Bjarni Jónsson til liðs við Græningja Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. október 2024 11:58 Bjarni Jónsson sagði sig úr Vinstri grænum í mánuðinum. Vísir/Arnar Bjarni Jónsson alþingismaður hefur gengið til liðs við nýja stjórnmálahreyfingu Græningja. „Ég hef ákveðið að ganga til liðs við nýtt stjórnmálaafl Græningja og verð nú fulltrúi hreyfingarinnar á Alþingi. Græningjar eru vaxandi hreyfing þar sem umhverfismál og náttúruvernd eiga sér einlægan og sterkan málsvara, en slíkan flokk er ekki að finna á Alþingi í dag,“ segir Bjarni. Bjarni Jónsson sagði sig úr Vinstri grænum fyrr í mánuðinum, og sagði flokkinn hafa sveigt af leið og brugðist grunngildum sínum. Bjarni var kosinn á þing fyrir Vinstri græna árið 2021, og var varaþingmaður fyrir flokkinn kjörtímabilið 2017-2021. Brennur fyrir grunngildum náttúruverndar, jöfnuðar og byggðajafnréttis Í fréttatilkynningu frá Bjarna kveðst hann brenna fyrir grunngildum náttúruverndar, jöfnuðar og byggðajafnréttis, sem hann hafi barist fyrir. „Að við virðum og njótum en göngum ekki á auðlindir okkar og náttúru. Að öll njóti grundvallar mannréttinda óháð búsetu og hlúð sé að nærsamfélaginu.“ Þá segir hann að farsæl vegferð til framtíðar felist í verndun ósnortrar og einstakrar náttúru og líffræðilegs fjölbreytileika. Hann segir í samtali við Vísi að frekari fregnir af framboðsmálum hins nýja Græningjaflokks muni berast fljótlega. „Ég er orðinn þeirra þingmaður á Alþingi, og síðan verða frekari fréttir af framboðsmálum mjög fljótlega. Hvað varðar mitt framboð og kjördæmi,“ segir Bjarni. Hann segir að hreyfingin stefni að því að bjóða fram í öllum kjördæmum. Fréttin hefur verið uppfærð Alþingiskosningar 2024 Alþingi Norðvesturkjördæmi Vinstri græn Tengdar fréttir Græningjar vilja fara fram í öllum kjördæmum Hópur fólks vinnur nú að því að stofna Græningja, ný stjórnmálasamtök. Markmið þeirra er að bjóða fram í alþingiskosningum í nóvember í öllum kjördæmum. Áður en til þess kemur þarf þó að stofna samtökin og til þess eru þau nú að safna undirskriftum. 20. október 2024 16:01 Græningjar leita að þjóðþekktum einstaklingi Flokkur Græningja var stofnaður í gær. Einn stofnenda leitar nú logandi ljósi af þjóðþekktum einstaklingi sem brennur fyrir umhverfismál. Flokkurinn vonist til að ná inn að minnsta kosti einum til tveimur þingmönnum. 21. október 2024 19:01 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
„Ég hef ákveðið að ganga til liðs við nýtt stjórnmálaafl Græningja og verð nú fulltrúi hreyfingarinnar á Alþingi. Græningjar eru vaxandi hreyfing þar sem umhverfismál og náttúruvernd eiga sér einlægan og sterkan málsvara, en slíkan flokk er ekki að finna á Alþingi í dag,“ segir Bjarni. Bjarni Jónsson sagði sig úr Vinstri grænum fyrr í mánuðinum, og sagði flokkinn hafa sveigt af leið og brugðist grunngildum sínum. Bjarni var kosinn á þing fyrir Vinstri græna árið 2021, og var varaþingmaður fyrir flokkinn kjörtímabilið 2017-2021. Brennur fyrir grunngildum náttúruverndar, jöfnuðar og byggðajafnréttis Í fréttatilkynningu frá Bjarna kveðst hann brenna fyrir grunngildum náttúruverndar, jöfnuðar og byggðajafnréttis, sem hann hafi barist fyrir. „Að við virðum og njótum en göngum ekki á auðlindir okkar og náttúru. Að öll njóti grundvallar mannréttinda óháð búsetu og hlúð sé að nærsamfélaginu.“ Þá segir hann að farsæl vegferð til framtíðar felist í verndun ósnortrar og einstakrar náttúru og líffræðilegs fjölbreytileika. Hann segir í samtali við Vísi að frekari fregnir af framboðsmálum hins nýja Græningjaflokks muni berast fljótlega. „Ég er orðinn þeirra þingmaður á Alþingi, og síðan verða frekari fréttir af framboðsmálum mjög fljótlega. Hvað varðar mitt framboð og kjördæmi,“ segir Bjarni. Hann segir að hreyfingin stefni að því að bjóða fram í öllum kjördæmum. Fréttin hefur verið uppfærð
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Norðvesturkjördæmi Vinstri græn Tengdar fréttir Græningjar vilja fara fram í öllum kjördæmum Hópur fólks vinnur nú að því að stofna Græningja, ný stjórnmálasamtök. Markmið þeirra er að bjóða fram í alþingiskosningum í nóvember í öllum kjördæmum. Áður en til þess kemur þarf þó að stofna samtökin og til þess eru þau nú að safna undirskriftum. 20. október 2024 16:01 Græningjar leita að þjóðþekktum einstaklingi Flokkur Græningja var stofnaður í gær. Einn stofnenda leitar nú logandi ljósi af þjóðþekktum einstaklingi sem brennur fyrir umhverfismál. Flokkurinn vonist til að ná inn að minnsta kosti einum til tveimur þingmönnum. 21. október 2024 19:01 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Græningjar vilja fara fram í öllum kjördæmum Hópur fólks vinnur nú að því að stofna Græningja, ný stjórnmálasamtök. Markmið þeirra er að bjóða fram í alþingiskosningum í nóvember í öllum kjördæmum. Áður en til þess kemur þarf þó að stofna samtökin og til þess eru þau nú að safna undirskriftum. 20. október 2024 16:01
Græningjar leita að þjóðþekktum einstaklingi Flokkur Græningja var stofnaður í gær. Einn stofnenda leitar nú logandi ljósi af þjóðþekktum einstaklingi sem brennur fyrir umhverfismál. Flokkurinn vonist til að ná inn að minnsta kosti einum til tveimur þingmönnum. 21. október 2024 19:01