„Ef Andri hefði náð að haldast heill þá værum við ekki að berjast fyrir lífi okkar“ Andri Már Eggertsson skrifar 5. október 2024 16:41 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, á hliðarlínunni í dag Vísir/Viktor Freyr Arnarson Vestri vann 2-4 útisigur gegn Fram. Þetta var annar sigur Vestra í röð og Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra var ánægður með sigurinn og þá staðreynd að þetta var hans fyrsti sigur gegn Fram. „Þetta var hrikalega stórt. Ég var ofboðslega ánægður með framlagið hjá strákunum sem lögðu allt í þetta, “ sagði Davíð Smári í viðtali eftir leik og hélt áfram. „Seinni hálfleikur var slitinn og litaðist af því að við fengum rautt spjald og svona. Menn gáfust aldrei upp og menn voru að leggja sig fram í 90 mínútur og það var það sem þurfti. Framarar voru hættulegri eftir að Ibrahima Balde, leikmaður Vestra, fékk beint rautt spjald og heimamenn fengu færi til að skora fleiri mörk en gestirnir vörðust vel sem gladdi Davíð Smára. „Fram er gott lið og fór að dæla fyrirgjöfum inn í teig. Það er ekkert leyndarmál að við skoruðum úr okkar færum og þeir fóru illa með sín færi. Við fengum stigin þrjú og ég er gríðarlega sáttur með það.“ En hvað fannst Davíð um rauða spjaldið sem Ibrahima Balde fékk? „Þetta var hrikalega stórt atvik og vonandi sést þetta á upptökum. Ívar sagði mér að hann átti að hafa togað í hárið á leikmanni Fram og meira veit ég ekki.“ Andri Rúnar Bjarnason skoraði þrennu í dag og Davíð Smári var virkilega ánægður með Andra og hvernig hann hefur spilað í undanförnum leikjum. „Andri er búinn að leggja gríðarlega hart að sér til að komast í gott stand. Auðvitað er það hrikalega gott fyrir félag eins og okkur og ef Andri hefði náð að haldast heill í sumar þá værum við ekki að berjast fyrir lífi okkar. Okkur hefur vantað karakter og týpu eins og Andra sem skilur leikinn gríðarlega vel og þetta var stórkostlegur leikur sem hann átti.“ Vestri hefur náð í sjö stig í síðustu þremur leikjum og Davíð var gríðarlega ánægður með stuðninginn sem liðið fékk í dag. „Við höfum aðeins tapað tveimur af síðustu níu leikjum og við hefðum ekki náð þeim stöðugleika ef við værum ekki með þennan stuðning úr stúkunni. Ég bað strákana um að horfa upp í stúku og ímynda sér ferðalagið sem fólkið hefur lagt á sig til að koma hingað,“ sagði Davíð Smári að lokum. Vestri Besta deild karla Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
„Þetta var hrikalega stórt. Ég var ofboðslega ánægður með framlagið hjá strákunum sem lögðu allt í þetta, “ sagði Davíð Smári í viðtali eftir leik og hélt áfram. „Seinni hálfleikur var slitinn og litaðist af því að við fengum rautt spjald og svona. Menn gáfust aldrei upp og menn voru að leggja sig fram í 90 mínútur og það var það sem þurfti. Framarar voru hættulegri eftir að Ibrahima Balde, leikmaður Vestra, fékk beint rautt spjald og heimamenn fengu færi til að skora fleiri mörk en gestirnir vörðust vel sem gladdi Davíð Smára. „Fram er gott lið og fór að dæla fyrirgjöfum inn í teig. Það er ekkert leyndarmál að við skoruðum úr okkar færum og þeir fóru illa með sín færi. Við fengum stigin þrjú og ég er gríðarlega sáttur með það.“ En hvað fannst Davíð um rauða spjaldið sem Ibrahima Balde fékk? „Þetta var hrikalega stórt atvik og vonandi sést þetta á upptökum. Ívar sagði mér að hann átti að hafa togað í hárið á leikmanni Fram og meira veit ég ekki.“ Andri Rúnar Bjarnason skoraði þrennu í dag og Davíð Smári var virkilega ánægður með Andra og hvernig hann hefur spilað í undanförnum leikjum. „Andri er búinn að leggja gríðarlega hart að sér til að komast í gott stand. Auðvitað er það hrikalega gott fyrir félag eins og okkur og ef Andri hefði náð að haldast heill í sumar þá værum við ekki að berjast fyrir lífi okkar. Okkur hefur vantað karakter og týpu eins og Andra sem skilur leikinn gríðarlega vel og þetta var stórkostlegur leikur sem hann átti.“ Vestri hefur náð í sjö stig í síðustu þremur leikjum og Davíð var gríðarlega ánægður með stuðninginn sem liðið fékk í dag. „Við höfum aðeins tapað tveimur af síðustu níu leikjum og við hefðum ekki náð þeim stöðugleika ef við værum ekki með þennan stuðning úr stúkunni. Ég bað strákana um að horfa upp í stúku og ímynda sér ferðalagið sem fólkið hefur lagt á sig til að koma hingað,“ sagði Davíð Smári að lokum.
Vestri Besta deild karla Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira