Bjarneyjarstofa athvarf fyrir foreldra sem missa á meðgöngu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. október 2024 20:01 Stofan hefur fengið nafnið bjarneyjarstofa, í höfuðið á Bjarneyju Hrafnberg, ljósmóður, sem hefur tekið við erfiðum og andvana fæðingum í yfir þrjátíu ár og stutt ríkulega við foreldra í gegnum áföll. Vísir/bjarni Ný stofa fyrir fjölskyldur sem hafa misst börn á meðgöngu var opnuð á Landspítalanum í dag. Stofan hefur fengið nafnið Bjarneyjarstofa í höfuðið á Bjarneyju Hrafnberg ljósmóður sem hefur í meira en þrjátíu ár stutt foreldra í gegnum slíkan missi. Á alþjóðlegum minningardegi þeirra barna sem látist hafa á meðgöngu var opnuð nýinnréttuð stofa sem verður athvarf fyrir þá foreldra sem missa barn á meðgöngu. Guðlaug Erla Vilhjálmsdóttir, yfirljósmóðir á Kvennadeild segist vona að sem fæstir þurfi að nota stofuna. „En fyrir fólk sem eru í þeirri stöðu að hafa misst barn þá skiptir þetta miklu máli að hafa góða aðstöðu í staðinn fyrir að vera inni á pínulítilli fæðingastofu hérna frammi á gangi þar sem ekki er mikil aðstaða til að taka á móti aðstandendum og slíkt.“ Styrktarfélagið Gleym mér ei, sem er til stuðnings við foreldra sem missa á meðgöngu, bauðst til að innrétta stofuna. „Við höfum allar þurft að nýta okkur svona aðstöðu þannig að við hugsuðum strax að þetta þyrfti að vera rólegt og fallegt umhverfi þar sem þú getur verið því það eru margar fjölskyldur sem dvelja hérna jafnvel í þrjá til fjóra daga og það þarf að vera umhverfi sem tekur utan um fólkið. Ekki bara læknatæki. Okkur fannst nauðsynlegt að það yrði heimilislegt,“ segir Kolbrún Tómasdóttir, framkvæmdastjóri styrktarfélagsins Gleym mér ei. Styrktarfélagið Gleym mér ei, sem er til stuðnings við foreldra sem missa á meðgöngu, bauðst til að innrétta stofuna.Vísir/Bjarni Þessi huggulega stofa hefur fengið nafnið bjarneyjarstofa, í höfuðið á Bjarneyju Hrafnberg, ljósmóður, sem hefur tekið við erfiðum og andvana fæðingum í yfir þrjátíu ár og stutt ríkulega við foreldra í gegnum áfallið. „Ótrúlega margir höfðu samband við okkur og sögðu að þetta væri rétta nafnið á stofunni,“ segir Kolbrún. Bjarney, hefur þetta ekki mikla þýðingu fyrir þig? „Jú, að sjálfsögðu. Mjög mikla þýðingu. Þetta hefur það, vissulega,“ sagði Bjarney sem var það djúpt snortin yfir þessum heiðri að hún var því sem næst orðlaus. Gleym mér ei heldur sína árlegu minningarstund sem fer fram í safnaðarheimili Kópavogs klukkan 20:00. Landspítalinn Góðverk Sorg Tengdar fréttir „Ótrúlega gott fyrir fólk að sjá að lífið heldur áfram“ „Sorgin er ótrúlega erfið tilfinning, en líka ótrúlega falleg. Af því að við syrgjum ekki nema við höfum elskað,“ segir Bjarney Hrafnberg ljósmóðir en hún hefur fylgt óteljandi foreldrum í gegnum andvana fæðingu og stutt þau fyrstu skrefin út í lífið á ný. 23. desember 2023 09:01 Áttu von á tvíburum en komu heim með eitt barn Árið 2021 fengu Rúnar Örn Birgisson og Kolbrún Tómasdóttir að vita að þau ættu von á tvíburum. Ekkert gat búið þau undir áfallið sem þau áttu í vændum. Annar tvíburinn lést í móðurkviði og stuttu seinna kom í ljós að bróðir hans hafði orðið fyrir heilaskaða. 17. desember 2023 10:01 „Okkar leið til að heiðra minningu okkar barna og allra barnanna sem fengu ekki að lifa“ Berta Þórhalladóttir, Gréta Rut Bjarnadóttir og Hildur Grímsdóttir eru þrjár öflugar konur sem deila þeirri lífsreynslu að hafa misst barn. Nú í mars standa þær fyrir áskorun þar sem þær hvetja fólk til þess að hreyfa sig til styrktar samtökunum Gleym Mér Ei sem hafa reynst syrgjandi foreldrum dýrmæt á erfiðustu tímum lífsins. 10. mars 2023 13:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Á alþjóðlegum minningardegi þeirra barna sem látist hafa á meðgöngu var opnuð nýinnréttuð stofa sem verður athvarf fyrir þá foreldra sem missa barn á meðgöngu. Guðlaug Erla Vilhjálmsdóttir, yfirljósmóðir á Kvennadeild segist vona að sem fæstir þurfi að nota stofuna. „En fyrir fólk sem eru í þeirri stöðu að hafa misst barn þá skiptir þetta miklu máli að hafa góða aðstöðu í staðinn fyrir að vera inni á pínulítilli fæðingastofu hérna frammi á gangi þar sem ekki er mikil aðstaða til að taka á móti aðstandendum og slíkt.“ Styrktarfélagið Gleym mér ei, sem er til stuðnings við foreldra sem missa á meðgöngu, bauðst til að innrétta stofuna. „Við höfum allar þurft að nýta okkur svona aðstöðu þannig að við hugsuðum strax að þetta þyrfti að vera rólegt og fallegt umhverfi þar sem þú getur verið því það eru margar fjölskyldur sem dvelja hérna jafnvel í þrjá til fjóra daga og það þarf að vera umhverfi sem tekur utan um fólkið. Ekki bara læknatæki. Okkur fannst nauðsynlegt að það yrði heimilislegt,“ segir Kolbrún Tómasdóttir, framkvæmdastjóri styrktarfélagsins Gleym mér ei. Styrktarfélagið Gleym mér ei, sem er til stuðnings við foreldra sem missa á meðgöngu, bauðst til að innrétta stofuna.Vísir/Bjarni Þessi huggulega stofa hefur fengið nafnið bjarneyjarstofa, í höfuðið á Bjarneyju Hrafnberg, ljósmóður, sem hefur tekið við erfiðum og andvana fæðingum í yfir þrjátíu ár og stutt ríkulega við foreldra í gegnum áfallið. „Ótrúlega margir höfðu samband við okkur og sögðu að þetta væri rétta nafnið á stofunni,“ segir Kolbrún. Bjarney, hefur þetta ekki mikla þýðingu fyrir þig? „Jú, að sjálfsögðu. Mjög mikla þýðingu. Þetta hefur það, vissulega,“ sagði Bjarney sem var það djúpt snortin yfir þessum heiðri að hún var því sem næst orðlaus. Gleym mér ei heldur sína árlegu minningarstund sem fer fram í safnaðarheimili Kópavogs klukkan 20:00.
Landspítalinn Góðverk Sorg Tengdar fréttir „Ótrúlega gott fyrir fólk að sjá að lífið heldur áfram“ „Sorgin er ótrúlega erfið tilfinning, en líka ótrúlega falleg. Af því að við syrgjum ekki nema við höfum elskað,“ segir Bjarney Hrafnberg ljósmóðir en hún hefur fylgt óteljandi foreldrum í gegnum andvana fæðingu og stutt þau fyrstu skrefin út í lífið á ný. 23. desember 2023 09:01 Áttu von á tvíburum en komu heim með eitt barn Árið 2021 fengu Rúnar Örn Birgisson og Kolbrún Tómasdóttir að vita að þau ættu von á tvíburum. Ekkert gat búið þau undir áfallið sem þau áttu í vændum. Annar tvíburinn lést í móðurkviði og stuttu seinna kom í ljós að bróðir hans hafði orðið fyrir heilaskaða. 17. desember 2023 10:01 „Okkar leið til að heiðra minningu okkar barna og allra barnanna sem fengu ekki að lifa“ Berta Þórhalladóttir, Gréta Rut Bjarnadóttir og Hildur Grímsdóttir eru þrjár öflugar konur sem deila þeirri lífsreynslu að hafa misst barn. Nú í mars standa þær fyrir áskorun þar sem þær hvetja fólk til þess að hreyfa sig til styrktar samtökunum Gleym Mér Ei sem hafa reynst syrgjandi foreldrum dýrmæt á erfiðustu tímum lífsins. 10. mars 2023 13:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
„Ótrúlega gott fyrir fólk að sjá að lífið heldur áfram“ „Sorgin er ótrúlega erfið tilfinning, en líka ótrúlega falleg. Af því að við syrgjum ekki nema við höfum elskað,“ segir Bjarney Hrafnberg ljósmóðir en hún hefur fylgt óteljandi foreldrum í gegnum andvana fæðingu og stutt þau fyrstu skrefin út í lífið á ný. 23. desember 2023 09:01
Áttu von á tvíburum en komu heim með eitt barn Árið 2021 fengu Rúnar Örn Birgisson og Kolbrún Tómasdóttir að vita að þau ættu von á tvíburum. Ekkert gat búið þau undir áfallið sem þau áttu í vændum. Annar tvíburinn lést í móðurkviði og stuttu seinna kom í ljós að bróðir hans hafði orðið fyrir heilaskaða. 17. desember 2023 10:01
„Okkar leið til að heiðra minningu okkar barna og allra barnanna sem fengu ekki að lifa“ Berta Þórhalladóttir, Gréta Rut Bjarnadóttir og Hildur Grímsdóttir eru þrjár öflugar konur sem deila þeirri lífsreynslu að hafa misst barn. Nú í mars standa þær fyrir áskorun þar sem þær hvetja fólk til þess að hreyfa sig til styrktar samtökunum Gleym Mér Ei sem hafa reynst syrgjandi foreldrum dýrmæt á erfiðustu tímum lífsins. 10. mars 2023 13:59