Í tilkynningu frá Veitum segir að verið sé að setja upp hreinsibúnað í dælustöðina við Fornhaga í þeim tilgangi að fanga óhreinindi, sem séu náttúrulegur fylgifiskur heita vatnsins frá lághitasvæðum.
Íbúar annarra húsa í nágrenninu og mögulega í Skerjafirði muni finna fyrir minni þrýstingi á heita vatninu á meðan á vinnu stendur.
