„Æðislegt að sjá svona marga Íslendinga sem halda með okkur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. október 2024 22:45 Guðjón Valur og lærisveinar hans í Gummersbach voru miskunnarlausir. vísir / anton brink „Við fengum tækifæri og nýttum það en ég held að þetta séu miklu stærri úrslit en hefðu þurft að vera, FH-ingar eru þó nokkuð betri en þeir sýndu í kvöld,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson, umkringdur íslenskum Gummersbach aðdáendum eftir nítján marka stórsigur gegn FH. Lokatölur 21-40 í Kaplakrika. Fyrir leik gerðu margir ráð fyrir sigri Gummersbach, ógnarsterks liðs í þýsku úrvalsdeildinni. Sigurinn varð þó töluvert stærri en flestum hafði órað. Hvað útskýrir þennan mikla mun milli liðanna í kvöld? „Við stóðum bara mjög vel í vörninni, bæði 5-1 vörninni og 6-0 vörninni, markmennirnir okkar báðir frábærir. Svo tókst okkur að halda okkar tempói nokkuð háu, gerðum varla tæknifeil og nýttum færin okkar vel. Ég held að það sé bara þessi klisja, stóðum vel í vörn og unnum bolta sem sáði kannski smá óöryggi hjá ungum FH-ingum,“ sagði Guðjón um stærð sigursins en nýtti tækifærið til að valdefla FH-ingana aðeins. „Mjög efnilegt og skemmtilegt lið sem FH er að byggja upp. Er þeir nota það rétt, ungu strákarnir, þá gæti þetta verið bara besti dagurinn þeirra því þeir kunna allir að spila handbolta og rúmlega það en vantar kannski smá upp á líkamsstyrkinn, sem eðlilegt er.“ Besti dagurinn þeirra segir hann og var beðinn um að útskýra það nánar, hvort tapið í kvöld sé reynsla sem FH gæti dregið lærdóm af? „Já, sérstaklega þessir ungu. Mér finnst FH með skemmtilega blöndu af eldri og reynslumeiri og ungum og efnilegum. Getum tekið Einar og Sindra sem dæmi, bara til að taka tvo. Það eru spennandi tímar hérna framundan og við tókum þessu verkefni mjög alvarlega.“ Ótal bláklæddra Íslendinga á svæðinu Viðtalið var tekið úti á velli fljótlega eftir leik, undirritaður þurfti þó að standa lengi í röð til að komast að Guðjóni sem sinnti myndatökum og áritaði treyjur hjá tugum, ef ekki á annað hundrað, íslenskra Gummersbach-aðdáenda. Þeir voru þó ekki allir komnir hans vegna. „Það er Elliði og það er Teitur, fjölskyldan hjá honum Arnóri Óskarssyni sem var hjá okkur í fyrra. Æðislegt að sjá svona marga Íslendinga sem halda með okkur. Það kom fullt af fólki frá Vestmannaeyjum [heimabæ Elliða]. Við erum mjög stoltir og ánægðir að hafa fengið þennan stuðning. Þakklátir og glaðir líka að hafa fengið að taka þátt í þessum viðburði.“ Evrópudeild karla í handbolta Þýski handboltinn FH Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Sjá meira
Fyrir leik gerðu margir ráð fyrir sigri Gummersbach, ógnarsterks liðs í þýsku úrvalsdeildinni. Sigurinn varð þó töluvert stærri en flestum hafði órað. Hvað útskýrir þennan mikla mun milli liðanna í kvöld? „Við stóðum bara mjög vel í vörninni, bæði 5-1 vörninni og 6-0 vörninni, markmennirnir okkar báðir frábærir. Svo tókst okkur að halda okkar tempói nokkuð háu, gerðum varla tæknifeil og nýttum færin okkar vel. Ég held að það sé bara þessi klisja, stóðum vel í vörn og unnum bolta sem sáði kannski smá óöryggi hjá ungum FH-ingum,“ sagði Guðjón um stærð sigursins en nýtti tækifærið til að valdefla FH-ingana aðeins. „Mjög efnilegt og skemmtilegt lið sem FH er að byggja upp. Er þeir nota það rétt, ungu strákarnir, þá gæti þetta verið bara besti dagurinn þeirra því þeir kunna allir að spila handbolta og rúmlega það en vantar kannski smá upp á líkamsstyrkinn, sem eðlilegt er.“ Besti dagurinn þeirra segir hann og var beðinn um að útskýra það nánar, hvort tapið í kvöld sé reynsla sem FH gæti dregið lærdóm af? „Já, sérstaklega þessir ungu. Mér finnst FH með skemmtilega blöndu af eldri og reynslumeiri og ungum og efnilegum. Getum tekið Einar og Sindra sem dæmi, bara til að taka tvo. Það eru spennandi tímar hérna framundan og við tókum þessu verkefni mjög alvarlega.“ Ótal bláklæddra Íslendinga á svæðinu Viðtalið var tekið úti á velli fljótlega eftir leik, undirritaður þurfti þó að standa lengi í röð til að komast að Guðjóni sem sinnti myndatökum og áritaði treyjur hjá tugum, ef ekki á annað hundrað, íslenskra Gummersbach-aðdáenda. Þeir voru þó ekki allir komnir hans vegna. „Það er Elliði og það er Teitur, fjölskyldan hjá honum Arnóri Óskarssyni sem var hjá okkur í fyrra. Æðislegt að sjá svona marga Íslendinga sem halda með okkur. Það kom fullt af fólki frá Vestmannaeyjum [heimabæ Elliða]. Við erum mjög stoltir og ánægðir að hafa fengið þennan stuðning. Þakklátir og glaðir líka að hafa fengið að taka þátt í þessum viðburði.“
Evrópudeild karla í handbolta Þýski handboltinn FH Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita