Sigmundur komst á forsíðuna en ekki Messi Bjarki Sigurðsson og Heimir Már Pétursson skrifa 10. október 2024 15:47 Sigmundur deildi forsíðunni meðal annars með Pútín og Assad. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, telur furðulegt að hann hafi verið settur á forsíðu þýsks blaðs þar sem fjallað var um Panamaskjölin en ekki aðrir hærra settir í samfélaginu, þeirra á meðal heimsfrægir íþróttamenn og aðrir stjórnmálaleiðtogar. Enginn íslenskur stjórnmálamaður hafi jafnoft þurft að þola það að reynt sé að bola honum úr starfi á þessari öld. Sigmundur var gestur í Samtalinu með Heimi Má á Stöð 2 Vísi í dag. Þar ræddi hann meðal annars um Panamaskjölin og Klaustursmálið, tvö stór hneykslismál sem Sigmundur hefur gengið í gegnum. „Þetta eru tvö dæmi þar sem ég hef gengið í gegnum, og held mér sé alveg óhætt að segja ýkjulaust, að ég hafi þolað fleiri hitjobs. Fleiri tilraunir til að koma mér úr pólitík en nokkur annars stjórnmálamaður á þessari öld að minnsta kosti. Annars vegar var þarna mjög skipulögð aðgerð þar sem að menn státuðu sig beinlínis af að hafa skipulagt í þaula með það að markmiði að koma íslenskri ríkisstjórn frá,“ sagði Sigmundur og var þá að tala um Panamaskjölin. Að hans mati hafi einhverjir viljað losna við ríkisstjórnina og þar með ráðist á hann sem forsætisráðherra. Heimir spurði hann nánar út í þessa meintu aðför. Þú segir að þetta hafi verið skipulögð aðgerð. Það eru hundruð ef ekki þúsundir einstaklinga í þessum skjölum. Þú sem forsætisráðherra Íslands er nefndur í þessum skjölum en þú talar um að það hafi verið skipulögð aðför. Hverjir stóðu þá að því skipulagi? Voru það pólitískir aðilar? „Mér hafði verið hótað. Bæði beint og óbeint. Þegar ég segi beint þá var það í samskiptum við þessa aðila. Þegar ég segi óbeint, þá voru einhverjir sendir á minn fund til að segja að ég verði tekinn niður ef ég láti ekki af þessum tilraunum til þess að klekkja á vogunarsjóðunum. Svo er farið í alla þessa framkvæmd og mikið gert úr því að undirbúa það,“ sagði Sigmundur. Sigmundur telur að aldrei hafi jafnoft verið reynt að koma íslenskum pólitíkus úr starfi á þessari öld og honum.Vísir/Vilhelm Menn sem svífast einskis Meðal annars voru vogunarsjóðir sem höfðu verið staðnir að gríðarlegum mútugreiðslum í Afríku. „Þessir aðilar svífast einskis til þess að verja hagsmuni og þetta voru gífurlegir hagsmunir. Þetta eru miklu meiri hagsmunir en fólk gerir sér grein fyrir núna sem voru þarna undir. Ég tók sem dæmi að hæsta hús í heimi, Burj Khalifa í Dubai. Það hefði verið hægt að byggja tvö slík hús. Sem var rándýrt hús. Kannski dýrasta hús í heimi. Það var kannski hægt að byggja tvö þannig hús fyrir verðmætin sem þarna voru undir. Þá beita aðilar eins og þessir hinum ýmsu brögðum,“ sagði Sigmundur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Heimir Már Pétursson ræddu málin í Samtalinu í dag.Vísir/Vilhelm Á umdeildri forsíðu Hann nefndi sem dæmi forsíðu þýska dagblaðsins Süddeutsche Zeitung þegar fjallað var um Panamaskjölin. „Þarna var eitthvað forsætisráðherra bloke á íslandi sem enginn hafði heyrt nefndan utan landsins settur á forsíðuplakat í þýsku blaði ásamt Ahmadinejad sem þá var í Íran, al-Assad og Pútín. Við fjórir. Þessi nöfn, það fundust ótal nöfn þarna. Frægustu fótboltamenn heims. Lionel Messi og svona. Hann komst ekki á forsíðuna og ekki forsætisráðherra Bretlands sem var þarna líka og hafði raunverulega átt peninga í lágskattaríki og sparað skatta. Hann komst ekki þarna. Hvernig komst Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á forsíðuna með þessum gæjum?“ sagði Sigmundur. Forsíðan sem Sigmundur ræddi um.Süddeutsche Zeitung Panama-skjölin Miðflokkurinn Samtalið Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Sigmundur var gestur í Samtalinu með Heimi Má á Stöð 2 Vísi í dag. Þar ræddi hann meðal annars um Panamaskjölin og Klaustursmálið, tvö stór hneykslismál sem Sigmundur hefur gengið í gegnum. „Þetta eru tvö dæmi þar sem ég hef gengið í gegnum, og held mér sé alveg óhætt að segja ýkjulaust, að ég hafi þolað fleiri hitjobs. Fleiri tilraunir til að koma mér úr pólitík en nokkur annars stjórnmálamaður á þessari öld að minnsta kosti. Annars vegar var þarna mjög skipulögð aðgerð þar sem að menn státuðu sig beinlínis af að hafa skipulagt í þaula með það að markmiði að koma íslenskri ríkisstjórn frá,“ sagði Sigmundur og var þá að tala um Panamaskjölin. Að hans mati hafi einhverjir viljað losna við ríkisstjórnina og þar með ráðist á hann sem forsætisráðherra. Heimir spurði hann nánar út í þessa meintu aðför. Þú segir að þetta hafi verið skipulögð aðgerð. Það eru hundruð ef ekki þúsundir einstaklinga í þessum skjölum. Þú sem forsætisráðherra Íslands er nefndur í þessum skjölum en þú talar um að það hafi verið skipulögð aðför. Hverjir stóðu þá að því skipulagi? Voru það pólitískir aðilar? „Mér hafði verið hótað. Bæði beint og óbeint. Þegar ég segi beint þá var það í samskiptum við þessa aðila. Þegar ég segi óbeint, þá voru einhverjir sendir á minn fund til að segja að ég verði tekinn niður ef ég láti ekki af þessum tilraunum til þess að klekkja á vogunarsjóðunum. Svo er farið í alla þessa framkvæmd og mikið gert úr því að undirbúa það,“ sagði Sigmundur. Sigmundur telur að aldrei hafi jafnoft verið reynt að koma íslenskum pólitíkus úr starfi á þessari öld og honum.Vísir/Vilhelm Menn sem svífast einskis Meðal annars voru vogunarsjóðir sem höfðu verið staðnir að gríðarlegum mútugreiðslum í Afríku. „Þessir aðilar svífast einskis til þess að verja hagsmuni og þetta voru gífurlegir hagsmunir. Þetta eru miklu meiri hagsmunir en fólk gerir sér grein fyrir núna sem voru þarna undir. Ég tók sem dæmi að hæsta hús í heimi, Burj Khalifa í Dubai. Það hefði verið hægt að byggja tvö slík hús. Sem var rándýrt hús. Kannski dýrasta hús í heimi. Það var kannski hægt að byggja tvö þannig hús fyrir verðmætin sem þarna voru undir. Þá beita aðilar eins og þessir hinum ýmsu brögðum,“ sagði Sigmundur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Heimir Már Pétursson ræddu málin í Samtalinu í dag.Vísir/Vilhelm Á umdeildri forsíðu Hann nefndi sem dæmi forsíðu þýska dagblaðsins Süddeutsche Zeitung þegar fjallað var um Panamaskjölin. „Þarna var eitthvað forsætisráðherra bloke á íslandi sem enginn hafði heyrt nefndan utan landsins settur á forsíðuplakat í þýsku blaði ásamt Ahmadinejad sem þá var í Íran, al-Assad og Pútín. Við fjórir. Þessi nöfn, það fundust ótal nöfn þarna. Frægustu fótboltamenn heims. Lionel Messi og svona. Hann komst ekki á forsíðuna og ekki forsætisráðherra Bretlands sem var þarna líka og hafði raunverulega átt peninga í lágskattaríki og sparað skatta. Hann komst ekki þarna. Hvernig komst Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á forsíðuna með þessum gæjum?“ sagði Sigmundur. Forsíðan sem Sigmundur ræddi um.Süddeutsche Zeitung
Panama-skjölin Miðflokkurinn Samtalið Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira