„Æðislegt að sjá svona marga Íslendinga sem halda með okkur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. október 2024 22:45 Guðjón Valur og lærisveinar hans í Gummersbach voru miskunnarlausir. vísir / anton brink „Við fengum tækifæri og nýttum það en ég held að þetta séu miklu stærri úrslit en hefðu þurft að vera, FH-ingar eru þó nokkuð betri en þeir sýndu í kvöld,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson, umkringdur íslenskum Gummersbach aðdáendum eftir nítján marka stórsigur gegn FH. Lokatölur 21-40 í Kaplakrika. Fyrir leik gerðu margir ráð fyrir sigri Gummersbach, ógnarsterks liðs í þýsku úrvalsdeildinni. Sigurinn varð þó töluvert stærri en flestum hafði órað. Hvað útskýrir þennan mikla mun milli liðanna í kvöld? „Við stóðum bara mjög vel í vörninni, bæði 5-1 vörninni og 6-0 vörninni, markmennirnir okkar báðir frábærir. Svo tókst okkur að halda okkar tempói nokkuð háu, gerðum varla tæknifeil og nýttum færin okkar vel. Ég held að það sé bara þessi klisja, stóðum vel í vörn og unnum bolta sem sáði kannski smá óöryggi hjá ungum FH-ingum,“ sagði Guðjón um stærð sigursins en nýtti tækifærið til að valdefla FH-ingana aðeins. „Mjög efnilegt og skemmtilegt lið sem FH er að byggja upp. Er þeir nota það rétt, ungu strákarnir, þá gæti þetta verið bara besti dagurinn þeirra því þeir kunna allir að spila handbolta og rúmlega það en vantar kannski smá upp á líkamsstyrkinn, sem eðlilegt er.“ Besti dagurinn þeirra segir hann og var beðinn um að útskýra það nánar, hvort tapið í kvöld sé reynsla sem FH gæti dregið lærdóm af? „Já, sérstaklega þessir ungu. Mér finnst FH með skemmtilega blöndu af eldri og reynslumeiri og ungum og efnilegum. Getum tekið Einar og Sindra sem dæmi, bara til að taka tvo. Það eru spennandi tímar hérna framundan og við tókum þessu verkefni mjög alvarlega.“ Ótal bláklæddra Íslendinga á svæðinu Viðtalið var tekið úti á velli fljótlega eftir leik, undirritaður þurfti þó að standa lengi í röð til að komast að Guðjóni sem sinnti myndatökum og áritaði treyjur hjá tugum, ef ekki á annað hundrað, íslenskra Gummersbach-aðdáenda. Þeir voru þó ekki allir komnir hans vegna. „Það er Elliði og það er Teitur, fjölskyldan hjá honum Arnóri Óskarssyni sem var hjá okkur í fyrra. Æðislegt að sjá svona marga Íslendinga sem halda með okkur. Það kom fullt af fólki frá Vestmannaeyjum [heimabæ Elliða]. Við erum mjög stoltir og ánægðir að hafa fengið þennan stuðning. Þakklátir og glaðir líka að hafa fengið að taka þátt í þessum viðburði.“ Evrópudeild karla í handbolta Þýski handboltinn FH Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Fleiri fréttir „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram „Það er bara einn titill eftir“ Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Sjá meira
Fyrir leik gerðu margir ráð fyrir sigri Gummersbach, ógnarsterks liðs í þýsku úrvalsdeildinni. Sigurinn varð þó töluvert stærri en flestum hafði órað. Hvað útskýrir þennan mikla mun milli liðanna í kvöld? „Við stóðum bara mjög vel í vörninni, bæði 5-1 vörninni og 6-0 vörninni, markmennirnir okkar báðir frábærir. Svo tókst okkur að halda okkar tempói nokkuð háu, gerðum varla tæknifeil og nýttum færin okkar vel. Ég held að það sé bara þessi klisja, stóðum vel í vörn og unnum bolta sem sáði kannski smá óöryggi hjá ungum FH-ingum,“ sagði Guðjón um stærð sigursins en nýtti tækifærið til að valdefla FH-ingana aðeins. „Mjög efnilegt og skemmtilegt lið sem FH er að byggja upp. Er þeir nota það rétt, ungu strákarnir, þá gæti þetta verið bara besti dagurinn þeirra því þeir kunna allir að spila handbolta og rúmlega það en vantar kannski smá upp á líkamsstyrkinn, sem eðlilegt er.“ Besti dagurinn þeirra segir hann og var beðinn um að útskýra það nánar, hvort tapið í kvöld sé reynsla sem FH gæti dregið lærdóm af? „Já, sérstaklega þessir ungu. Mér finnst FH með skemmtilega blöndu af eldri og reynslumeiri og ungum og efnilegum. Getum tekið Einar og Sindra sem dæmi, bara til að taka tvo. Það eru spennandi tímar hérna framundan og við tókum þessu verkefni mjög alvarlega.“ Ótal bláklæddra Íslendinga á svæðinu Viðtalið var tekið úti á velli fljótlega eftir leik, undirritaður þurfti þó að standa lengi í röð til að komast að Guðjóni sem sinnti myndatökum og áritaði treyjur hjá tugum, ef ekki á annað hundrað, íslenskra Gummersbach-aðdáenda. Þeir voru þó ekki allir komnir hans vegna. „Það er Elliði og það er Teitur, fjölskyldan hjá honum Arnóri Óskarssyni sem var hjá okkur í fyrra. Æðislegt að sjá svona marga Íslendinga sem halda með okkur. Það kom fullt af fólki frá Vestmannaeyjum [heimabæ Elliða]. Við erum mjög stoltir og ánægðir að hafa fengið þennan stuðning. Þakklátir og glaðir líka að hafa fengið að taka þátt í þessum viðburði.“
Evrópudeild karla í handbolta Þýski handboltinn FH Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Fleiri fréttir „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram „Það er bara einn titill eftir“ Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Sjá meira