Leita allra leiða til að lengja í séreignarsparnaði inn á lánin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. október 2024 13:02 Njáll Trausti Friðbertsson, formaður fjárlaganefndar, stefnir á að fjárlög verði afgreidd með þriðju umræðu 15. eða 16. nóvember. Vísir/Vilhelm Formaður fjárlaganefndar segir ríkan vilja meðal þingmanna að framlengja heimild til rástöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Til stendur að afnema þá heimild um áramótin. Hann gerir ráð fyrir að fjárlög verði afgreidd um miðjan nóvember. Í fjárlagafrumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármála- og efnahagsráðherra fyrir árið 2025 segir að ekki sé gert ráð fyrir framlengingu á ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán í gegnum almenna úrræðið árið 2025, sem að óbreyttu rennur út í lok árs 2024. Hins vegar verði áfram heimilt að nýta séreignarsparnað til fasteignakaupa undir formerkjum „fyrstu fasteignar“. Úrræðið hefur verið í boði í áratug. Vilji meðal þingmanna að fresta Þessu hefur verið mikið mótmælt, þar á meðal af stjórnarþingmönnum, til að mynda Njáli Trausta Friðbertssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokks og formanni fjárlaganefndar. „Ég held að það sé almennt mikill áhugi meðal þingmanna á því að fresta þessu sem kemur fram í fjárlögunum og lengja í þessari leið - séreignarsparnaðarleiðinni - og ég tel það mjög mikilvægt að það verði þannig. Við verðum að finna einhverja leið sem sátt er um,“ segir Njáll Trausti. Þetta sé mjög mikilvægt mál og mikill vilji meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins og annarra flokka að lengja í úrræðinu. Málið hafi verið lítillega rætt í fjárlaganefnd. „Við höfum náð að ræða þetta lítillega milli okkar en auðvitað er það þannig að málið er venjulega tekið fyrir í efnahags- og viðskiptanefnd og síðan kemur það inn til okkar í fjárlaganefnd,“ segir hann. „Ég held það sé almennt mjög mikill vilji fyrir því að við förum í þetta að lengja í þessu úrræði, sem ég tel gríðarlega mikilvægt fyrir heimilin í landinu.“ Þétt tímalína Stefnt er að því að klára fjárlög fyrir kosningar og hefur þingið aðeins nokkrar vikur til stefnu. Von er á þjóðarspá á þriðjudag og gerir Njáll Trausti von á annarri umræðu fjárlaga í þinginu eftir aðra helgi. „Þann dag reiknum við með að fá gesti úr fjármálaráðuneytinu til að kynna stöðu mála gagnvart uppreikningi á grunnlánum miðað við þjóðarspána þá vitum við aðeins meira. Við höfum þá nokkra daga til að gera nefndarálitið og ég reikna með að önnur umræða fari fram eftir aðra helgi. Þannig að það væri þá líklega þriðjudaginn 12. nóvember sem önnur umræða gæti farið fram. Síðan væru nokkrir dagar milli annarrar og þriðju og við værum að klára þriðju umræðuna 15. eða 16. nóvember.“ Fjárlagafrumvarp 2025 Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Aðgerðir stjórnvalda eigi líka að taka mið af æviskeiði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingkona Viðreisnar, segir kostnaðinn af háum vöxtum og verðbólgu á Íslandi ekki leggjast jafnt á alla á Íslandi, heimili eða fyrirtæki. Úrræði yfirvalda eigi þó ekki eingöngu að miðast við lágtekjufólk. 18. september 2024 08:42 „Þetta hefur slæm áhrif á heimilin sem hafa augljóslega minna á milli handanna“ Boðaðar vaxtahækkanir á verðtryggðum húsnæðislánum geta kostað heimilin tugi þúsunda aukalega á mánuði. Þetta endurspeglar vaxtaumhverfið á Íslandi í dag og hefur slæm áhrif á heimilin, segir dósent í viðskiptafræði. Þá gerir það illt verra að ekki standi til að endurnýja almenna heimild til að ráðstafa séreignasparnaði inn á húsnæðislán. 14. september 2024 20:31 Ráðherra og nýr nefndarformaður ósammála: „Almenningur á betra skilið“ Fjármálaráðherra og verðandi formaður fjárlaganefndar eru ósammála um hvort endurnýja skuli almenna heimild til að nýta séreignasparnað inn á húsnæðislán. Þingmaður Pírata segir stjórnarmeirihlutann með þessu senda misvísandi skilaboð til almennings sem lofi ekki góðu fyrir komandi þingvetur. Almenningur eigi betra skilið. 14. september 2024 14:04 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira
Í fjárlagafrumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármála- og efnahagsráðherra fyrir árið 2025 segir að ekki sé gert ráð fyrir framlengingu á ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán í gegnum almenna úrræðið árið 2025, sem að óbreyttu rennur út í lok árs 2024. Hins vegar verði áfram heimilt að nýta séreignarsparnað til fasteignakaupa undir formerkjum „fyrstu fasteignar“. Úrræðið hefur verið í boði í áratug. Vilji meðal þingmanna að fresta Þessu hefur verið mikið mótmælt, þar á meðal af stjórnarþingmönnum, til að mynda Njáli Trausta Friðbertssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokks og formanni fjárlaganefndar. „Ég held að það sé almennt mikill áhugi meðal þingmanna á því að fresta þessu sem kemur fram í fjárlögunum og lengja í þessari leið - séreignarsparnaðarleiðinni - og ég tel það mjög mikilvægt að það verði þannig. Við verðum að finna einhverja leið sem sátt er um,“ segir Njáll Trausti. Þetta sé mjög mikilvægt mál og mikill vilji meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins og annarra flokka að lengja í úrræðinu. Málið hafi verið lítillega rætt í fjárlaganefnd. „Við höfum náð að ræða þetta lítillega milli okkar en auðvitað er það þannig að málið er venjulega tekið fyrir í efnahags- og viðskiptanefnd og síðan kemur það inn til okkar í fjárlaganefnd,“ segir hann. „Ég held það sé almennt mjög mikill vilji fyrir því að við förum í þetta að lengja í þessu úrræði, sem ég tel gríðarlega mikilvægt fyrir heimilin í landinu.“ Þétt tímalína Stefnt er að því að klára fjárlög fyrir kosningar og hefur þingið aðeins nokkrar vikur til stefnu. Von er á þjóðarspá á þriðjudag og gerir Njáll Trausti von á annarri umræðu fjárlaga í þinginu eftir aðra helgi. „Þann dag reiknum við með að fá gesti úr fjármálaráðuneytinu til að kynna stöðu mála gagnvart uppreikningi á grunnlánum miðað við þjóðarspána þá vitum við aðeins meira. Við höfum þá nokkra daga til að gera nefndarálitið og ég reikna með að önnur umræða fari fram eftir aðra helgi. Þannig að það væri þá líklega þriðjudaginn 12. nóvember sem önnur umræða gæti farið fram. Síðan væru nokkrir dagar milli annarrar og þriðju og við værum að klára þriðju umræðuna 15. eða 16. nóvember.“
Fjárlagafrumvarp 2025 Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Aðgerðir stjórnvalda eigi líka að taka mið af æviskeiði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingkona Viðreisnar, segir kostnaðinn af háum vöxtum og verðbólgu á Íslandi ekki leggjast jafnt á alla á Íslandi, heimili eða fyrirtæki. Úrræði yfirvalda eigi þó ekki eingöngu að miðast við lágtekjufólk. 18. september 2024 08:42 „Þetta hefur slæm áhrif á heimilin sem hafa augljóslega minna á milli handanna“ Boðaðar vaxtahækkanir á verðtryggðum húsnæðislánum geta kostað heimilin tugi þúsunda aukalega á mánuði. Þetta endurspeglar vaxtaumhverfið á Íslandi í dag og hefur slæm áhrif á heimilin, segir dósent í viðskiptafræði. Þá gerir það illt verra að ekki standi til að endurnýja almenna heimild til að ráðstafa séreignasparnaði inn á húsnæðislán. 14. september 2024 20:31 Ráðherra og nýr nefndarformaður ósammála: „Almenningur á betra skilið“ Fjármálaráðherra og verðandi formaður fjárlaganefndar eru ósammála um hvort endurnýja skuli almenna heimild til að nýta séreignasparnað inn á húsnæðislán. Þingmaður Pírata segir stjórnarmeirihlutann með þessu senda misvísandi skilaboð til almennings sem lofi ekki góðu fyrir komandi þingvetur. Almenningur eigi betra skilið. 14. september 2024 14:04 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira
Aðgerðir stjórnvalda eigi líka að taka mið af æviskeiði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingkona Viðreisnar, segir kostnaðinn af háum vöxtum og verðbólgu á Íslandi ekki leggjast jafnt á alla á Íslandi, heimili eða fyrirtæki. Úrræði yfirvalda eigi þó ekki eingöngu að miðast við lágtekjufólk. 18. september 2024 08:42
„Þetta hefur slæm áhrif á heimilin sem hafa augljóslega minna á milli handanna“ Boðaðar vaxtahækkanir á verðtryggðum húsnæðislánum geta kostað heimilin tugi þúsunda aukalega á mánuði. Þetta endurspeglar vaxtaumhverfið á Íslandi í dag og hefur slæm áhrif á heimilin, segir dósent í viðskiptafræði. Þá gerir það illt verra að ekki standi til að endurnýja almenna heimild til að ráðstafa séreignasparnaði inn á húsnæðislán. 14. september 2024 20:31
Ráðherra og nýr nefndarformaður ósammála: „Almenningur á betra skilið“ Fjármálaráðherra og verðandi formaður fjárlaganefndar eru ósammála um hvort endurnýja skuli almenna heimild til að nýta séreignasparnað inn á húsnæðislán. Þingmaður Pírata segir stjórnarmeirihlutann með þessu senda misvísandi skilaboð til almennings sem lofi ekki góðu fyrir komandi þingvetur. Almenningur eigi betra skilið. 14. september 2024 14:04