Hreinn úrslitaleikur um titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2024 09:31 Bridget Carleton er hér fagnað af liðsfélögum sínum í Minnesota Lynx eftir að hún tryggði liðinu sigur á New York Liberty með því að setja niður tvö vítaskot tveimur sekúndum fyrir leikslok. Getty/ David Berding Minnesota Lynx tryggði sér hreinan úrslitaleik um WNBA meistaratitilinn í körfubolta eftir 82-80 sigur í fjórða úrslitaleiknum á móti New York Liberty í nótt. New York Liberty gat tryggt sér fyrsta meistaratitilinn í sögu félagsins en nú er oddaleikur framundan á sunnudagskvöldið þar annað liðið verður WNBA meistari. Þetta verður í fyrsta sinn í fimm ár þar sem er oddaleikur um titilinn en hann verður spilaður á heimavelli New York Liberty í Brooklyn. Þrír af fjórum leikjum úrslitaeinvígsins hafa verið mjög spennandi, einn unnist í framlengingu og hinir með tveimur stigum annars vegar og þremur stigum hins vegar. Það er því von á hörðum slag þegar titilinn er bókstaflega undir annað kvöld. Dancing their way into GAME 5 🕺 THE MINNESOTA LYNX SURVIVE! #WNBAFinals presented by @youtubetv pic.twitter.com/GdpBtr1B2Y— WNBA (@WNBA) October 19, 2024 Liberty tapaði fyrsta leiknum á heimavelli en var búið að vinna tvo síðustu leiki einvígsins. Liðin hafa nú bæði unnið útileik og bæði unnið heimaleik. Þetta gæti varla verið jafnara. Bridget Carleton tryggði Lynx sigurinn í nótt með því að setja niður tvö vítaskot þegar tvær sekúndur voru eftir. Allar í byrjunarliði Lynx skiluðu tólf stigum eða meira en Kayla McBride var stigahæst með nítján stig og Courtney Williams skilaði fimmtán stigum og sjö stoðsendingum. Napheesa Collier, stjarna liðsins, var með 14 stig, 9 fráköst, 4 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Jonquel Jones var atkvæðamest hjá New York liðinu með 21 stig og 8 fráköst en Leonie Fiebich skoraði 19 stig og gaf 5 stoðsendingar. Stórstjörnurnar áttu ekki sinn besta dag, Breanna Stewart var með 11 stig og Sabrina Ionescu skoraði 10 stig. Saman klikkuðu þær aftur á móti á öllum níu þriggja stiga skotum sínum. Kayla McBride was lights out in Game 4 droppin' 19 PTS, 4-5 from deep, and dishin' out 4 dimes 🔥McBuckets delivered, leading the Lynx to tie the series at 2-2, forcing a Game 5!#WNBAFinals presented by @YouTubeTV pic.twitter.com/A0tjhKU5C5— WNBA (@WNBA) October 19, 2024 WNBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira
New York Liberty gat tryggt sér fyrsta meistaratitilinn í sögu félagsins en nú er oddaleikur framundan á sunnudagskvöldið þar annað liðið verður WNBA meistari. Þetta verður í fyrsta sinn í fimm ár þar sem er oddaleikur um titilinn en hann verður spilaður á heimavelli New York Liberty í Brooklyn. Þrír af fjórum leikjum úrslitaeinvígsins hafa verið mjög spennandi, einn unnist í framlengingu og hinir með tveimur stigum annars vegar og þremur stigum hins vegar. Það er því von á hörðum slag þegar titilinn er bókstaflega undir annað kvöld. Dancing their way into GAME 5 🕺 THE MINNESOTA LYNX SURVIVE! #WNBAFinals presented by @youtubetv pic.twitter.com/GdpBtr1B2Y— WNBA (@WNBA) October 19, 2024 Liberty tapaði fyrsta leiknum á heimavelli en var búið að vinna tvo síðustu leiki einvígsins. Liðin hafa nú bæði unnið útileik og bæði unnið heimaleik. Þetta gæti varla verið jafnara. Bridget Carleton tryggði Lynx sigurinn í nótt með því að setja niður tvö vítaskot þegar tvær sekúndur voru eftir. Allar í byrjunarliði Lynx skiluðu tólf stigum eða meira en Kayla McBride var stigahæst með nítján stig og Courtney Williams skilaði fimmtán stigum og sjö stoðsendingum. Napheesa Collier, stjarna liðsins, var með 14 stig, 9 fráköst, 4 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Jonquel Jones var atkvæðamest hjá New York liðinu með 21 stig og 8 fráköst en Leonie Fiebich skoraði 19 stig og gaf 5 stoðsendingar. Stórstjörnurnar áttu ekki sinn besta dag, Breanna Stewart var með 11 stig og Sabrina Ionescu skoraði 10 stig. Saman klikkuðu þær aftur á móti á öllum níu þriggja stiga skotum sínum. Kayla McBride was lights out in Game 4 droppin' 19 PTS, 4-5 from deep, and dishin' out 4 dimes 🔥McBuckets delivered, leading the Lynx to tie the series at 2-2, forcing a Game 5!#WNBAFinals presented by @YouTubeTV pic.twitter.com/A0tjhKU5C5— WNBA (@WNBA) October 19, 2024
WNBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira