Þetta kemur fram í tilkynningu frá Flokki fólksins þar sem birtur er framboðslistinn í kjördæminu í heild sinni. Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, skipar 3. sæti listans.
Lilja Rafney sat á þingi fyrir Vinstri græna á árunum 2009 til 2021. Hún sagði sig úr flokknum síðasta sumar eftir að samþykkt var á þingi frumvarp um kvótasetningu grásleppu. Í grein sagði Lilja Rafney að hún segði sig úr flokknum vegna svika hans við eigin sjávarútvegsstefnu.

Listinn hjá Flokki fólksins í Norðvesturkjördæmi er þannig skipaður:
- 1. Eyjólfur Ármannsson, alþingismaður, Hrafnabjörgum Þingeyri
- 2. Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður og fyrrv. alþingismaður, Suðureyri
- 3. Bragi Þór Thoroddsen, sveitastjóri Súðavíkurhrepps, Súðavík
- 4. Heiða Rós Eyjólfsdóttir, tanntæknir og hársnyrtir, Blönduósi
- 5. Kristján Andri Guðjónsson, forstöðumaður Ísafjarðarbæ, Ísafirði
- 6. Snorri Snorrason, skipstjóri, Sauðárkróki
- 7. Valda Brokane, skipstjóri, Suðureyri
- 8. Guðni Már Lýðsson, formaður Smábátafélagsins Skalli, Skagaströnd
- 9. Dagný Ósk Hermannsdóttir, deildarstjóri eldhúss Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Stykkishólmi
- 10. Hafþór Guðmundsson, strandveiðimaður, Þingeyri
- 11. Svanur Grétar Jóhannsson, sjómaður, Stykkishólmi
- 12. Ágúst Heiðar Ólafsson, kerfóðrari Grundartanga, Akranesi
- 13. Hermann Jónsson Bragason, vélstjóri, Stykkishólmi
- 14. Andrea Þórunn Björnsdóttir, frumkvöðull í góðgerðarmálum, Akranesi