Aston Villa á toppinn á meðan Juventus tapaði óvænt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. október 2024 21:46 John McGinn fagnar marki sínu í kvöld. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Aston Villa lagði Bologna 2-0 í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu. Á sama tíma tapaði Juventus gríðarlega óvænt 0-1 á heimavelli fyrir Stuttgart og þá gerðu PSG og PSV 1-1 jafntefli. Eftir markalausan fyrri hálfleik á Villa Park var það hinn stórskemmtilegi John McGinn sem braut ísinn á 55. mínútu. Það var svo inn sterkbyggði Jhon Durán sem tvöfaldaði forystuna eftir undirbúning Morgan Rogers ekki löngu síðar. Lokatölur í Birmingham-borg 2-0 Villa í vil og Villa er sem stendur eina liðið sem hefur unnið alla þrjá leiki sína í Meistaradeildinni. Það sem meira er þá á liðið eftir að fá á sig mark í leikjunum þremur. Bologna er á sama tíma í 28. sæti með eitt stig. Five Spanish managers have now won 25+ games in the Champions League:◎ Pep Guardiola ◎ Rafael Benitez ◎ Vicente del Bosque ◎ Luis Enrique ◉ Unai Emery 🆕 Unai joins an elite group. 🇪🇸 pic.twitter.com/FeaD1yRKyY— Squawka (@Squawka) October 22, 2024 Í Torínó var Stuttgart í heimsókn en staðan var markalaus í hálfleik. Gestirnir komust yfir snemma í síðari hálfleik en markið dæmt af þar sem Deniz Undav handlék knöttinn í aðdraganda marksins. Á 84. mínútu fékk Danilo sitt annað gula spjald á aðeins þremur mínútum og þar með rautt. Ekki nóg með að Juventus væri manni færri það sem eftir lifði leiks þá fengu gestirnir vítaspyrnu. Enzo Millot fór á punktinn en Mattia Perin varði spyrnu hans frábærlega. Því miður fyrir Mattia má segja að það hafi verið til einskis þar sem Millot gaf boltann á El Bilal Toure sem tryggði gestunum stigin þrjú þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Juventus er í 11. sæti með sex stig á meðan Stuttgart er í 16. sæti með fjögur stig. Leikmenn Stuttgart fagna.EPA-EFE/Alessandro Di Marco Í París var PSV í heimsókn og voru það gestirnir frá Hollandi sem komust yfir á 34. mínútu þegar Noa Lang skoraði góðu skoti. Staðan 0-1 í hálfleik en hægri bakvörðurinn Achraf Hakimi skoraði á einhvern hátt með skoti af löngu færi sem fór á milli fóta Walter Benitez í marki PSV. Í uppbótartíma fékk PSG vítaspyrnu en dómari leiksins dró spyrnuna til baka eftir að skoða atvikið betur í skjánum hliðarlínunni, lokatölur 1-1. PSG er í 17. sæti með fjögur stig á meðan PSV er í 27. sæti með tvö stig. Dapur Luis Enrique, þjálfari PSG, að leik loknum.EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON Önnur úrslit Girona 2-0 Slovan Bratislava Sturm Graz 0-2 Sporting Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir AC Milan komið á blað og Mónakó skoraði fimm Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. AC Milan vann 3-1 sigur á Club Brugge og Mónakó fór létt með Rauðu Stjörnuna. 22. október 2024 19:16 Naumt hjá Skyttunum Arsenal vann 1-0 heimasigur á Shakhtar Donetsk í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu. Eina mark leiksins var sjálfsmark Dmytro Riznyk, markvarðar gestanna, á 29. mínútu. 22. október 2024 21:20 Ótrúleg endurkoma Vinícius og heimamanna á Bernabéu Evrópumeistarar Real Madríd lagði Borussia Dortmund 5-2 þegar liðin mættust í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta í kvöld. Gestirnir frá Þýskalandi leiddu með tveimur mörkum í hálfleik en heimamenn sýndu mátt sinn og megin í síðari hálfleik. 22. október 2024 18:31 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira
Eftir markalausan fyrri hálfleik á Villa Park var það hinn stórskemmtilegi John McGinn sem braut ísinn á 55. mínútu. Það var svo inn sterkbyggði Jhon Durán sem tvöfaldaði forystuna eftir undirbúning Morgan Rogers ekki löngu síðar. Lokatölur í Birmingham-borg 2-0 Villa í vil og Villa er sem stendur eina liðið sem hefur unnið alla þrjá leiki sína í Meistaradeildinni. Það sem meira er þá á liðið eftir að fá á sig mark í leikjunum þremur. Bologna er á sama tíma í 28. sæti með eitt stig. Five Spanish managers have now won 25+ games in the Champions League:◎ Pep Guardiola ◎ Rafael Benitez ◎ Vicente del Bosque ◎ Luis Enrique ◉ Unai Emery 🆕 Unai joins an elite group. 🇪🇸 pic.twitter.com/FeaD1yRKyY— Squawka (@Squawka) October 22, 2024 Í Torínó var Stuttgart í heimsókn en staðan var markalaus í hálfleik. Gestirnir komust yfir snemma í síðari hálfleik en markið dæmt af þar sem Deniz Undav handlék knöttinn í aðdraganda marksins. Á 84. mínútu fékk Danilo sitt annað gula spjald á aðeins þremur mínútum og þar með rautt. Ekki nóg með að Juventus væri manni færri það sem eftir lifði leiks þá fengu gestirnir vítaspyrnu. Enzo Millot fór á punktinn en Mattia Perin varði spyrnu hans frábærlega. Því miður fyrir Mattia má segja að það hafi verið til einskis þar sem Millot gaf boltann á El Bilal Toure sem tryggði gestunum stigin þrjú þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Juventus er í 11. sæti með sex stig á meðan Stuttgart er í 16. sæti með fjögur stig. Leikmenn Stuttgart fagna.EPA-EFE/Alessandro Di Marco Í París var PSV í heimsókn og voru það gestirnir frá Hollandi sem komust yfir á 34. mínútu þegar Noa Lang skoraði góðu skoti. Staðan 0-1 í hálfleik en hægri bakvörðurinn Achraf Hakimi skoraði á einhvern hátt með skoti af löngu færi sem fór á milli fóta Walter Benitez í marki PSV. Í uppbótartíma fékk PSG vítaspyrnu en dómari leiksins dró spyrnuna til baka eftir að skoða atvikið betur í skjánum hliðarlínunni, lokatölur 1-1. PSG er í 17. sæti með fjögur stig á meðan PSV er í 27. sæti með tvö stig. Dapur Luis Enrique, þjálfari PSG, að leik loknum.EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON Önnur úrslit Girona 2-0 Slovan Bratislava Sturm Graz 0-2 Sporting
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir AC Milan komið á blað og Mónakó skoraði fimm Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. AC Milan vann 3-1 sigur á Club Brugge og Mónakó fór létt með Rauðu Stjörnuna. 22. október 2024 19:16 Naumt hjá Skyttunum Arsenal vann 1-0 heimasigur á Shakhtar Donetsk í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu. Eina mark leiksins var sjálfsmark Dmytro Riznyk, markvarðar gestanna, á 29. mínútu. 22. október 2024 21:20 Ótrúleg endurkoma Vinícius og heimamanna á Bernabéu Evrópumeistarar Real Madríd lagði Borussia Dortmund 5-2 þegar liðin mættust í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta í kvöld. Gestirnir frá Þýskalandi leiddu með tveimur mörkum í hálfleik en heimamenn sýndu mátt sinn og megin í síðari hálfleik. 22. október 2024 18:31 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira
AC Milan komið á blað og Mónakó skoraði fimm Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. AC Milan vann 3-1 sigur á Club Brugge og Mónakó fór létt með Rauðu Stjörnuna. 22. október 2024 19:16
Naumt hjá Skyttunum Arsenal vann 1-0 heimasigur á Shakhtar Donetsk í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu. Eina mark leiksins var sjálfsmark Dmytro Riznyk, markvarðar gestanna, á 29. mínútu. 22. október 2024 21:20
Ótrúleg endurkoma Vinícius og heimamanna á Bernabéu Evrópumeistarar Real Madríd lagði Borussia Dortmund 5-2 þegar liðin mættust í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta í kvöld. Gestirnir frá Þýskalandi leiddu með tveimur mörkum í hálfleik en heimamenn sýndu mátt sinn og megin í síðari hálfleik. 22. október 2024 18:31