Tvö eftir í leiðtogakjöri breskra íhaldsmanna Kjartan Kjartansson skrifar 9. október 2024 15:21 Næsti leiðtogi Íhaldsflokksins verður annað hvort Robert Jenrick (t.v.) eða Kemi Badenoch (t.h.). Vísir/Getty Val flokksmanna breska Íhaldsflokksins stendur nú á milli tveggja fyrrverandi ráðherra flokksins eftir að James Cleverly, fyrrverandi innan- og utanríkisráðherra, helltist úr lestinni í leiðtogakjöri þeirra í dag. Úrslita er ekki að vænta fyrr en í byrjun nóvember. Íhaldsflokkurinn beið sögulegan ósigur undir forystu Rishi Sunak í þingkosningum í júlí. Sunak sagði í kjölfarið af sér sem leiðtogi flokksins. Kosið var á milli Cleverly, Roberts Jenrick, fyrrverandi innflytjenda- og húsnæðismálaráðherra, og Kemi Badenoch, fyrrverandi viðskiptaráðherra í atkvæðagreiðslu þingmanna flokksins. Badenoch fékk flest atkvæði, eða 42, Jenrick fékk einu atkvæði færra en Cleverly var í þriðja sæti með 37 atkvæði. Úrslitin þóttu koma verulega á óvart en búist var við því að Cleverly kæmist í lokaumferðina. Hann hlaut flest atkvæði í þriðju umferð leiðtogakjörsins í gær og ræða hans á landsfundi flokksins í síðustu viku mæltist vel fyrir. Breska ríkisútvarpið BBC segir að þingmenn hafi tekið andköf þegar úrslitin voru tilkynnt í þingsal í dag. James Cleverly var spáð áfram í lokaslag leiðtogakjörsins en var óvænt felldur í næstsíðustu umferð í dag.Vísir/EPA Kosið verður á milli þeirra Jenrick og Badenoch og eiga úrslitin að liggja fyrir 2. nóvember. Leiðtogakjörið hefur staðið yfir frá því í síðasta mánuði. Priti Patel, fyrrverandi innanríkisráðherra, er á meðal þeirra sem þingmenn flokksins höfnuðu í fyrri umferðunum. Badenoch hefur verið þingkona Norðvestur-Essex frá árinu 2017. Hún var viðskiptaráðherra í stjórn Sunak frá febrúar 2023 til kosninganna í sumar og gegnir nú stöðu skuggaráðherra húsnæðismála. Badenoch er borin og barnfædd í London en foreldrar hennar eru nígerískir innflytjendur. Jenrick var ráðherra innflytjendamála frá 2022 til 2023 og ráðherra húsnæðismála frá 2019 til 2021. Hann hefur setið á þingi fyrir Newark undanfarin tíu ár. Bretland Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira
Íhaldsflokkurinn beið sögulegan ósigur undir forystu Rishi Sunak í þingkosningum í júlí. Sunak sagði í kjölfarið af sér sem leiðtogi flokksins. Kosið var á milli Cleverly, Roberts Jenrick, fyrrverandi innflytjenda- og húsnæðismálaráðherra, og Kemi Badenoch, fyrrverandi viðskiptaráðherra í atkvæðagreiðslu þingmanna flokksins. Badenoch fékk flest atkvæði, eða 42, Jenrick fékk einu atkvæði færra en Cleverly var í þriðja sæti með 37 atkvæði. Úrslitin þóttu koma verulega á óvart en búist var við því að Cleverly kæmist í lokaumferðina. Hann hlaut flest atkvæði í þriðju umferð leiðtogakjörsins í gær og ræða hans á landsfundi flokksins í síðustu viku mæltist vel fyrir. Breska ríkisútvarpið BBC segir að þingmenn hafi tekið andköf þegar úrslitin voru tilkynnt í þingsal í dag. James Cleverly var spáð áfram í lokaslag leiðtogakjörsins en var óvænt felldur í næstsíðustu umferð í dag.Vísir/EPA Kosið verður á milli þeirra Jenrick og Badenoch og eiga úrslitin að liggja fyrir 2. nóvember. Leiðtogakjörið hefur staðið yfir frá því í síðasta mánuði. Priti Patel, fyrrverandi innanríkisráðherra, er á meðal þeirra sem þingmenn flokksins höfnuðu í fyrri umferðunum. Badenoch hefur verið þingkona Norðvestur-Essex frá árinu 2017. Hún var viðskiptaráðherra í stjórn Sunak frá febrúar 2023 til kosninganna í sumar og gegnir nú stöðu skuggaráðherra húsnæðismála. Badenoch er borin og barnfædd í London en foreldrar hennar eru nígerískir innflytjendur. Jenrick var ráðherra innflytjendamála frá 2022 til 2023 og ráðherra húsnæðismála frá 2019 til 2021. Hann hefur setið á þingi fyrir Newark undanfarin tíu ár.
Bretland Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira