Þórdís Kolbrún bar sigur úr býtum í Kraganum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. október 2024 15:15 Jón Gunnarsson og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir buðu sig bæði fram í annað sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hafði betur gegn Jón Gunnarssyni og skipar annað sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Jón Gunnarsson gefur ekki kost á sér í þriðja sætið. Talningu lauk rétt í þessu á þéttsetnum fundi í Valhöll þar sem kosið er um röðun á efstu fjórum sætum listans. Þórdís vann með 206 atkvæðum gegn 130 Jóns Níu frambjóðendur buðu fram krafta sína á lista Sjálfstæðisflokkins í Suðvesturkjördæmi og barist var um öll sætin að því fyrsta undateknu sem Bjarni Benediktsson formaður gekk að vísu. Þórdís Kolbrún og Jón Gunnarsson sóttust bæði eftir öðru sætinu, Valgerður Erla Árnadóttir, Bryndís Haraldsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir buðu sig fram í þriðja sæti, Sigþrúður Ármann og Ragnhildur Jónsdóttir í það fjórða og Vilhjálmur Bjarnason í annað til fjórða sæti. Óvænt framboð Þórdísar í Kraganum Jón Gunnarsson lýsti því að framboð Þórdísar Kolbrúnar í annað sæti í Suðvesturkjördæmi, sæti Jóns í síðustu kosningum, hafi komið flatt upp á sig. Í vikunni kom fram að Jón hefði ekkert heyrt af fyrirætlunum Þórdísar fyrr en hann las um þær í Morgunblaðinu. Hann hafði þegar lýst því yfir að hann hygðist halda öðru sætinu. Í Spursmálum mbl.is í gær voru Þórdís og Jón bæði gestir. Þar sagði Þórdís að hún hefði betur látið Jón formlega vita af ætlunum sínum og rætt þær við hann. Hún hafi þegar beðið hann afsökunar á því að hafa ekki gert það. „Við Jón höfum auðvitað starfað saman í mörg ár og farið saman í gegnum alls konar baráttur og slagi, innanflokks og við andstæðinga. Jón er vinur minn, hann er með sterka stöðu í Suðvesturkjördæmi, hann er búinn að vera mjög lengi og líka í alls konar hlutverkum, neðarlega á lista, ofarlega á lista eins og ég hef verið í Suðvesturkjördæmi.“ sagði Þórdís. Mikið í húfi hjá Þórdísi Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að með þessu útspili sé Þórdís að leggja möguleika sína á að verða arftaki Bjarna Benediktssonar undir. „Takist henni ekki að sannfæra uppstillingarnefndina um að fá annað sætið verður tilkall hennar til að teljast arftaki formannsins þeim mun minna. Þannig þetta er alvöru veðmál hjá henni,“ sagði Eiríkur. Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Spenna í Kraganum: Þórdís leggur framtíðina að veði og brotthvarf Guðmundar Árna vekur upp spurningar Öll augu eru nú á Suðvesturkjördæmi, þar sem varaformaður Sjálfstæðisflokks leggur framtíð sína sem formaður að veði, í von um að hreppa annað sætið, að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Skyndilegt brotthvarf varaformanns Samfylkingar úr oddvitaslag eykur enn á spennuna. 20. október 2024 00:19 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Talningu lauk rétt í þessu á þéttsetnum fundi í Valhöll þar sem kosið er um röðun á efstu fjórum sætum listans. Þórdís vann með 206 atkvæðum gegn 130 Jóns Níu frambjóðendur buðu fram krafta sína á lista Sjálfstæðisflokkins í Suðvesturkjördæmi og barist var um öll sætin að því fyrsta undateknu sem Bjarni Benediktsson formaður gekk að vísu. Þórdís Kolbrún og Jón Gunnarsson sóttust bæði eftir öðru sætinu, Valgerður Erla Árnadóttir, Bryndís Haraldsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir buðu sig fram í þriðja sæti, Sigþrúður Ármann og Ragnhildur Jónsdóttir í það fjórða og Vilhjálmur Bjarnason í annað til fjórða sæti. Óvænt framboð Þórdísar í Kraganum Jón Gunnarsson lýsti því að framboð Þórdísar Kolbrúnar í annað sæti í Suðvesturkjördæmi, sæti Jóns í síðustu kosningum, hafi komið flatt upp á sig. Í vikunni kom fram að Jón hefði ekkert heyrt af fyrirætlunum Þórdísar fyrr en hann las um þær í Morgunblaðinu. Hann hafði þegar lýst því yfir að hann hygðist halda öðru sætinu. Í Spursmálum mbl.is í gær voru Þórdís og Jón bæði gestir. Þar sagði Þórdís að hún hefði betur látið Jón formlega vita af ætlunum sínum og rætt þær við hann. Hún hafi þegar beðið hann afsökunar á því að hafa ekki gert það. „Við Jón höfum auðvitað starfað saman í mörg ár og farið saman í gegnum alls konar baráttur og slagi, innanflokks og við andstæðinga. Jón er vinur minn, hann er með sterka stöðu í Suðvesturkjördæmi, hann er búinn að vera mjög lengi og líka í alls konar hlutverkum, neðarlega á lista, ofarlega á lista eins og ég hef verið í Suðvesturkjördæmi.“ sagði Þórdís. Mikið í húfi hjá Þórdísi Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að með þessu útspili sé Þórdís að leggja möguleika sína á að verða arftaki Bjarna Benediktssonar undir. „Takist henni ekki að sannfæra uppstillingarnefndina um að fá annað sætið verður tilkall hennar til að teljast arftaki formannsins þeim mun minna. Þannig þetta er alvöru veðmál hjá henni,“ sagði Eiríkur.
Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Spenna í Kraganum: Þórdís leggur framtíðina að veði og brotthvarf Guðmundar Árna vekur upp spurningar Öll augu eru nú á Suðvesturkjördæmi, þar sem varaformaður Sjálfstæðisflokks leggur framtíð sína sem formaður að veði, í von um að hreppa annað sætið, að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Skyndilegt brotthvarf varaformanns Samfylkingar úr oddvitaslag eykur enn á spennuna. 20. október 2024 00:19 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Spenna í Kraganum: Þórdís leggur framtíðina að veði og brotthvarf Guðmundar Árna vekur upp spurningar Öll augu eru nú á Suðvesturkjördæmi, þar sem varaformaður Sjálfstæðisflokks leggur framtíð sína sem formaður að veði, í von um að hreppa annað sætið, að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Skyndilegt brotthvarf varaformanns Samfylkingar úr oddvitaslag eykur enn á spennuna. 20. október 2024 00:19