Um algjört óviljaverk var að ræða þegar Dimitrios Klonaras, leikmaður Álftaness, rak olnbogann framan í Sigurð er þeir stukku upp í frákast í leik liðanna. Klonaras meiddist á olnboga en meiðsli Sigurðar voru öllu alvarlegri.
Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum losnaði framtönn hans allhressilega, en brotnaði þó ekki. Að auki hlaut Sigurður vænan skurð á báðar varir. Hann þurfti þá eftir leik á fimmtudagskvöld að finna sér tannlæknaþjónustu til að skorða tönnina á nýjan leik.
Þrátt fyrir áfallið bar Sigurður sig vel og ætti að vera klár í slaginn þegar Keflavík fer austur á Egilsstaði að sækja Hattarmenn heim á fimmtudaginn næsta. Bæði lið unnu fyrsta leik sinn í deildinni.
