given kennir sinnuleysi stjórnenda írska knattspyrnusambandið um þá stöðu sem írska karlalandsliðið í fótbolta er í, og kennir í brjósti um nýja þjálfarann Heimi Hallgrímsson. 12. september 2024 10:33
Vill láta reka Heimi strax: „Kálið endist lengur en tannlæknirinn“ Eamon Dunphy, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands, hefur enga trú á því að Heimir Hallgrímsson sé rétti maðurinn til að rétta við gengi írska landsliðsins í fótbolta. Dunphy spáir Heimi mjög stuttum tíma í starfi. 11. september 2024 12:33