Pavel „ofboðslega hrifinn“ af nýju KR-ingunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2024 12:02 Pavel Ermolinskij hrósar meðal annars Linards Jaunzems sem er 28 ára gamall Letti og spilar stöðu framherja. Vísir/Hulda Margrét/KR Það er alltaf mikið happadrætti að velja sér erlenda leikmenn í köfuboltanum en KR-goðsögn er á því að þeir hafi fengið vinninginn í haust. KR-ingar eru nýliðar í Bónus deild karla í körfubolta í vetur og tefla meðal annars fram tveimur nýjum Evrópumönnum í þeim Linards Jaunzems og Vlatko Granic. KR vann Tindastól á Króknum í fyrsta leik og tapaði síðan naumlega á móti sterku liði Stjörnunnar í síðasta leik. KR var því hársbreidd frá því að hafa unnið tvö af sterkustu liðum deildarinnar. Pavel Ermolinskij, nýr sérfræðingur í Bónus Körfuboltakvöldi, þekkir vel til hjá KR eftir að hafa unnið sjö Íslandsmeistaratitla með félaginu. Pavel vildi fá tækifæri í þættinum til að hrósa þeim Linards og Granic. Hann er sérstaklega hrifinn af sendingagetu leikmannanna. „Ég er ofboðslega hrifinn af þeim og mér finnst þetta vera algjör negla,“ sagði Pavel. „Þeir eru báðir ótrúlega svipaðir leikmenn. Oftast eru liðin að reyna að finna leikmenn sem vega hvorn annan upp. Einn stór eða einn lítill eða eitthvað svoleiðis. Einn getur skotið og einn durgur,“ sagði Pavel. „KR er með tvo mjög svipaða náunga. Þeir eru báðir góðir íþróttamenn, fljótir upp völlinn og hreyfa sig rosalega vel. Þeim líður vel með boltann og geta báðir skotið eitthvað aðeins fyrir utan. Þetta eru engir snillingar en munu eiga leiki,“ sagði Pavel. „Það sem ég elska mest við þá er að þetta eru báðir góðir sendingamenn,“ sagði Pavel sem telur að nú séu margir öflugir sendingarmenn í liði KR sem ætti að gefa liðinu tækifæri á því að opna varnir mótherjanna. Það má horfa á Pavel tala um nýju KR-ingana hér fyrir neðan. Klippa: Pavel hrifinn af KR-ingunum Linards og Granic. Bónus-deild karla KR Körfuboltakvöld Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Sjá meira
KR-ingar eru nýliðar í Bónus deild karla í körfubolta í vetur og tefla meðal annars fram tveimur nýjum Evrópumönnum í þeim Linards Jaunzems og Vlatko Granic. KR vann Tindastól á Króknum í fyrsta leik og tapaði síðan naumlega á móti sterku liði Stjörnunnar í síðasta leik. KR var því hársbreidd frá því að hafa unnið tvö af sterkustu liðum deildarinnar. Pavel Ermolinskij, nýr sérfræðingur í Bónus Körfuboltakvöldi, þekkir vel til hjá KR eftir að hafa unnið sjö Íslandsmeistaratitla með félaginu. Pavel vildi fá tækifæri í þættinum til að hrósa þeim Linards og Granic. Hann er sérstaklega hrifinn af sendingagetu leikmannanna. „Ég er ofboðslega hrifinn af þeim og mér finnst þetta vera algjör negla,“ sagði Pavel. „Þeir eru báðir ótrúlega svipaðir leikmenn. Oftast eru liðin að reyna að finna leikmenn sem vega hvorn annan upp. Einn stór eða einn lítill eða eitthvað svoleiðis. Einn getur skotið og einn durgur,“ sagði Pavel. „KR er með tvo mjög svipaða náunga. Þeir eru báðir góðir íþróttamenn, fljótir upp völlinn og hreyfa sig rosalega vel. Þeim líður vel með boltann og geta báðir skotið eitthvað aðeins fyrir utan. Þetta eru engir snillingar en munu eiga leiki,“ sagði Pavel. „Það sem ég elska mest við þá er að þetta eru báðir góðir sendingamenn,“ sagði Pavel sem telur að nú séu margir öflugir sendingarmenn í liði KR sem ætti að gefa liðinu tækifæri á því að opna varnir mótherjanna. Það má horfa á Pavel tala um nýju KR-ingana hér fyrir neðan. Klippa: Pavel hrifinn af KR-ingunum Linards og Granic.
Bónus-deild karla KR Körfuboltakvöld Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit