Slökkviliðinu barst tilkynning klukkan 21:05 um eld í Mávahlíð frá bæði nágrönnum og eigendum skorsteinsins sem kviknaði í. Þrír slökkviliðsbílar og tveir sjúkrabílar voru sendir á vettvang.
Þegar á staðinn var komið reyndist eldurinn bara vera í skorsteininum og tókst að slökkva hann á rúmu korteri. Engin slys urðu á fólki og ekkert tjón á húsinu.
„Þetta var bara í skorsteini. Blessunarlega fór eldurinn ekki neitt í þak,“ sagði Steinþór Darri Þorsteinsson aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.
Hér fyrir neðan má sjá eldtungurnar sem stigu upp úr skorsteininum.
Hér fyrir neðan má einnig sjá frábærar drónamyndir sem Egill Aðalsteinsson, tökumaður, náði af slökkviliðinu:


