Stuðningslán upp á allt að 49 milljónir króna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. október 2024 23:30 Markmið laganna eru að viðhalda atvinnustarfsemi í bænum eða aðstoða resktraraaðila við að byggja upp starfsemi annars staðar á landinu. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um stuðningslán við atvinnurekendur í Grindavík. Markmið laganna eru að viðhalda atvinnustarfsemi í bænum eða aðstoða resktraraaðila við að byggja upp starfsemi annars staðar á landinu. Einstaklingar og fyrirtæki myndu eiga rétt á að fá allt að 49 milljóna króna lán eða því sem nemur allt að 20 prósentum tekna rekstraraðila á árinu 2022. Ríkissjóður ábyrgist 90 prósent af fjárhæðar lánsins og er hámarkslánstími 72 mánuðir. Vextir af lánunum fylgja stýrivöxtum Seðlabankans. Frumvarpið var birt á síðu Alþingis í kvöld. „Án þessara aðgerða er líklegt að mörg fyrirtæki þurfi að hætta starfsemi með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á atvinnulíf og samfélagið í heild. Markmið lagasetningarinnar er að veita tímabundna fjárhagslega aðstoð í formi stuðningslána til rekstraraðila til að tryggja áframhaldandi starfsemi og uppbyggingu á svæðinu, sem er nauðsynlegt fyrir efnahag og atvinnulíf í bænum. Aðgerðir sem ekki fela í sér lánveitingar eða aðra fjárhagslega aðstoð myndu líklega ekki nægja til að koma til móts við þessa bráðu þörf,“ segir í greinagerð laganna. Einnig er þar bent á að lög þessi eigi sér fordæmi í stuðningslánum sem voru veitt atvinnurekendum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Umfang þessara laga sé þó talsvert minna og því gert ráð fyrir því að umsýslan verði einfaldari. Samkvæmt upplýsingum sem ráðuneytið aflaði frá Skattinum uppfylla 73 fyrirtæki í Grindavík skilyrðin fyrir láninu sem eru að fyrirtækið hafi haft rekstrartekjur sem námu 15 milljónum til 1500 milljóna króna á rekstarárinu 2022 og að það hafi orðið fyrir 40 prósenta tekjufalli á 60 daga samfelldu tímabili frá 10. nóvember 2023 til 10 október 2024. Gert er ráð fyrir því að meðallán muni nema tæpum 20 milljónum króna. Önnur skilyrði fyrir því að fá stuðningslán er að atvinnurekandi hafi ekki greitt út arð eða kaupauka, keypt eigin hlutabréf eða gert aðrar sambærilegar ráðstafanir frá 10. nóvember 2023 út þann tíma sem ábyrgðar ríkissjóðs nýtur við. Einnig að rekstraraðili sé ekki í vanskilum með opinber gjöld eða skatta sem komin voru á eindaga fyrir 10. nóvember 2023 Grindavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Eldgos á Reykjanesskaga Atvinnurekendur Rekstur hins opinbera Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Einstaklingar og fyrirtæki myndu eiga rétt á að fá allt að 49 milljóna króna lán eða því sem nemur allt að 20 prósentum tekna rekstraraðila á árinu 2022. Ríkissjóður ábyrgist 90 prósent af fjárhæðar lánsins og er hámarkslánstími 72 mánuðir. Vextir af lánunum fylgja stýrivöxtum Seðlabankans. Frumvarpið var birt á síðu Alþingis í kvöld. „Án þessara aðgerða er líklegt að mörg fyrirtæki þurfi að hætta starfsemi með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á atvinnulíf og samfélagið í heild. Markmið lagasetningarinnar er að veita tímabundna fjárhagslega aðstoð í formi stuðningslána til rekstraraðila til að tryggja áframhaldandi starfsemi og uppbyggingu á svæðinu, sem er nauðsynlegt fyrir efnahag og atvinnulíf í bænum. Aðgerðir sem ekki fela í sér lánveitingar eða aðra fjárhagslega aðstoð myndu líklega ekki nægja til að koma til móts við þessa bráðu þörf,“ segir í greinagerð laganna. Einnig er þar bent á að lög þessi eigi sér fordæmi í stuðningslánum sem voru veitt atvinnurekendum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Umfang þessara laga sé þó talsvert minna og því gert ráð fyrir því að umsýslan verði einfaldari. Samkvæmt upplýsingum sem ráðuneytið aflaði frá Skattinum uppfylla 73 fyrirtæki í Grindavík skilyrðin fyrir láninu sem eru að fyrirtækið hafi haft rekstrartekjur sem námu 15 milljónum til 1500 milljóna króna á rekstarárinu 2022 og að það hafi orðið fyrir 40 prósenta tekjufalli á 60 daga samfelldu tímabili frá 10. nóvember 2023 til 10 október 2024. Gert er ráð fyrir því að meðallán muni nema tæpum 20 milljónum króna. Önnur skilyrði fyrir því að fá stuðningslán er að atvinnurekandi hafi ekki greitt út arð eða kaupauka, keypt eigin hlutabréf eða gert aðrar sambærilegar ráðstafanir frá 10. nóvember 2023 út þann tíma sem ábyrgðar ríkissjóðs nýtur við. Einnig að rekstraraðili sé ekki í vanskilum með opinber gjöld eða skatta sem komin voru á eindaga fyrir 10. nóvember 2023
Grindavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Eldgos á Reykjanesskaga Atvinnurekendur Rekstur hins opinbera Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira