Stöð 2 Sport
Klukkan 19:00 er viðureign HK og Fram í Bestu deild karla á dagskrá. Fram er búið að tryggja sæti sitt í deildinni en HK verður helst að vinna, í það minnsta að sækja stig.
Umferðin verður svo gerð upp í Stúkunni klukkan 21:20
Stöð 2 Sport 2
Ameríski fótboltinn á sviðið á Stöð 2 Sport 2 í dag. Klukkan 13:30 er það viðureign Patriots og Jaguars. Næst er það svo leikur Vikings og Lions klukkan 16:55.
Lokaleikur kvöldsins er svo viðureign 49ers og Chiefs en útsending frá honum hefst klukkan 20:20.
Stöð 2 Sport 3
NFL Red Zone hefst klukkan 16:55
Stöð 2 Sport 5
Fylkir tekur á móti KR og hefst útsending klukkan 19:05. Fylkismenn eru fallnir og hafa að engu að keppa en KR þyrfti helst í það minnsta eitt stig í viðbót til að vera alveg öruggir með sitt sæti.
Vodafone Sport
Leikur Hamburger Sv og Magdeburg í þýska handboltanum er á dagskrá klukkan 11:20
Næst er svo komið að leik Hull City og Sunderland í ensku B-deildinni klukkan 13:55 og klukkan 18:30 hefst útsending frá Formúlu 1 en að þessu sinnt fer keppnin fram í Bandaríkjunum.