Innan við helmingur nú hlynntur flugvelli í Vatnsmýri Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2024 11:28 Deilt hefur verið um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar um áratugaskeið. Vísir/Vilhelm Tæpur helmingur segist hlynntur því að flugvöllur verði í Vatnsmýrinni til framtíðar í nýrri skoðanakönnun. Hlutfallið hefur lækkað umtalsvert síðasta áratuginn. Hlutfall þeirra sem eru andvígir flugvellinum þar hefur þó lítið breyst. Rétt tæpur fjórðungur svarenda í nýrri könnun Maskínu segist bókstaflega andvígur framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni en 48 prósent eru henni hlynnt, þar af þriðjungur mjög hlynntur. Um 29 prósent segjast í meðallagi hlynnt staðsetningunni. Hlutfallið sem er hlynnt núverandi staðsetningu flugvallarins hefur aldrei verið lægra í könnun Maskínu. Það var vel yfir helmingur í september í fyrra og í mars árið 2018. Árið 2013 sögðust 72 prósent hlynnt veru flugvallarins í Vatnsmýri. Hlutfall andvígra hefur á sama tíma haldist nokkuð stöðugt í kringum fjórðung svarenda frá 2016. Færri eru hlynntir flugvelli í Vatnsmýri í Reykjavík en annars staðar á landinu en þar er hlutfallið 38 prósent. Til samanburðar sögðust 59 prósent landsbyggðarbúa vilja hafa flugvöllinn áfram þar sem hann er og 47 prósent íbúa í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur. Gríðarlegur munur er á afstöðu fólks til flugvallarins eftir aldri. Þannig segjast 71 prósent fólks sextíu ára og eldra fylgjandi núverandi staðsetningu flugvallarins við miðborgina en aðeins tæpur fimmtungur yngsta aldurshópsins, 18-29 ára. Hlutfall þeirra sem styðja staðsetninguna fer jafnframt hækkandi eftir aldri svarenda. Af kjósendum einstakra flokka eru framsóknar-, miðflokks og sjálfstæðisfólk mest fylgjandi því að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri, um og yfir sjötíu prósent þeirra. Kjósendur Pírata og Sósíalistaflokksins eru mest á móti staðsetningunni en um yfir helmingur þeirra segist andvígur staðsetningunni í könnuninni. Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Skoðanakannanir Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Rétt tæpur fjórðungur svarenda í nýrri könnun Maskínu segist bókstaflega andvígur framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni en 48 prósent eru henni hlynnt, þar af þriðjungur mjög hlynntur. Um 29 prósent segjast í meðallagi hlynnt staðsetningunni. Hlutfallið sem er hlynnt núverandi staðsetningu flugvallarins hefur aldrei verið lægra í könnun Maskínu. Það var vel yfir helmingur í september í fyrra og í mars árið 2018. Árið 2013 sögðust 72 prósent hlynnt veru flugvallarins í Vatnsmýri. Hlutfall andvígra hefur á sama tíma haldist nokkuð stöðugt í kringum fjórðung svarenda frá 2016. Færri eru hlynntir flugvelli í Vatnsmýri í Reykjavík en annars staðar á landinu en þar er hlutfallið 38 prósent. Til samanburðar sögðust 59 prósent landsbyggðarbúa vilja hafa flugvöllinn áfram þar sem hann er og 47 prósent íbúa í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur. Gríðarlegur munur er á afstöðu fólks til flugvallarins eftir aldri. Þannig segjast 71 prósent fólks sextíu ára og eldra fylgjandi núverandi staðsetningu flugvallarins við miðborgina en aðeins tæpur fimmtungur yngsta aldurshópsins, 18-29 ára. Hlutfall þeirra sem styðja staðsetninguna fer jafnframt hækkandi eftir aldri svarenda. Af kjósendum einstakra flokka eru framsóknar-, miðflokks og sjálfstæðisfólk mest fylgjandi því að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri, um og yfir sjötíu prósent þeirra. Kjósendur Pírata og Sósíalistaflokksins eru mest á móti staðsetningunni en um yfir helmingur þeirra segist andvígur staðsetningunni í könnuninni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Skoðanakannanir Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira