Viðvörunin verður í gildi milli klukkan 13 og 21 á morgun, þriðjudag.
Spáð er suðaustan 15 til 23 metrum á sekúndu og vindhviður staðbundið yfir 30 metrum á sekúndu. Hvassast verður á Snæfellsnesi.
Aðstæður geta verið varasamar fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.