Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Eiður Þór Árnason skrifar 4. nóvember 2024 17:38 Ekki sáust vísbendingar um að kvika hafi farið frá Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina. vísir/vilhelm Kvikusöfnun heldur áfram á Reykjanesskaga en síðdegis í dag höfðu engir skjálftar mælst frá því að smáskjálftahrina varð á milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells í nótt. Staðsetning skjálftanna var á svipuðum slóðum og við upphaf síðustu kvikuhlaupa og var viðbragð Veðurstofunnar virkjað í stuttan tíma vegna mögulegs kvikuhlaups. Um hálftíma síðar var ljóst að ekki var um kvikuhlaup að ræða. Kortið sýnir staðsetningu jarðskjálfta á milli kl. 2 og 4 í nótt. Dökkrauðar línur eru gossprungur á Sundhnúksgígaröðinni frá desember 2023 til ágúst 2024. Rauða línan er sá hluti gossprungunnar sem var lengst virkur í síðasta eldgosi. Gráa þekjan sýnir útbreiðslu hraunsins sem myndaðist í síðasta eldgosi frá 22. ágúst til 5. september.Veðurstofa Íslands Skammvinn skjálftahrina Engin merki um aflögun eða þrýstingsbreytingar sáust á GPS-mælum, ljósleiðara eða í borholum HS-Orku sem væru merki um kvikuhlaup, að sögn Veðurstofunnar. Þegar kvika hefur hlaupið frá Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina eru þessi mælitæki sögð hafa sýnt skýr merki um það. Fram kemur í tilkynningu að skjálftavirknin sé mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð. Skjálftahrinan var skammvinn og mældust rúmlega tuttugu skjálftar um og undir 1,0 að stærð á 3 til 6 kílómetra dýpi á milli klukkan 2 til 3 í nótt. Mögulega von á eldgosi í lok nóvember Ein möguleg skýring á skjálftavirkninni í nótt eru kvikuhreyfingar sem stöðvuðust áður en kom til kvikuhlaups, að sögn Veðurstofunnar. Engin merki um breytingar á kvikusöfnuninni undir Svartsengi hafi komið fram á mælum í kjölfar skjálftahrinunnar. Í samræmi við viðbragðsáætlunum Veðurstofunnar var almannavörnum tilkynnt um skjálftahrinuna í nótt og að sérfræðingar könnuðu möguleika á kvikuhlaupi. Þar sem ekki sáust nein önnur merki um kvikuhlaup var ákveðið að grípa ekki til frekari ráðstafana. Veðurstofan hefur áður gefið út að reikna megi með að líkur fari að aukast á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Reykjanesskaga í lok nóvember. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Viðbragð Veðurstofunnar var virkjað í stuttan tíma í nótt vegna mögulegs kvikuhlaups. Almannavörnum var tilkynnt um málið. Um hálftíma síðar var þó komið í ljós að ekki var um kvikuhlaup að ræða. Nokkuð þétt skjálftavirkni var á milli tvö og þrjú við Stóra-Skógfell og Sýlingarfell. 4. nóvember 2024 07:08 Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Út frá nýju hættu mati Veðurstofunnar vegna kvikusöfnunar í Svartsengi má reikna með að líkur fari að aukast á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Reykjanesskaga í lok nóvember. Landris og kvikusöfnun hefur verið á stöðugum hraða síðustu vikur. 29. október 2024 16:30 Heilt ár af samfelldu landrisi í Svartsengi Nú um helgina er ár frá því að landris hófst í Svartsengi. Landrisið hófst af miklum krafti 27. október í fyrra og hefur innstreymi kviku inn í jarðskorpuna nú verið samfellt í heilt ár. 26. október 2024 14:16 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira
Staðsetning skjálftanna var á svipuðum slóðum og við upphaf síðustu kvikuhlaupa og var viðbragð Veðurstofunnar virkjað í stuttan tíma vegna mögulegs kvikuhlaups. Um hálftíma síðar var ljóst að ekki var um kvikuhlaup að ræða. Kortið sýnir staðsetningu jarðskjálfta á milli kl. 2 og 4 í nótt. Dökkrauðar línur eru gossprungur á Sundhnúksgígaröðinni frá desember 2023 til ágúst 2024. Rauða línan er sá hluti gossprungunnar sem var lengst virkur í síðasta eldgosi. Gráa þekjan sýnir útbreiðslu hraunsins sem myndaðist í síðasta eldgosi frá 22. ágúst til 5. september.Veðurstofa Íslands Skammvinn skjálftahrina Engin merki um aflögun eða þrýstingsbreytingar sáust á GPS-mælum, ljósleiðara eða í borholum HS-Orku sem væru merki um kvikuhlaup, að sögn Veðurstofunnar. Þegar kvika hefur hlaupið frá Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina eru þessi mælitæki sögð hafa sýnt skýr merki um það. Fram kemur í tilkynningu að skjálftavirknin sé mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð. Skjálftahrinan var skammvinn og mældust rúmlega tuttugu skjálftar um og undir 1,0 að stærð á 3 til 6 kílómetra dýpi á milli klukkan 2 til 3 í nótt. Mögulega von á eldgosi í lok nóvember Ein möguleg skýring á skjálftavirkninni í nótt eru kvikuhreyfingar sem stöðvuðust áður en kom til kvikuhlaups, að sögn Veðurstofunnar. Engin merki um breytingar á kvikusöfnuninni undir Svartsengi hafi komið fram á mælum í kjölfar skjálftahrinunnar. Í samræmi við viðbragðsáætlunum Veðurstofunnar var almannavörnum tilkynnt um skjálftahrinuna í nótt og að sérfræðingar könnuðu möguleika á kvikuhlaupi. Þar sem ekki sáust nein önnur merki um kvikuhlaup var ákveðið að grípa ekki til frekari ráðstafana. Veðurstofan hefur áður gefið út að reikna megi með að líkur fari að aukast á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Reykjanesskaga í lok nóvember.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Viðbragð Veðurstofunnar var virkjað í stuttan tíma í nótt vegna mögulegs kvikuhlaups. Almannavörnum var tilkynnt um málið. Um hálftíma síðar var þó komið í ljós að ekki var um kvikuhlaup að ræða. Nokkuð þétt skjálftavirkni var á milli tvö og þrjú við Stóra-Skógfell og Sýlingarfell. 4. nóvember 2024 07:08 Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Út frá nýju hættu mati Veðurstofunnar vegna kvikusöfnunar í Svartsengi má reikna með að líkur fari að aukast á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Reykjanesskaga í lok nóvember. Landris og kvikusöfnun hefur verið á stöðugum hraða síðustu vikur. 29. október 2024 16:30 Heilt ár af samfelldu landrisi í Svartsengi Nú um helgina er ár frá því að landris hófst í Svartsengi. Landrisið hófst af miklum krafti 27. október í fyrra og hefur innstreymi kviku inn í jarðskorpuna nú verið samfellt í heilt ár. 26. október 2024 14:16 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira
Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Viðbragð Veðurstofunnar var virkjað í stuttan tíma í nótt vegna mögulegs kvikuhlaups. Almannavörnum var tilkynnt um málið. Um hálftíma síðar var þó komið í ljós að ekki var um kvikuhlaup að ræða. Nokkuð þétt skjálftavirkni var á milli tvö og þrjú við Stóra-Skógfell og Sýlingarfell. 4. nóvember 2024 07:08
Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Út frá nýju hættu mati Veðurstofunnar vegna kvikusöfnunar í Svartsengi má reikna með að líkur fari að aukast á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Reykjanesskaga í lok nóvember. Landris og kvikusöfnun hefur verið á stöðugum hraða síðustu vikur. 29. október 2024 16:30
Heilt ár af samfelldu landrisi í Svartsengi Nú um helgina er ár frá því að landris hófst í Svartsengi. Landrisið hófst af miklum krafti 27. október í fyrra og hefur innstreymi kviku inn í jarðskorpuna nú verið samfellt í heilt ár. 26. október 2024 14:16