Emilía kom Nordsjælland yfir strax á þriðju mínútu leiksins þegar hún setti boltann laglega framhjá markverði B.93, eftir stungusendingu.
Alma Aagaard bætti við marki skömmu síðar og staðan góð fyrir Nordsjælland.
Um miðjan seinni hálfleik skoraði Emilía svo seinna mark sitt, þegar hún pressaði vel á markvörð B.93 sem spyrnti boltanum í hana, og þaðan skoppaði boltinn í netið.
Sigurinn skilar Nordsjælland áfram í átta liða úrslit bikarkeppninnar.