Mikið tjón eftir að herbergið fylltist af vatni Lovísa Arnardóttir skrifar 10. október 2024 09:01 Hurðin er skemmd eftir vatnið sem fyllti hálft herbergið. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Vísir/vilhelm Umtalsvert tjón varð í kjallara fjölbýlishúss í Maríubakka í Breiðholti í síðustu viku þegar vatn flæddi upp að hurðarhún í lagnarými hússins. Lekinn varð þegar starfsmenn Veitna skiptu um inntaksloku í kaldavatnslögin í Maríubakkanum. Lögnin er frá árinu 1968 og er samkvæmt upplýsingum frá Veitum „ekki komin á tíma“. Fyrir tæpri viku síðan var greint frá því í fréttum að umfangsmikill leki hefði orðið í húsi í Maríubakka. Herbergi í húsinu fylltist af vatni upp að hurðarhúni. Nokkrum dögum síðar birti Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu mynd af lekanum. Eins og má sjá að ofan var umfangsmikill líklega rétta orðið til að lýsa honum. Herbergið fylltist af vatni upp að hurðarhúni hurðarinnar.Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins Lekinn átti sér stað í lagnarými hússins en vatnið lak svo út og í geymslur við hlið lagnarýmisins. Í samtali við íbúa í húsinu kom fram að lekinn hafi orðið snemma um morguninn. „Ég var í samskiptum við verktakana og hafði hleypt þeim inn um morguninn. Kem niður um tíuleytið og mæti þá öðrum þeirra að moka vatni út úr kjallaranum og þá var búið að ræsa út slökkviliðið til að dæla út. Slökkviliðið lauk sér svo af um hádegið,“ segir íbúinn sem vildi ekki láta nafns síns getið. Sjá einnig: Herbergi fylltist af vatni upp að hurðarhúni Hún segir að enn sé verið að meta hversu mikið tjón varð við lekann en hana gruni að tjónið verði töluvert. Töluverðar skemmdir eru á dóti í geymslunum.Vísir/Vilhelm „Í fljótu bragði eru allar hurðar í þessum hluta hússins ónýtar, veggir og gólf eru illa farin. Það flæddi inn á stigaganginn og ég er bara að bíða og sjá hvernig að teppið þar kemur undan þurrkun. Ég er í samskiptum við tryggingafélög, bæði húsfélagsins og Veitna að sjá hvort og hversu mikið af þessu tjóni verður bætt,“ segir hún. Það hafi flætt inn í flestar geymslur í kjallaranum og orðið talsvert tjón þar. Annar lekinn á árinu Hún segir þetta í annað sinn á sex mánuðum sem flæðir inn í kjallarann þegar lögn gefur sig. „Þann 11. maí síðastliðinn fór heitavatnsinntakið inn í húsið í kjölfar þess að stór leki varð við Breiðholtsskóla. Þegar að þrýstingi var hleypt aftur á kerfið gaf lögnin sig við húsvegginn og flæddi inn.“ Vatnið lak úr herberginu og inn á ganginn í kjallaranum.Vísir/Vilhelm Hún segir Veitur ekki hafa bætt það tjón og húsfélagstrygging bæti bara fyrir tjón af vegum vatns innanhúss. Þá hafi teppið á stigaganginum orðið verst úti. Samkvæmt upplýsingum frá Veitum geta þau ekki svarað því hvort þau beri ábyrgð á tjóninu. Þá segir enn fremur að atvikin tvö séu algjörlega óskyld. „Almennt þegar tjón verða á lögnum Veitna er best er að tilkynna það beint til VÍS sem sér alfarið um tryggingar fyrir okkur og þar eru málin unnin eins hratt og mögulegt er. Að öðru leyti getum við ekki veitt upplýsingar um einstaka viðskiptavini.“ Hurðin í herberginu sem lak inn er skemmd.Vísir/Vilhelm Vatn Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Fyrir tæpri viku síðan var greint frá því í fréttum að umfangsmikill leki hefði orðið í húsi í Maríubakka. Herbergi í húsinu fylltist af vatni upp að hurðarhúni. Nokkrum dögum síðar birti Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu mynd af lekanum. Eins og má sjá að ofan var umfangsmikill líklega rétta orðið til að lýsa honum. Herbergið fylltist af vatni upp að hurðarhúni hurðarinnar.Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins Lekinn átti sér stað í lagnarými hússins en vatnið lak svo út og í geymslur við hlið lagnarýmisins. Í samtali við íbúa í húsinu kom fram að lekinn hafi orðið snemma um morguninn. „Ég var í samskiptum við verktakana og hafði hleypt þeim inn um morguninn. Kem niður um tíuleytið og mæti þá öðrum þeirra að moka vatni út úr kjallaranum og þá var búið að ræsa út slökkviliðið til að dæla út. Slökkviliðið lauk sér svo af um hádegið,“ segir íbúinn sem vildi ekki láta nafns síns getið. Sjá einnig: Herbergi fylltist af vatni upp að hurðarhúni Hún segir að enn sé verið að meta hversu mikið tjón varð við lekann en hana gruni að tjónið verði töluvert. Töluverðar skemmdir eru á dóti í geymslunum.Vísir/Vilhelm „Í fljótu bragði eru allar hurðar í þessum hluta hússins ónýtar, veggir og gólf eru illa farin. Það flæddi inn á stigaganginn og ég er bara að bíða og sjá hvernig að teppið þar kemur undan þurrkun. Ég er í samskiptum við tryggingafélög, bæði húsfélagsins og Veitna að sjá hvort og hversu mikið af þessu tjóni verður bætt,“ segir hún. Það hafi flætt inn í flestar geymslur í kjallaranum og orðið talsvert tjón þar. Annar lekinn á árinu Hún segir þetta í annað sinn á sex mánuðum sem flæðir inn í kjallarann þegar lögn gefur sig. „Þann 11. maí síðastliðinn fór heitavatnsinntakið inn í húsið í kjölfar þess að stór leki varð við Breiðholtsskóla. Þegar að þrýstingi var hleypt aftur á kerfið gaf lögnin sig við húsvegginn og flæddi inn.“ Vatnið lak úr herberginu og inn á ganginn í kjallaranum.Vísir/Vilhelm Hún segir Veitur ekki hafa bætt það tjón og húsfélagstrygging bæti bara fyrir tjón af vegum vatns innanhúss. Þá hafi teppið á stigaganginum orðið verst úti. Samkvæmt upplýsingum frá Veitum geta þau ekki svarað því hvort þau beri ábyrgð á tjóninu. Þá segir enn fremur að atvikin tvö séu algjörlega óskyld. „Almennt þegar tjón verða á lögnum Veitna er best er að tilkynna það beint til VÍS sem sér alfarið um tryggingar fyrir okkur og þar eru málin unnin eins hratt og mögulegt er. Að öðru leyti getum við ekki veitt upplýsingar um einstaka viðskiptavini.“ Hurðin í herberginu sem lak inn er skemmd.Vísir/Vilhelm
Vatn Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira