The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Heiðar Sumarliðason skrifar 2. nóvember 2024 07:02 Benny og Homer. Kvikmyndin The Bikeriders kom í kvikmyndahús um mitt síðast liðið sumar og af kynningarefninu að dæma virkaði hún sem áhugavert mótvægi við tæknibrellumyndirnar sem ráða ríkjum á þeim árstíma. Hins vegar er hætt við því að margir úr markhópnum, þ.e. fullorðið fólk sem fer í sumarleyfi, hafi misst af. Nú er The Bikeriders hins vegar komin á Leiguna og hægt að bera hana augum þar fyrir tæpar 1000 krónur. En er hún jafn áhugaverð og hún virðist? Svarið er því miður afgerandi nei. Vörusvik Satt best að segja var ég hálf ringlaður eftir áhorfið. Hvaða mynd var ég eiginlega að horfa á? Að minnsta kosti ekki þá mynd sem Focus Features, dreifingaraðilinn, seldi mér: After a chance encounter, headstrong Kathy is drawn to Benny, member of Midwestern motorcycle club the Vandals. As the club transforms into a dangerous underworld of violence, Benny must choose between Kathy and his loyalty to the club. Halló, Focus Features! Aðeins fyrri hluti þessa texta er réttur. Hér er augljóslega verið að reyna að gabba fólk til að kaupa miða á The Bikeriders með því að láta hana líta út fyrir að vera áhugaverðari og meira spennandi en hún er. Mér sem neytanda er því hálfpartinn misboðið. Það eru ekki einungis hin grímulausu vörusvik sem angra mig, heldur er það sem við fáum í staðinn langt frá því að vera frambærilegt, því það inniheldur hvorki sannfærandi persónur, né áhugaverða frásögn af nokkrum sköpuðum hlut. Þetta byrjaði þó allt vel Myndin byrjar sannarlega á þann máta sem kynningartextinn lofar og byrjar vel. Benny (Austin Butler) situr á bar þar sem tveir menn abbast upp á hann vegna þess að hann er merktur mótorhjólaklúbbnum Vandals (svipað og Homer Simpson lenti eitt sinn í, meira um það síðar). Þeir skipa Benny að fara úr jakkanum, sem hann neitar án þess að blikna (Homer át sinn). Þeir ganga þá í skrokk á honum, sem hann kippir sér vart upp við. Eftir smá barsmíðar tekur Benny upp hníf og sker annan árásarmanninn í andlitið. Í kjölfarið mundar hinn árásarmaðurinn skóflu, lemur Benny í hausinn og titill myndarinnar birtist: THE BIKERIDERS. Það er erfitt að sjá það, en neðst í vinstra horni myndarinnar eru hendur árásarmannsins sem heldur á skóflu sem er á svo mikilli ferð að hún sést eiginlega ekki. En hún endar í hnakka Bennys. Vó! Hér er verið að kynna til leiks kvikmynd sem mun verða algjör þeysireið. Eða hvað? Flöt og óáhugaverð persónusköpun Því næst sjáum við kynni Kathy (Jodie Comer) og Benny en þar byrjar strax að halla undan fæti. Þessi fyrstu kynni eru sett fram á svo einfeldningslegan máta að ég sem áhorfandi næ aldrei að fjárfesta í sambandi þeirra. Kathy verður ástfangin af Benny við fyrstu sýn. Hvers vegna? Bara af því hann er myndarlegur? Af því hann á hjól sem segir brumm brumm? Út frá því hvernig Kathy er kynnt til sögunnar er ekkert sem bendir til þess að hún ætti að hafa áhuga á þessum náunga, því er samband þeirra ótrúverðugt frá A til Ö. Þetta eru þriðja flokks kvikmyndagerð. Það er margt í þessu megin ástarsamband myndarinnar sem minnti á frábæra kvikmynd Martins Scorsese frá árinu 1990, Goodfellas. Í The Bikeriders höfum við Benny , ófyrirleitinn og glannalegan náunga (Henry Hill í Goodfellas) sem Kathy, kona af eilítið fínna fólki komin (Karen Hill í Goodfellas), fellur fyrir. Scoresese vissi það árið 1989, þegar hann var gerði Goodfellas, að hrifning Karenar á Benny þurfti að vera vel undirbyggð. Henry sýnir Kareni að hann mun ávallt standa með henni. Líkt og Goodfellas gerir The Bikeriders tilraun til að setja fram flókið og stormasamt ástarsamband í samfloti við menningarkima undirheimafólks. Úrvinnslan fellur hins vegar um sjálfa sig. Í Goodfellas eru Henry Hill og glæpaheimurinn kynnt til sögunnar í heilan hálftíma áður en Karen svo mikið sem birtist á skjánum. Kynningin á sambandi þeirra er svo dæmi um stórkostleg kvikmyndaskrif, þar sem við vitum aldrei hvað mun gerast næst. Karen er með bein í nefinu og eys skömmum yfir Henry fyrir að mæta ekki á stefnumót þeirra. Þar áttar Henry sig á að Karen er ekki sú viljalausa puntdúkka sem hann taldi, heldur kraftmikið fljóð og reynir hann að vinna hana á sitt band. Þar með eru Scorsese og Anthony Pileggi, höfundar Goodfellas, búnir að leggja drög að erfiðu verkefni fyrir persónuna Henry, sem svo spilast út í næstu senum. Þetta er grundvallaratriði áhugaverðrar kvikmyndagerðar: Erfið verkefni sem persónur þurfa að leysa þar sem eitthvað mikilvægt er í húfi. Verður Kathy einhvern tíma erfitt verkefni fyrir Benny í The Bikeriders? Nei. Kynþokkinn lekur af okkar manni. Og þar eru strax komin rauð flögg fyrir framvindu myndarinnar, fyrir utan þá staðreynd að Benny og allt hans gengi eru gangandi neonrautt flagg. Þetta hefði mögulega virkað ef við værum upplýst um forsögu Kathy, annað en að hún á vonlausan kærasta. Því erum við skilin eftir með ósvaraða spurningu: Hver er þessi kona og hvers vegna hrífst hún af Benny? Þrátt fyrir að vera búinn að horfa á alla myndina hef ég ekki enn hugmynd um það. Ef hún á að vera einhverskonar viljalaust hylki sem eltist við Benny af því hann er svo fáránlega kynþokkafullur, þá þarf það að vera á hreinu og eitthvað í forsögu hennar sem gefur það skýrt til kynna. Hún virðist hins vegar vart eiga sér nokkra forsögu. Hver er sögnin? Það sama á við um Benny. Við vitum ekkert hvaðan þessi maður kom; hverjir foreldrar hans eru, né hver er hinn hræðilegi skuggi fortíðar sem svo augljóslega mótar allar hans gjörðir. Honum virðist algjörlega sama um allt í lífinu og enginn augljós drifkraftur bakvið gjörðir hans. Hans eini metnaður er að drekka áfengi og keyra hratt og glannalega. Kvikmynd þarf að afhjúpa fyrir áhorfendum hvað er á bakvið hegðun persóna og hvernig þær eru mótaðar af umhverfi sínu. Hér er ekki einu sinni gerð tilraun til þess. Einnig er engin sögn í hegðun Benny og framkomu; hvort sem það er sögn um hvernig hann er afsprengi útilokunar eða um jaðarsetningu fátækra eða hvernig komið er fram við þá sem passa ekki inn í normið. Við þurfum bara eitthvað! En fáum ekki neitt. Ekki hægt að selja þessa mynd Það sem kemur hins vegar mest á óvart er að þegar á hólminn er komið er félagsskapurinn Vandals ekki sérlega áhugavert kvikmyndaefni. Þessi „ógurlegi“ mótorhjólaklúbbur verður til af því Johnny (Tom Hardy) fannst Marlon Brando töff í sjónvarpinu (alveg eins og Homer Simpson!). Hann er í raun stofnaður upp úr engu, í kringum ekkert annað en hangs, mótorhjól og fyllerí. Hverjum er ekki sama? Það er enga áhugaverða kvikmynd að finna í þessari hálf sönnu sögu um þennan félagsskap. Það er í raun ekki skrítið að Focus Features hafi ákveðið að ljúga þegar kom að því að kynna myndina. Kynningardeildin þeirra hefur örugglega átt fjölda funda langt fram á nótt og rifið hvert hár úr höfði sér, áður en þau hreinlega gáfust upp og ákváðu að segja tilvonandi áhorfendum ósatt. Hér er eitthvað ósatt gefið í skyn. Focus Feature lýgur m.a.s. að tilvonandi áhorfendum í stiklu myndarinnar þar sem gefið er í skyn að The Vandals, undir stjórn hetja okkar, verði einhverskonar skipulögð glæpasamtök. SEM GERIST ALDREI Í MYNDINNI. Í næstu senu stiklunnar heldur bullið áfram, þar sem gefið er í skyn að okkar menn, Benny og Johnny, taki tvo menn af lífi með því að skjóta þá í hnakkann. SEM GERIST EKKI HELDUR. Hér eru menn sem tengjast hetjum myndarinnar ekkert að taka tvo aðra menn af lífi. Þessar gjörðir eru hins vegar í boði nokkurra óknyttastráka, sem taka sig saman, yfirtaka klúbbinn, ryðja fyllibyttunum úr vegi og gera hann að alvöru glæpasamtökum. The Bikeriders fjallar hins vegar mest lítið um það. Í stað þess að segja okkur djarfa glæpasögu um það þegar þeir Billy og Johnny sökkva í fen afbrota (sem allt kynningarefni gefur í skyn) er okkur boðið upp á eitthvað allt annað. „When are we gonna get to the fireworks factory?“ Eftir að hafa klárað The Bikeriders datt mér strax í hug eftirminnilegt atriði úr þáttaröðinni um Simpsons-fjölskylduna sem kjarnar upplifun mína. Þ.e. þegar teiknimynd um þá Itchy og Scratchy hefst á loforði um að þeir ætli í flugeldaverksmiðju. Á leið í flugeldaverksmiðjuna. Á leið sinni þangað hitta þeir hins vegar Poochie, persónu sem enginn bað um né vildi, sem tekur upp á því að rappa óþolandi langt lag um hvað hann er geggjaður gaur. Ha? Vorum við ekki á leið í flugeldaverksmiðju þar sem við sjáum Itchy sprengja Scracthy í loft upp? Hvaða vörusvik eru þetta? Poochie hafði ekki erindi sem erfiði. Þetta verður til þess að Milhouse missir stjórn á skapi sínu og æpir: Hvenær förum við í flugeldaverksmiðjuna! Því næst tekur Poochie bílinn, keyrir í burtu, framhjá flugeldaverksmiðjunni og næsti rammi er: Ha? Er þátturinn búinn? Hvenær sprengjum við flugeldana? Mér leið nákvæmlega eins og Milhouse á þeirri stundu sem The Bikeriders kláraðist. Það er búið að lofa mér einhverju frábæru sem aldrei raungerist og það sem ég fæ í staðinn er hvorki fugl né fiskur. Og talandi um The Simpsons og tilvísanir mínar í mótorhjólagengi Homers, eru þær tilkomnar af því að ég ákvað að gúgla: The Simpsons motorcycle gang og fann þá þessa mynd úr þættinum Take my wife, sleaze úr 11. þáttaröð seríunnar: Sennilega jafn hættulegir og upprunalegu Vandals. Ég ákvað upp á grínið að horfa á þáttinn og bera sama við The Bikeriders. Og viti menn, hann innihélt fjölmörg atvik og atriði sem voru nákvæmlega eins og senur í The Bikeriders (m.a.s. fleiri en ég hef vísað í í gegnum pistilinn). Og satt best að segja voru þau sett fram á áhugaverðari máta en í The Bikeriders. Sparið ykkur 950 kallinn og farið frekar sjálf út að hjóla eða horfið á nokkra gamla Simpsons þætti. Látið að minnsta kosti The Bikeriders eiga sig. Niðurstaða: The Bikeriders er svo steingeld kvikmynd að jafnvel framleiðendur hennar gripu til þess örþrifaráðs að kynna hana sem annað en hún er til að selja örlítið fleiri bíómiða. Held að það segi allt sem segja þarf. Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
