Pavel: Þetta er verkefni fyrir Ægi sjálfan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2024 15:01 Ægir Þór Steinarsson leiðir sóknarleik Stjörnunnar og gefur tóninn í varnarleiknum. Vísir/Diego Ægir Þór Steinarsson og félagar í Stjörnunni hafa unnið tvo fyrstu leiki tímabilsins á móti Val og KR. Íslenski landsliðsfyrirliðinn hefur farið vel af stað og fékk mikið hrós í síðasta Bónus Körfuboltakvöldi. Ægir Þór er með 18,0 stig og 11,5 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu tveimur leikjum Stjörnunnar. Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon ræddi frammistöðu leikstjórnanda Garðabæjarliðsins í byrjun móts. Fjórtán stoðsendingar „Við töluðum mikið um Ægi Þór Steinarsson á síðasta tímabili því hann var allt í öllu hjá þessu liði. Hann er með fjórtán stoðsendingar í þessum leik. Hann er með boltann nær allan leikinn og hann tapar honum bara einu sinni. Hversu mikilvægur er þessi drengur fyrir þetta lið,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Eins og hefur verið sagt milljón sinnum þá er þetta prímusmótor og þetta er bara það sem þú vilt fá frá leikstjórnandanum þínum,“ sagði Helgi Már. Þrífst best þegar þeir auka hraðann „Hann þefar menn uppi og spilar hörku vörn. Hann þrífst best og mér fannst Stjarnan þrífast best þegar þeir keyra allir upp tempóið og auka hraðann. Hætta við að rembast við að setja upp á hálfum velli og reyna frekar að taka fyrsta hlaupið í bakið á þeim og sjá til hvort þeir geti fengið eitthvað úr úr því,“ sagði Helgi. „Fyrir mér þá var of mikið á hans herðum á síðasta tímabili. Hann var beðinn um það og gerði það mjög vel. Liðið var eins og það var þá,“ sagði Pavel og hélt áfram: „Þetta er verkefni fyrir Ægi sjálfan. Þetta er hornsteinninn í liðinu og ég held að Ægir sé einn af þessum toppmönnum sem þú vilt byggja lið í kringum. Það er gott að byrja á honum,“ sagði Pavel. Vill sjá agressífari Ægi „Eitt af verkefnunum fyrir Stjörnuna er að hann finni þessa línu sem hann þarf að vera á. Hann var beðinn um mikið í fyrra og ég held að hann sé að hugsa núna: Við erum komnir með einhvern mannskap, komnir með einhverja hæfileika í liðið,“ sagði Pavel sem var ekki alltaf of ánægður með sóknarleik Stjörnunnar í fyrstu tveimur leikjunum. „Mér finnst sóknarleikur Stjörnunnar líta best út þegar Ægir setur hausinn niður og fer af stað. Þegar Hilmar gerir það sama. Þetta er aðeins einfaldara. Ef að það er lausnin fyrir þá að Ægir sé aðeins agressífari, þangað til að þeir finni út úr einhverjum öðrum hlutum, þá ættu þeir ekki að vera að rembast gegn því,“ sagði Pavel. Það má horfa á alla umfjöllunina um Ægi hér fyrir neðan. Stjarnan tekur á móti ÍR klukkan 19.15 í kvöld og leikurinn verður sýndur beint á Bónus deildar rás númer tvö. Þrír aðrir leikir eru einnig á dagskrá og eru þeir sýndir beint á Stöð 2 Sport 5 (Álftanes - Valur klukkan 19.15), Bónus deildarrás 1 (Grindavík - Höttur, klukkan 20.15, GAZ-leikur) og Bónus deildarrás 3 (Tindastóll - Haukar klukkan 19.15). Skiptiborðið fylgist síðan með öllum leikjunum í einu á Stöð 2 Sport rásinni og gerir síðan kvöldið upp þegar leikjunum lýkur. Klippa: Umræða Körfuboltakvölds um Ægi Þór Steinarsson Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Stjarnan Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Ægir Þór er með 18,0 stig og 11,5 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu tveimur leikjum Stjörnunnar. Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon ræddi frammistöðu leikstjórnanda Garðabæjarliðsins í byrjun móts. Fjórtán stoðsendingar „Við töluðum mikið um Ægi Þór Steinarsson á síðasta tímabili því hann var allt í öllu hjá þessu liði. Hann er með fjórtán stoðsendingar í þessum leik. Hann er með boltann nær allan leikinn og hann tapar honum bara einu sinni. Hversu mikilvægur er þessi drengur fyrir þetta lið,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Eins og hefur verið sagt milljón sinnum þá er þetta prímusmótor og þetta er bara það sem þú vilt fá frá leikstjórnandanum þínum,“ sagði Helgi Már. Þrífst best þegar þeir auka hraðann „Hann þefar menn uppi og spilar hörku vörn. Hann þrífst best og mér fannst Stjarnan þrífast best þegar þeir keyra allir upp tempóið og auka hraðann. Hætta við að rembast við að setja upp á hálfum velli og reyna frekar að taka fyrsta hlaupið í bakið á þeim og sjá til hvort þeir geti fengið eitthvað úr úr því,“ sagði Helgi. „Fyrir mér þá var of mikið á hans herðum á síðasta tímabili. Hann var beðinn um það og gerði það mjög vel. Liðið var eins og það var þá,“ sagði Pavel og hélt áfram: „Þetta er verkefni fyrir Ægi sjálfan. Þetta er hornsteinninn í liðinu og ég held að Ægir sé einn af þessum toppmönnum sem þú vilt byggja lið í kringum. Það er gott að byrja á honum,“ sagði Pavel. Vill sjá agressífari Ægi „Eitt af verkefnunum fyrir Stjörnuna er að hann finni þessa línu sem hann þarf að vera á. Hann var beðinn um mikið í fyrra og ég held að hann sé að hugsa núna: Við erum komnir með einhvern mannskap, komnir með einhverja hæfileika í liðið,“ sagði Pavel sem var ekki alltaf of ánægður með sóknarleik Stjörnunnar í fyrstu tveimur leikjunum. „Mér finnst sóknarleikur Stjörnunnar líta best út þegar Ægir setur hausinn niður og fer af stað. Þegar Hilmar gerir það sama. Þetta er aðeins einfaldara. Ef að það er lausnin fyrir þá að Ægir sé aðeins agressífari, þangað til að þeir finni út úr einhverjum öðrum hlutum, þá ættu þeir ekki að vera að rembast gegn því,“ sagði Pavel. Það má horfa á alla umfjöllunina um Ægi hér fyrir neðan. Stjarnan tekur á móti ÍR klukkan 19.15 í kvöld og leikurinn verður sýndur beint á Bónus deildar rás númer tvö. Þrír aðrir leikir eru einnig á dagskrá og eru þeir sýndir beint á Stöð 2 Sport 5 (Álftanes - Valur klukkan 19.15), Bónus deildarrás 1 (Grindavík - Höttur, klukkan 20.15, GAZ-leikur) og Bónus deildarrás 3 (Tindastóll - Haukar klukkan 19.15). Skiptiborðið fylgist síðan með öllum leikjunum í einu á Stöð 2 Sport rásinni og gerir síðan kvöldið upp þegar leikjunum lýkur. Klippa: Umræða Körfuboltakvölds um Ægi Þór Steinarsson
Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Stjarnan Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira