Birgir Ármannsson gefur ekki kost á sér Tómas Arnar Þorláksson skrifar 26. október 2024 18:07 Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, gefur ekki kost á sér. Vísir/Vilhelm Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis, gefur ekki kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi alþingiskosningar 30. nóvember. Hann hefur ákveðið að draga sig út úr framlínu stjórnmálanna. Vika er síðan Birgir tjáði Vísi að hann stefndi á áframhaldandi þingsetu. Þessu greinir Birgir frá á Facebook-síðu hans. „Ég mun því ekki verða í kjöri til þings í kosningunum 30. nóvember næstkomandi. Hér er um að ræða persónulega ákvörðun, sem vissulega hefur verið að brjótast um í mér lengi, en ég hef fundið það sterklega að undanförnu að ég væri tilbúinn til að breyta um vettvang eftir að hafa setið á Alþingi í meira en 21 ár og gegnt embætti forseta Alþingis undanfarin þrjú ár,“ segir í færslunni. Hann segist hafa fundið fyrir miklum stuðning frá bæði kjörnefnd og nánum samstarfsmönnum sem hafi hvatt hann til að skipa áfram þriðja sæti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hann tekur fram að hann muni taka þátt í baráttu Sjálfstæðisflokksins í þingkosningunum og að hann muni vera vinum og samherjum innan handar. Vísir hafði samband við Birgi þann 17. október þar sem hann sagðist stefna á áframhaldandi þingsetu. Hann ætti eftir að taka samtalið við félaga sína í Sjálfstæðsflokknum í Reykjavík en að hann myndi áfram bjóða fram krafta sína. „Þetta er allt í farvegi núna. Uppstillingarnefnd var skipuð í gær og ég mun nú ræða við félaga mína þar,“ sagði Birgir sem skipaði 3. sætið á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi suður í þingkosningunum 2021. Nú hefur orðið vending þar á. Birgir hefur setið á þingi frá árinu 2003, bæði sem þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður og norður. Hann hefur gegnt embætti forseta þingsins frá árinu 2021 en hafði þar áður meðal annars verið formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins á árunum 2017 til 2021. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Sjá meira
Þessu greinir Birgir frá á Facebook-síðu hans. „Ég mun því ekki verða í kjöri til þings í kosningunum 30. nóvember næstkomandi. Hér er um að ræða persónulega ákvörðun, sem vissulega hefur verið að brjótast um í mér lengi, en ég hef fundið það sterklega að undanförnu að ég væri tilbúinn til að breyta um vettvang eftir að hafa setið á Alþingi í meira en 21 ár og gegnt embætti forseta Alþingis undanfarin þrjú ár,“ segir í færslunni. Hann segist hafa fundið fyrir miklum stuðning frá bæði kjörnefnd og nánum samstarfsmönnum sem hafi hvatt hann til að skipa áfram þriðja sæti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hann tekur fram að hann muni taka þátt í baráttu Sjálfstæðisflokksins í þingkosningunum og að hann muni vera vinum og samherjum innan handar. Vísir hafði samband við Birgi þann 17. október þar sem hann sagðist stefna á áframhaldandi þingsetu. Hann ætti eftir að taka samtalið við félaga sína í Sjálfstæðsflokknum í Reykjavík en að hann myndi áfram bjóða fram krafta sína. „Þetta er allt í farvegi núna. Uppstillingarnefnd var skipuð í gær og ég mun nú ræða við félaga mína þar,“ sagði Birgir sem skipaði 3. sætið á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi suður í þingkosningunum 2021. Nú hefur orðið vending þar á. Birgir hefur setið á þingi frá árinu 2003, bæði sem þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður og norður. Hann hefur gegnt embætti forseta þingsins frá árinu 2021 en hafði þar áður meðal annars verið formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins á árunum 2017 til 2021.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Sjá meira