En er hún jafn áhugaverð og hún virðist? Svarið er því miður afgerandi nei. Vörusvik Satt best að segja var ég hálf ringlaður eftir áhorfið. Hvaða mynd var ég eiginlega að horfa á? Að minnsta kosti ekki þá mynd sem Focus Features, dreifingaraðilinn, seldi mér: After a chance encounter, headstrong Kathy is drawn to Benny, member of Midwestern motorcycle club the Vandals. As the club transforms into a dangerous underworld of violence, Benny must choose between Kathy and his loyalty to the club. Halló, Focus Features! Aðeins fyrri hluti þessa texta er réttur. Hér er augljóslega verið að reyna að gabba fólk til að kaupa miða á The Bikeriders með því að láta hana líta út fyrir að vera áhugaverðari og meira spennandi en hún er. Mér sem neytanda er því hálfpartinn misboðið. Það eru ekki einungis hin grímulausu vörusvik sem angra mig, heldur er það sem við fáum í staðinn langt frá því að vera frambærilegt, því það inniheldur hvorki sannfærandi persónur, né áhugaverða frásögn af nokkrum sköpuðum hlut. Þetta byrjaði þó allt vel Myndin byrjar sannarlega á þann máta sem kynningartextinn lofar og byrjar vel. Benny (Austin Butler) situr á bar þar sem tveir menn abbast upp á hann vegna þess að hann er merktur mótorhjólaklúbbnum Vandals (svipað og Homer Simpson lenti eitt sinn í, meira um það síðar). Þeir skipa Benny að fara úr jakkanum, sem hann neitar án þess að blikna (Homer át sinn). Þeir ganga þá í skrokk á honum, sem hann kippir sér vart upp við. Eftir smá barsmíðar tekur Benny upp hníf og sker annan árásarmanninn í andlitið. Í kjölfarið mundar hinn árásarmaðurinn skóflu, lemur Benny í hausinn og titill myndarinnar birtist: THE BIKERIDERS. Það er erfitt að sjá það, en neðst í vinstra horni myndarinnar eru hendur árásarmannsins sem heldur á skóflu sem er á svo mikilli ferð að hún sést eiginlega ekki. En hún endar í hnakka Bennys. Vó! Hér er verið að kynna til leiks kvikmynd sem mun verða algjör þeysireið. Eða hvað? Flöt og óáhugaverð persónusköpun Því næst sjáum við kynni Kathy (Jodie Comer) og Benny en þar byrjar strax að halla undan fæti. Þessi fyrstu kynni eru sett fram á svo einfeldningslegan máta að ég sem áhorfandi næ aldrei að fjárfesta í sambandi þeirra. Kathy verður ástfangin af Benny við fyrstu sýn. Hvers vegna? Bara af því hann er myndarlegur? Af því hann á hjól sem segir brumm brumm? Út frá því hvernig Kathy er kynnt til sögunnar er ekkert sem bendir til þess að hún ætti að hafa áhuga á þessum náunga, því er samband þeirra ótrúverðugt frá A til Ö. Þetta eru þriðja flokks kvikmyndagerð. Það er margt í þessu megin ástarsamband myndarinnar sem minnti á frábæra kvikmynd Martins Scorsese frá árinu 1990, Goodfellas. Í The Bikeriders höfum við Benny , ófyrirleitinn og glannalegan náunga (Henry Hill í Goodfellas) sem Kathy, kona af eilítið fínna fólki komin (Karen Hill í Goodfellas), fellur fyrir. Scoresese vissi það árið 1989, þegar hann var gerði Goodfellas, að hrifning Karenar á Benny þurfti að vera vel undirbyggð. Henry sýnir Kareni að hann mun ávallt standa með henni. Líkt og Goodfellas gerir The Bikeriders tilraun til að setja fram flókið og stormasamt ástarsamband í samfloti við menningarkima undirheimafólks. Úrvinnslan fellur hins vegar um sjálfa sig. Í Goodfellas eru Henry Hill og glæpaheimurinn kynnt til sögunnar í heilan hálftíma áður en Karen svo mikið sem birtist á skjánum. Kynningin á sambandi þeirra er svo dæmi um stórkostleg kvikmyndaskrif, þar sem við vitum aldrei hvað mun gerast næst. Karen er með bein í nefinu og eys skömmum yfir Henry fyrir að mæta ekki á stefnumót þeirra. Þar áttar Henry sig á að Karen er ekki sú viljalausa puntdúkka sem hann taldi, heldur kraftmikið fljóð og reynir hann að vinna hana á sitt band. Þar með eru Scorsese og Anthony Pileggi, höfundar Goodfellas, búnir að leggja drög að erfiðu verkefni fyrir persónuna Henry, sem svo spilast út í næstu senum. Þetta er grundvallaratriði áhugaverðrar kvikmyndagerðar: Erfið verkefni sem persónur þurfa að leysa þar sem eitthvað mikilvægt er í húfi. Verður Kathy einhvern tíma erfitt verkefni fyrir Benny í The Bikeriders? Nei. Kynþokkinn lekur af okkar manni. Og þar eru strax komin rauð flögg fyrir framvindu myndarinnar, fyrir utan þá staðreynd að Benny og allt hans gengi eru gangandi neonrautt flagg. Þetta hefði mögulega virkað ef við værum upplýst um forsögu Kathy, annað en að hún á vonlausan kærasta. Því erum við skilin eftir með ósvaraða spurningu: Hver er þessi kona og hvers vegna hrífst hún af Benny? Þrátt fyrir að vera búinn að horfa á alla myndina hef ég ekki enn hugmynd um það. Ef hún á að vera einhverskonar viljalaust hylki sem eltist við Benny af því hann er svo fáránlega kynþokkafullur, þá þarf það að vera á hreinu og eitthvað í forsögu hennar sem gefur það skýrt til kynna. Hún virðist hins vegar vart eiga sér nokkra forsögu. Hver er sögnin? Það sama á við um Benny. Við vitum ekkert hvaðan þessi maður kom; hverjir foreldrar hans eru, né hver er hinn hræðilegi skuggi fortíðar sem svo augljóslega mótar allar hans gjörðir. Honum virðist algjörlega sama um allt í lífinu og enginn augljós drifkraftur bakvið gjörðir hans. Hans eini metnaður er að drekka áfengi og keyra hratt og glannalega. Kvikmynd þarf að afhjúpa fyrir áhorfendum hvað er á bakvið hegðun persóna og hvernig þær eru mótaðar af umhverfi sínu. Hér er ekki einu sinni gerð tilraun til þess. Einnig er engin sögn í hegðun Benny og framkomu; hvort sem það er sögn um hvernig hann er afsprengi útilokunar eða um jaðarsetningu fátækra eða hvernig komið er fram við þá sem passa ekki inn í normið. Við þurfum bara eitthvað! En fáum ekki neitt. Ekki hægt að selja þessa mynd Það sem kemur hins vegar mest á óvart er að þegar á hólminn er komið er félagsskapurinn Vandals ekki sérlega áhugavert kvikmyndaefni. Þessi „ógurlegi“ mótorhjólaklúbbur verður til af því Johnny (Tom Hardy) fannst Marlon Brando töff í sjónvarpinu (alveg eins og Homer Simpson!). Hann er í raun stofnaður upp úr engu, í kringum ekkert annað en hangs, mótorhjól og fyllerí. Hverjum er ekki sama? Það er enga áhugaverða kvikmynd að finna í þessari hálf sönnu sögu um þennan félagsskap. Það er í raun ekki skrítið að Focus Features hafi ákveðið að ljúga þegar kom að því að kynna myndina. Kynningardeildin þeirra hefur örugglega átt fjölda funda langt fram á nótt og rifið hvert hár úr höfði sér, áður en þau hreinlega gáfust upp og ákváðu að segja tilvonandi áhorfendum ósatt. Hér er eitthvað ósatt gefið í skyn. Focus Feature lýgur m.a.s. að tilvonandi áhorfendum í stiklu myndarinnar þar sem gefið er í skyn að The Vandals, undir stjórn hetja okkar, verði einhverskonar skipulögð glæpasamtök. SEM GERIST ALDREI Í MYNDINNI. Í næstu senu stiklunnar heldur bullið áfram, þar sem gefið er í skyn að okkar menn, Benny og Johnny, taki tvo menn af lífi með því að skjóta þá í hnakkann. SEM GERIST EKKI HELDUR. Hér eru menn sem tengjast hetjum myndarinnar ekkert að taka tvo aðra menn af lífi. Þessar gjörðir eru hins vegar í boði nokkurra óknyttastráka, sem taka sig saman, yfirtaka klúbbinn, ryðja fyllibyttunum úr vegi og gera hann að alvöru glæpasamtökum. The Bikeriders fjallar hins vegar mest lítið um það. Í stað þess að segja okkur djarfa glæpasögu um það þegar þeir Billy og Johnny sökkva í fen afbrota (sem allt kynningarefni gefur í skyn) er okkur boðið upp á eitthvað allt annað. „When are we gonna get to the fireworks factory?“ Eftir að hafa klárað The Bikeriders datt mér strax í hug eftirminnilegt atriði úr þáttaröðinni um Simpsons-fjölskylduna sem kjarnar upplifun mína. Þ.e. þegar teiknimynd um þá Itchy og Scratchy hefst á loforði um að þeir ætli í flugeldaverksmiðju. Á leið í flugeldaverksmiðjuna. Á leið sinni þangað hitta þeir hins vegar Poochie, persónu sem enginn bað um né vildi, sem tekur upp á því að rappa óþolandi langt lag um hvað hann er geggjaður gaur. Ha? Vorum við ekki á leið í flugeldaverksmiðju þar sem við sjáum Itchy sprengja Scracthy í loft upp? Hvaða vörusvik eru þetta? Poochie hafði ekki erindi sem erfiði. Þetta verður til þess að Milhouse missir stjórn á skapi sínu og æpir: Hvenær förum við í flugeldaverksmiðjuna! Því næst tekur Poochie bílinn, keyrir í burtu, framhjá flugeldaverksmiðjunni og næsti rammi er: Ha? Er þátturinn búinn? Hvenær sprengjum við flugeldana? Mér leið nákvæmlega eins og Milhouse á þeirri stundu sem The Bikeriders kláraðist. Það er búið að lofa mér einhverju frábæru sem aldrei raungerist og það sem ég fæ í staðinn er hvorki fugl né fiskur. Og talandi um The Simpsons og tilvísanir mínar í mótorhjólagengi Homers, eru þær tilkomnar af því að ég ákvað að gúgla: The Simpsons motorcycle gang og fann þá þessa mynd úr þættinum Take my wife, sleaze úr 11. þáttaröð seríunnar: Sennilega jafn hættulegir og upprunalegu Vandals. Ég ákvað upp á grínið að horfa á þáttinn og bera sama við The Bikeriders. Og viti menn, hann innihélt fjölmörg atvik og atriði sem voru nákvæmlega eins og senur í The Bikeriders (m.a.s. fleiri en ég hef vísað í í gegnum pistilinn). Og satt best að segja voru þau sett fram á áhugaverðari máta en í The Bikeriders. Sparið ykkur 950 kallinn og farið frekar sjálf út að hjóla eða horfið á nokkra gamla Simpsons þætti. Látið að minnsta kosti The Bikeriders eiga sig. Niðurstaða: The Bikeriders er svo steingeld kvikmynd að jafnvel framleiðendur hennar gripu til þess örþrifaráðs að kynna hana sem annað en hún er til að selja örlítið fleiri bíómiða. Held að það segi allt sem segja þarf.
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira