„Við munum læra margt af þessu“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. október 2024 21:37 Craig Bellamy er fyrir miðju. Hann lítur frekar á leikinn sem lærdómsríka reynslu en svekkjandi niðurstöðu. „Þið pressuðuð bara hærra,“ sagði Craig Bellamy, þjálfari Wales, aðspurður hverju íslenska liðið hefði breytt í hálfleik til að snúa leiknum sér í vil. Wales var tveimur mörkum yfir og hafði verið mun hættulegri aðilinn þegar flautað var til hálfleiks, en Ísland jafnaði leikinn og komst grátlega nálægt því að setja sigurmarkið undir lokin. „Auðvitað [svekktur með niðurstöðuna]. Tveimur mörkum yfir og fengum færi til að skora þriðja markið, en við vissum alveg í hálfleik að þetta væri ekki búið. Við vitum hvernig lið Ísland er, með góðan þjálfara og leikmenn, því meira sem ég sá því hrifnari varð ég af þeim,“ sagði þjálfarinn eftir leik í viðtali við Val Pál Eiríksson á Stöð 2 Sport. „Ég vissi að þetta yrði erfiður seinni hálfleikur og að Ísland myndi elta okkur. Þeir hentu fleiri mönnum fram og pressuðu okkur. Við leituðum lausna en fundum ekki. Heilt yfir er ég ánægður með frammistöðuna en skil samt svekkelsið vel, þegar maður er tveimur mörkum yfir í hálfleik vill maður vinna leikinn, en þetta var fínasti leikur hjá okkur,“ hélt hann svo áfram. Mörk gestanna voru bæði skoruð í fyrri hálfleik og voru keimlík, há sending frá Neco Williams sem flaug yfir flata vörn Íslands og datt fyrir Harry Wilson í þverhlaupi. Greinilega eitthvað sem liðið hefur æft vel. „Við æfum marga hluti og þetta gekk upp í dag. Fengum annað frábært færi með sama hætti. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur og að það yrði ekki auðvelt að brjóta Ísland niður, það er ástæða fyrir því að Ísland hefur komist tvisvar á stórmót og þið voruð mjög óheppnir að komast ekki inn síðast [á EM í Þýskalandi í sumar]. Þetta var góður leikur og tvö góð lið sem börðust.“ Bellamy á hliðarlínunni á Laugardalsvelli.vísir / anton brink Bellamy hélt auðmjúkur áfram, hrósaði íslenska liðinu mikið og virkaði ekki mjög svekktur með að fá aðeins eitt stig. Hann lítur frekar á leikinn sem lærdómsríka reynslu en svekkjandi niðurstöðu. „Heilmikið [sem við lærðum af þessum leik], sérstaklega hvað varðar uppspilið úr öftustu línu. Þetta var erfiður seinni hálfleikur og við sáum fullt sem leikmennirnir geta lagað fyrir næstu leiki. Vonandi til lengri tíma litið, mun þessi leikur hjálpa okkur. Og ég trúi því raunverulega, ég er ekki að bulla þegar ég segi að þessi leikur hafi hjálpað liðinu heilmikið, við munum læra margt af þessu,“ sagði Bellamy að lokum. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Sjá meira
„Auðvitað [svekktur með niðurstöðuna]. Tveimur mörkum yfir og fengum færi til að skora þriðja markið, en við vissum alveg í hálfleik að þetta væri ekki búið. Við vitum hvernig lið Ísland er, með góðan þjálfara og leikmenn, því meira sem ég sá því hrifnari varð ég af þeim,“ sagði þjálfarinn eftir leik í viðtali við Val Pál Eiríksson á Stöð 2 Sport. „Ég vissi að þetta yrði erfiður seinni hálfleikur og að Ísland myndi elta okkur. Þeir hentu fleiri mönnum fram og pressuðu okkur. Við leituðum lausna en fundum ekki. Heilt yfir er ég ánægður með frammistöðuna en skil samt svekkelsið vel, þegar maður er tveimur mörkum yfir í hálfleik vill maður vinna leikinn, en þetta var fínasti leikur hjá okkur,“ hélt hann svo áfram. Mörk gestanna voru bæði skoruð í fyrri hálfleik og voru keimlík, há sending frá Neco Williams sem flaug yfir flata vörn Íslands og datt fyrir Harry Wilson í þverhlaupi. Greinilega eitthvað sem liðið hefur æft vel. „Við æfum marga hluti og þetta gekk upp í dag. Fengum annað frábært færi með sama hætti. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur og að það yrði ekki auðvelt að brjóta Ísland niður, það er ástæða fyrir því að Ísland hefur komist tvisvar á stórmót og þið voruð mjög óheppnir að komast ekki inn síðast [á EM í Þýskalandi í sumar]. Þetta var góður leikur og tvö góð lið sem börðust.“ Bellamy á hliðarlínunni á Laugardalsvelli.vísir / anton brink Bellamy hélt auðmjúkur áfram, hrósaði íslenska liðinu mikið og virkaði ekki mjög svekktur með að fá aðeins eitt stig. Hann lítur frekar á leikinn sem lærdómsríka reynslu en svekkjandi niðurstöðu. „Heilmikið [sem við lærðum af þessum leik], sérstaklega hvað varðar uppspilið úr öftustu línu. Þetta var erfiður seinni hálfleikur og við sáum fullt sem leikmennirnir geta lagað fyrir næstu leiki. Vonandi til lengri tíma litið, mun þessi leikur hjálpa okkur. Og ég trúi því raunverulega, ég er ekki að bulla þegar ég segi að þessi leikur hafi hjálpað liðinu heilmikið, við munum læra margt af þessu,“ sagði Bellamy að lokum.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Sjá meira