Leiðtogi Hamas „líklega“ felldur Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2024 13:31 Yahya Sinwar, leiðtogi Hamas, er talinn hafa verið felldur í skotbardaga á Gasaströndinni í morgun. Getty/Yousef Masoud Forsvarsmenn ísraelska hersins segja líklegt að Yahya Sinwar, leiðtogi Hamas-samtakanna, hafi verið felldur í átökum á Gasaströndinni . Hermenn eru sagðir hafa séð Sinwar og aðra menn á förnum vegi í Rafah á sunnaverðri Gasaströndinni og kallað eftir loftárás á byggingu sem þeir voru í. Verið er að skoða lífsýni úr manni sem felldur var í árásinni en myndir sem birtar hafa verið á samfélagsmiðlum renna sterkum stoðum undir þær kenningar að þar sé um Sinwar að ræða. Þá mun mikið af seðlum og fölsuðum vegabréfum hafa fundist í fórum mannsins. Lífsýnagreining mun að öllum líkindum taka nokkrar klukkustundir en heimildarmenn fjölmiðla í Ísrael segja „mjög líklegt“ að um Sinwar sé að ræða. Einhverjir miðlar hafa eftir embættismönnum að dauði Sinwar sé þegar staðfestur. Yfirvöld í Ísrael eiga bæði lífsýni og fingraför Sinwar á skrá frá því hann sat í fangelsi í Ísrael á árum áður. Ísraelskir hermenn að skoða meint lík Sinwar í morgun. Sáu Sinwar á götum Gasa Times of Israel segir hermenn hafa séð vopnaða menn ganga inn í byggingu í Rafah á Gasaströndinni í gærkvöldi og í kjölfarið hafi þeir beðið um loftárás eða skot úr skriðdreka á húsið. Það hafi ekki verið fyrr en að þeir skoðuðu rústirnar í morgun að þeir fundu lík manns sem líktist Sinwar. Maðurinn var í skotheldu vesti og með handsprengjur. Miðillinn segir að enn sé ekki búið að staðfesta að um Sinwar sé að ræða. Lík hans hefur ekki verið flutt til Ísrael vegna þess hve margar sprengjur og gildrur megi finna á á svæðinu sem um ræðir. Fregnir bárust af því á dögunum að ísraelskir hermenn hafa notað óbreytta palestínska borgara til að kanna byggingar og göng þar sem hermenn óttast að finna megi sprengjur og gildrur. Sjá einnig: Nota óbreytta Palestínumenn til að leita að sprengjum og gildrum Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, birti í dag tíst þar sem hann sagði að allir hryðjuverkamenn yrðu elltir uppi og felldir og vitnaði hann í biblíuna: „Og þér skuluð elta óvini yðar, og frammi fyrir yður skulu þeir fyrir sverði hníga.“ Með tilvitnunni birti hann mynd af tveimur öðrum háttsettum óvinum Ísrael sem hafa verið felldir. Annar þeirra er Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah í Líbanon. Maðurinn til hægri er Mohammed Deif, sem leiddi Qassam-sveitir Hamas. Milli þeirra er svo tómur rammi. ״וּרְדַפְתֶּ֖ם אֶת־אֹיְבֵיכֶ֑ם וְנָפְל֥וּ לִפְנֵיכֶ֖ם לֶחָֽרֶב.״ויקרא כ״ונגיע לכל מחבל - ונחסל אותו. pic.twitter.com/dpDHviATyN— יואב גלנט - Yoav Gallant (@yoavgallant) October 17, 2024 Engir gíslar fundust í byggingunni sem mennirnir sáust í en lengi hefur verið talið að Sinwar væri sífellt í kringum gísla til að forðast það að vera felldur í loftárás. Samtök fjölskyldna gísla sem enn eru í haldi Hamas hafa þegar kallað eftir því að tækifærið verði notað til að binda enda á átökin og semja um lausn gíslanna. Tók stjórn á öllum samtökunum í sumar Hamas-samtökin hafa ekkert sagt um málið á samfélagsmiðlum enn. Sinwar, sem var 62 ára gamall, hafði leitt Hamas frá árinu 2017 en hann gekk til liðs við samtökin á níunda áratug síðustu aldar. Hann er talinn hafa verið aðalskipuleggjandi árásarinnar á Ísraeli þann 7. október í fyrra. Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi Hamas, var ráðinn af dögum í Íran í sumar. Hann dó í sprengjuárás og hafa fregnir borist af því að sprengjunni sem banaði honum hafi verið smyglað inn í svefnherbergi hússins sem hann gisti í í Tehran, höfuðborg Íran. Sprengjan var svo sprengd með fjarstýringu þegar staðfest var að hann var í herberginu, samkvæmt heimildarmönnum New York Times. Þegar Haniyeh dó tók Sinwar einnig við stjórn pólitísks arms Hamas-samtakanna og leiddi þar með öll samtökin eins og þau leggja sig. Fréttin hefur verið uppfærð. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Verið er að skoða lífsýni úr manni sem felldur var í árásinni en myndir sem birtar hafa verið á samfélagsmiðlum renna sterkum stoðum undir þær kenningar að þar sé um Sinwar að ræða. Þá mun mikið af seðlum og fölsuðum vegabréfum hafa fundist í fórum mannsins. Lífsýnagreining mun að öllum líkindum taka nokkrar klukkustundir en heimildarmenn fjölmiðla í Ísrael segja „mjög líklegt“ að um Sinwar sé að ræða. Einhverjir miðlar hafa eftir embættismönnum að dauði Sinwar sé þegar staðfestur. Yfirvöld í Ísrael eiga bæði lífsýni og fingraför Sinwar á skrá frá því hann sat í fangelsi í Ísrael á árum áður. Ísraelskir hermenn að skoða meint lík Sinwar í morgun. Sáu Sinwar á götum Gasa Times of Israel segir hermenn hafa séð vopnaða menn ganga inn í byggingu í Rafah á Gasaströndinni í gærkvöldi og í kjölfarið hafi þeir beðið um loftárás eða skot úr skriðdreka á húsið. Það hafi ekki verið fyrr en að þeir skoðuðu rústirnar í morgun að þeir fundu lík manns sem líktist Sinwar. Maðurinn var í skotheldu vesti og með handsprengjur. Miðillinn segir að enn sé ekki búið að staðfesta að um Sinwar sé að ræða. Lík hans hefur ekki verið flutt til Ísrael vegna þess hve margar sprengjur og gildrur megi finna á á svæðinu sem um ræðir. Fregnir bárust af því á dögunum að ísraelskir hermenn hafa notað óbreytta palestínska borgara til að kanna byggingar og göng þar sem hermenn óttast að finna megi sprengjur og gildrur. Sjá einnig: Nota óbreytta Palestínumenn til að leita að sprengjum og gildrum Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, birti í dag tíst þar sem hann sagði að allir hryðjuverkamenn yrðu elltir uppi og felldir og vitnaði hann í biblíuna: „Og þér skuluð elta óvini yðar, og frammi fyrir yður skulu þeir fyrir sverði hníga.“ Með tilvitnunni birti hann mynd af tveimur öðrum háttsettum óvinum Ísrael sem hafa verið felldir. Annar þeirra er Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah í Líbanon. Maðurinn til hægri er Mohammed Deif, sem leiddi Qassam-sveitir Hamas. Milli þeirra er svo tómur rammi. ״וּרְדַפְתֶּ֖ם אֶת־אֹיְבֵיכֶ֑ם וְנָפְל֥וּ לִפְנֵיכֶ֖ם לֶחָֽרֶב.״ויקרא כ״ונגיע לכל מחבל - ונחסל אותו. pic.twitter.com/dpDHviATyN— יואב גלנט - Yoav Gallant (@yoavgallant) October 17, 2024 Engir gíslar fundust í byggingunni sem mennirnir sáust í en lengi hefur verið talið að Sinwar væri sífellt í kringum gísla til að forðast það að vera felldur í loftárás. Samtök fjölskyldna gísla sem enn eru í haldi Hamas hafa þegar kallað eftir því að tækifærið verði notað til að binda enda á átökin og semja um lausn gíslanna. Tók stjórn á öllum samtökunum í sumar Hamas-samtökin hafa ekkert sagt um málið á samfélagsmiðlum enn. Sinwar, sem var 62 ára gamall, hafði leitt Hamas frá árinu 2017 en hann gekk til liðs við samtökin á níunda áratug síðustu aldar. Hann er talinn hafa verið aðalskipuleggjandi árásarinnar á Ísraeli þann 7. október í fyrra. Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi Hamas, var ráðinn af dögum í Íran í sumar. Hann dó í sprengjuárás og hafa fregnir borist af því að sprengjunni sem banaði honum hafi verið smyglað inn í svefnherbergi hússins sem hann gisti í í Tehran, höfuðborg Íran. Sprengjan var svo sprengd með fjarstýringu þegar staðfest var að hann var í herberginu, samkvæmt heimildarmönnum New York Times. Þegar Haniyeh dó tók Sinwar einnig við stjórn pólitísks arms Hamas-samtakanna og leiddi þar með öll samtökin eins og þau leggja sig. Fréttin hefur verið uppfærð.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira