Jerusalem Post greinir frá þessu og segir Israel Katz utanríkisráðherra hafa verið boðið að taka við embættinu. Jafnframt hefur Gideon Saar, formanni hins Sameinaða hægris, verið boðið að ganga í stjórnarsamstarfið og taka við utanríkisráðuneytinu.
„Mitt æðsta hlutverk sem forsætisráðherra Ísraels er að standa vörð um öryggi Ísraels og að leiða okkur til afgerandi sigurs,“ segir í tilkynningu frá forsætisráðherranum.
„Nú þegar stríð geysar en þeim mun mikilvægara að forsætis- og varnarmálaráðherra eigi traust samband. Því miður, þrátt fyrir að við hefðum borið þetta traust hvor til annars í upphafi og náð miklum árangri á fyrstu mánuðum herferðarinnar, hefur traustið milli mín og varnarmálaráðherrans rýrnað,“ segir jafnframt.
Samband ráðherranna hefur versnað síðan að stríð braust út á Gasasvæðinu í október á síðasta ári. Gallant sakaði Netanjahú um að leyfa pólitík að hafa áhrif á ákvarðanatöku hans en Netanjahú hefur sakað Gallant um að reyna að steypa ríkisstjórn Netanjahús af stóli að innan.