Afgerandi meirihluti með málstað Palestínumanna Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2024 11:05 Frá mótmælum stuðningsfólks Palestínumanna við Alþingishúsið í sumar. Vísir/Einar Tæplega þrír af hverjum fjórum sögðust hafa meiri samúð með málstað Palestínumanna en Ísraela í skoðanakönnun sem stuðningsfélag Palestínu lét gera í síðasta mánuði. Þá sagðist meirihluti fylgjandi því að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Tíu prósent sögðust hafa meiri samúð með Ísrael í skoðanakönnuninni sem Maskína gerði fyrir Félagið Ísland-Palestína. Tæpur fimmtungur sagðist hafa jafnmikla samúð með báðum. Spurt var út í hvort að Ísland ætti að beita Ísrael viðskiptaþvingunum á grundvelli álits Alþjóðadómstólsins í sumar um að áratugalangt hernám Ísraels í Palestínu væri ólöglegt. Þar sögðust 61 prósent fylgjandi viðskiptaþvingunum og sextán prósent hlynnt „með fyrirvara“. Tæpur fjórðungur sagðist andvígur. Þá sögðust 54 prósent hlynnt því að Ísland sliti stjórnmálasambandi við Ísrael og sextán prósent hlynnt með fyrirvara. Tæpur þriðjungur sagðist andsnúinn því að slíta sambandinu. Könnunin var gerð um miðjan september. Ekki var spurt sérstaklega út í hernað Ísraelshers á Gasaströndinni sem staðið hefur samfellt síðasta árið. Þær aðgerðir hófust í kjölfar mannskæðustu árásar vígamanna Hamas-samtakanna á Ísrael í sögu landsins fyrir réttu ári, 7. október. Um 1.200 Ísraelar féllu í árásinni, flestir þeirra óbreyttir borgarar. Þá tóku Hamas-liðar hundruð gísla en tugir þeirra eru enn í haldi samtakanna. Rúmlega 41.000 Palestínumenn hafa síðan fallið í hernaðaraðgerðum Ísraela gegn Hamas á Gasa sem hafa ennfremur hrakið á þriðju milljón íbúa þar á flótta. Skoðanakannanir Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Tíu prósent sögðust hafa meiri samúð með Ísrael í skoðanakönnuninni sem Maskína gerði fyrir Félagið Ísland-Palestína. Tæpur fimmtungur sagðist hafa jafnmikla samúð með báðum. Spurt var út í hvort að Ísland ætti að beita Ísrael viðskiptaþvingunum á grundvelli álits Alþjóðadómstólsins í sumar um að áratugalangt hernám Ísraels í Palestínu væri ólöglegt. Þar sögðust 61 prósent fylgjandi viðskiptaþvingunum og sextán prósent hlynnt „með fyrirvara“. Tæpur fjórðungur sagðist andvígur. Þá sögðust 54 prósent hlynnt því að Ísland sliti stjórnmálasambandi við Ísrael og sextán prósent hlynnt með fyrirvara. Tæpur þriðjungur sagðist andsnúinn því að slíta sambandinu. Könnunin var gerð um miðjan september. Ekki var spurt sérstaklega út í hernað Ísraelshers á Gasaströndinni sem staðið hefur samfellt síðasta árið. Þær aðgerðir hófust í kjölfar mannskæðustu árásar vígamanna Hamas-samtakanna á Ísrael í sögu landsins fyrir réttu ári, 7. október. Um 1.200 Ísraelar féllu í árásinni, flestir þeirra óbreyttir borgarar. Þá tóku Hamas-liðar hundruð gísla en tugir þeirra eru enn í haldi samtakanna. Rúmlega 41.000 Palestínumenn hafa síðan fallið í hernaðaraðgerðum Ísraela gegn Hamas á Gasa sem hafa ennfremur hrakið á þriðju milljón íbúa þar á flótta.
Skoðanakannanir Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira