Sjáðu lyfturnar: Mamma krýndi Eygló Evrópumeistara og Guðný vann brons Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2024 10:35 Eygló Fanndal Sturludóttir átti fullkominn dag í Póllandi í gær. Móðir hennar, Harpa Þorláksdóttir, fékk þann heiður að afhenda henni verðlaunin. @ewfsport Tvær íslenskar konur stóðu saman á verðlaunapalli á Evrópumeistaramóti ungmenna í ólympíuskum lyftingum í Póllandi í gær. Myndbönd af lyftum þeirra má nú sjá á Vísi. Eygló Fanndal Sturludóttir varð Evrópumeistari í -71 kg flokki, í hópi 23 ára og yngri, og setti um leið Norðurlandamet í fullorðinsflokki með samanlögðum árangri sínum. Í ólympíuskum lyftingum er keppt í snörun (e. snatch) og jafnhendingu (e. clean & jerk), og samanlagðri þyngd. Eygló vann þannig þrenn gullverðlaun því hún lyfti mestu bæði í snörun og jafnhendingu. Eygló Fanndal Sturludóttir með gullverðlaunin sín og Guðný Björk Stefánsdóttir með silfur og brons.@ewfsport Eygló byrjaði reyndar á að missa 98 kg í fyrstu tilraun í snörun en bætti úr því og náði svo að snara upp 104 kg. Í jafnhendingu, þar sem stönginni er lyft upp í tveimur skrefum, náði hún að lyfta 133 kg. Samtals lyfti hún því 237 kg. Hér að neðan má sjá Eygló lyfta 133 kg í jafnhendingu. Til marks um hve góður árangur Eyglóar er þá hefði hann dugað til 6. sætis á Ólympíuleikunum í París í sumar, en Eygló rétt missti af sæti á leikunum, og til silfurverðlauna á EM fullorðinna. Hún lyfti 26 kg meira en næsti keppandi í hennar flokki í Póllandi í gær. Móðir hennar, Harpa Þorláksdóttir, hlaut þann heiður að afhenda Eygló verðlaunin. Guðný Björk Stefánsdóttir átti einnig frábæran dag í gær og vann til bronsverðlauna, í sama þyngdar- og aldursflokki og Eygló. Guðný vann silfur í snörun með 96 kg lyftu, og í jafnhendingu lyfti hún 114 kg, svo samanlagt lyfti hún 210 kg. Hér að neðan má sjá Guðnýju í snöruninni. Lyftingar Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Sjá meira
Eygló Fanndal Sturludóttir varð Evrópumeistari í -71 kg flokki, í hópi 23 ára og yngri, og setti um leið Norðurlandamet í fullorðinsflokki með samanlögðum árangri sínum. Í ólympíuskum lyftingum er keppt í snörun (e. snatch) og jafnhendingu (e. clean & jerk), og samanlagðri þyngd. Eygló vann þannig þrenn gullverðlaun því hún lyfti mestu bæði í snörun og jafnhendingu. Eygló Fanndal Sturludóttir með gullverðlaunin sín og Guðný Björk Stefánsdóttir með silfur og brons.@ewfsport Eygló byrjaði reyndar á að missa 98 kg í fyrstu tilraun í snörun en bætti úr því og náði svo að snara upp 104 kg. Í jafnhendingu, þar sem stönginni er lyft upp í tveimur skrefum, náði hún að lyfta 133 kg. Samtals lyfti hún því 237 kg. Hér að neðan má sjá Eygló lyfta 133 kg í jafnhendingu. Til marks um hve góður árangur Eyglóar er þá hefði hann dugað til 6. sætis á Ólympíuleikunum í París í sumar, en Eygló rétt missti af sæti á leikunum, og til silfurverðlauna á EM fullorðinna. Hún lyfti 26 kg meira en næsti keppandi í hennar flokki í Póllandi í gær. Móðir hennar, Harpa Þorláksdóttir, hlaut þann heiður að afhenda Eygló verðlaunin. Guðný Björk Stefánsdóttir átti einnig frábæran dag í gær og vann til bronsverðlauna, í sama þyngdar- og aldursflokki og Eygló. Guðný vann silfur í snörun með 96 kg lyftu, og í jafnhendingu lyfti hún 114 kg, svo samanlagt lyfti hún 210 kg. Hér að neðan má sjá Guðnýju í snöruninni.
Lyftingar Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Sjá meira