Loksins mega hommar gefa blóð Bjarki Sigurðsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 4. október 2024 18:37 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Samkynhneigðir karlmenn fá að gefa blóð hér á landi frá og með júlí á næsta ári. Heilbrigðisráðherra segir mikið ánægjuefni að þetta skref sé loks tekið Sem stendur mega samkynhneigðir karlmenn á Íslandi ekki gefa blóð. Þeir eru sagðir í áhættuhóp hvað varðar blóðgjafir þar sem meiri líkur séu á að þeir séu smitaðir af alnæmisveirunni HIV. Ísland er eitt fjögurra Evrópuríkja sem banna enn alfarið blóðgjafir þeirra, ásamt Tyrklandi, Kósovó og Króatíu. Flest Evrópuríki hafa síðustu ár leyft blóðgjafirnar eða sett skilyrði um að karlmenn megi ekki gefa blóð hafi þeir haft samfarir við annan karlmann innan ákveðins tíma. Margoft hefur verið reynt að koma reglugerðarbreytingum hvað þetta varðar í gegn en lítið gerst þar til nú. Frá og með 1. júlí á næsta ári munu allir, samkynhneigðir jafnt sem aðrir, sem gefa blóð fara í NAT-skimun sem greinir hvort gjafar séu með Lifrarbólgu B eða C eða HIV. „Reglugerðin núna felur í sér að það þarf aðlögun til þess að geta nýtt fyrirliggjandi birgðir og hefja þá NAT-skimun. Sem er mikið gleðiefni,“ segir Willum. Felur þetta í sér að samkynhneigðir karlar muni að skilyrðum uppfylltum geta gefið blóð? „Algjörlega.“ Blóðbankinn hefur glímt við viðvarandi skort á blóði síðustu ár en með breytingunni er hægt að fjölga blóðgjöfum til muna. „Það er auðvitað heilmikið verk að taka upp þessa skimun og koma henni á. Við höfum verið að vinna í því með Landspítalanum og Blóðbankanum. Nú er það á lokametrum og núna getum við byrjað á þessu. Loksins,“ segir Willum. Heilbrigðismál Blóðgjöf Hinsegin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landspítalinn Tengdar fréttir Sam- og tvíkynhneigðir karlar mega gefa blóð Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur bundið enda á fjörutíu ára bann við blóðgjöfum samkynhneigðra og tvíkynhneigðra karlmanna þar í landi. Í staðinn munu allir blóðgjafar svara spurningalista um kynlíf sitt. Á Íslandi er enn beðið eftir sambærilegum breytingum. 11. maí 2023 23:09 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Sem stendur mega samkynhneigðir karlmenn á Íslandi ekki gefa blóð. Þeir eru sagðir í áhættuhóp hvað varðar blóðgjafir þar sem meiri líkur séu á að þeir séu smitaðir af alnæmisveirunni HIV. Ísland er eitt fjögurra Evrópuríkja sem banna enn alfarið blóðgjafir þeirra, ásamt Tyrklandi, Kósovó og Króatíu. Flest Evrópuríki hafa síðustu ár leyft blóðgjafirnar eða sett skilyrði um að karlmenn megi ekki gefa blóð hafi þeir haft samfarir við annan karlmann innan ákveðins tíma. Margoft hefur verið reynt að koma reglugerðarbreytingum hvað þetta varðar í gegn en lítið gerst þar til nú. Frá og með 1. júlí á næsta ári munu allir, samkynhneigðir jafnt sem aðrir, sem gefa blóð fara í NAT-skimun sem greinir hvort gjafar séu með Lifrarbólgu B eða C eða HIV. „Reglugerðin núna felur í sér að það þarf aðlögun til þess að geta nýtt fyrirliggjandi birgðir og hefja þá NAT-skimun. Sem er mikið gleðiefni,“ segir Willum. Felur þetta í sér að samkynhneigðir karlar muni að skilyrðum uppfylltum geta gefið blóð? „Algjörlega.“ Blóðbankinn hefur glímt við viðvarandi skort á blóði síðustu ár en með breytingunni er hægt að fjölga blóðgjöfum til muna. „Það er auðvitað heilmikið verk að taka upp þessa skimun og koma henni á. Við höfum verið að vinna í því með Landspítalanum og Blóðbankanum. Nú er það á lokametrum og núna getum við byrjað á þessu. Loksins,“ segir Willum.
Heilbrigðismál Blóðgjöf Hinsegin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landspítalinn Tengdar fréttir Sam- og tvíkynhneigðir karlar mega gefa blóð Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur bundið enda á fjörutíu ára bann við blóðgjöfum samkynhneigðra og tvíkynhneigðra karlmanna þar í landi. Í staðinn munu allir blóðgjafar svara spurningalista um kynlíf sitt. Á Íslandi er enn beðið eftir sambærilegum breytingum. 11. maí 2023 23:09 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Sam- og tvíkynhneigðir karlar mega gefa blóð Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur bundið enda á fjörutíu ára bann við blóðgjöfum samkynhneigðra og tvíkynhneigðra karlmanna þar í landi. Í staðinn munu allir blóðgjafar svara spurningalista um kynlíf sitt. Á Íslandi er enn beðið eftir sambærilegum breytingum. 11. maí 2023 23:09