Telur æskilegt að lífeyrissjóðir beiti sér líkt og aðrir fjárfestar í skráðum félögum

Seðlabankinn er þeirrar skoðunar að það sé „æskilegt“ að lífeyrissjóðir, sem eru langsamlega stærstu fjárfestarnir á innlendum verðbréfamarkaði, beiti áhrifum sínum sem hluthafar í skráðum félögum í Kauphöllinni líkt og aðrir fjárfestar. Bankinn brýnir hins vegar fyrir lífeyrissjóðunum mikilvægi þess að stjórnarmenn séu sjálfstæðir í störfum sínum og eigi að gæta að hagsmunum sjóðsfélaga við að „hámarka ávöxtun eigna.“
Tengdar fréttir

Vilja fella niður margar takmarkanir á fjárfestingarheimildum lífeyrissjóða
Seðlabankastjóri tekur undir með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) um að rétt sé að afnema margar af þeim magnbundnu takmörkunum sem gilda um íslensku lífeyrissjóðanna, eins og meðal annars hámark á eignarhald í einstökum félögum, samhliða auknu eftirliti með starfsemi þeirra og bættri áhættustýringu. Starfshópur sem vinnur að grænbók um lífeyrissjóðakerfið er nú með til skoðunar að leggja til slíkar breytingar.

Lífeyrissjóðir verða ekki hlutlausir fjárfestar, segir formaður Gildis
Haft hefur verið á orði að lífeyrissjóðir eigi að láta einkafjárfestum eftir að leiða þau fyrirtæki sem fjárfest er í. Stjórnarformaður Gildis segir að í ljósi þess hve umsvifamiklir lífeyrissjóðir séu á hlutabréfamarkaði hérlendis muni þeir gegna veigameira hlutverki en að vera hlutlaus fjárfestir.

Gildi kaus mun oftar en aðrir sjóðir gegn tillögum stjórna
Á síðustu tveimur árum hefur Gildi lífeyrissjóður greitt atkvæði gegn tillögum stjórna mun oftar en aðrir lífeyrissjóðir samkvæmt samantekt Innherja á því hvernig stærstu sjóðir landsins beita sér á aðalfundum skráðra félaga. Davíð Rúdólfsson, forstöðumaður eignarstýringar Gildis, segir að sjóðnum beri skylda til að sinna hlutverki sínu sem stór hluthafi í innlendum félögum og láta sig málefni þeirra varða.