Snorri missir ekki svefn, ennþá Valur Páll Eiríksson skrifar 6. nóvember 2024 14:31 Snorri Steinn Guðjónsson segir hvern einasta landsliðsglugga mikilvægan, sér í lagi þegar stutt er í stórmót. VÍSIR/VILHELM Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, fagnar því að fá fágætan landsliðsglugga til að fara yfir málin með strákunum okkar. Hann hlakkar til leiks kvöldsins við Bosníu í Laugardalshöll. Þrjár breytingar þurfti að gera á leikmannahópi Íslands skömmu fyrir verkefnið þar sem þeir Aron Pálmarsson, Elliði Snær Viðarsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson neyddust til að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. Snorri Steinn segir viðbúið að meiðsli geri vart við sig vegna álags. Klippa: Snorri missir ekki svefn „Þetta eru strákar sem eru allir að spila í erfiðum deildum og í Evrópukeppnum. Meiðsli eru bara hluti af þessu. Maður er ekkert mikið að velta þessu fyrir sér, við erum með fínt lið í höndunum og þetta truflar okkur ekkert það mikið að það raski svefni mínum. Ekki ennþá,“ segir Snorri Steinn. Hópurinn sé ekki slakur þrátt fyrir örlítil skakkaföll hér og þar. „Hópurinn er ekkert veikur en það veikir alltaf þegar menn detta út og breytir einhverjum plönum. Maður er fljótur að hrista það af sér og farinn að hugsa um það sem þú ert með í höndunum. Ég er bara brattur fyrir þessum leikjum,“ segir Snorri Steinn. Snorri Steinn fagnar því þá að fá tíma með drengjunum og leikirnir fram undan við Bosníu í kvöld og Georgíu ytra á sunnudag leggjast vel í hann. „Þetta er tvíþætt, við erum að koma okkur inn á næsta stórmót, og svo erum við að hefja undirbúning fyrir HM í janúar. Við þurfum að nýta allan þann tíma sem við fáum gríðarlega vel,“ segir Snorri Steinn en Grikkland er þriðja liðið í riðli Íslands. Riðlakeppnin hefst í kvöld og klárast í maí. „Það er smá hausverkur að rýna í Bosníu, þeir eru með smá breytt lið og nýjan þjálfara frá því í EM í janúar, og einhver ný nöfn sem við þekkjum ekki eins vel og annað. En á meðan við erum einbeittir, gerum okkar hluti vel og af krafti, líður mér vel með þennan leik,“ segir Snorri Steinn. Glugginn sé þá mikilvægur þar sem stutt er í HM í janúar. „Þú þarft að nýta þetta vel, gera hlutina vel. Það er alltaf betra að fara úr glugga með góða tilfinningu heldur en hitt. Það er stutt í janúar. Við vorum auðvitað ekki á Ólympíuleikunum í sumar og misstum þar af stórum glugga til að drilla okkur og verða betri. Það þýðir heldur ekkert að leggjast á koddann út af því. Þetta er bara staðan, við gerum gott úr hlutunum,“ segir Snorri Steinn. Ísland og Bosnía mætast klukkan 19:30 í Laugardalshöll í kvöld. Leiknum verður lýst beint á Vísi. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Sjá meira
Þrjár breytingar þurfti að gera á leikmannahópi Íslands skömmu fyrir verkefnið þar sem þeir Aron Pálmarsson, Elliði Snær Viðarsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson neyddust til að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. Snorri Steinn segir viðbúið að meiðsli geri vart við sig vegna álags. Klippa: Snorri missir ekki svefn „Þetta eru strákar sem eru allir að spila í erfiðum deildum og í Evrópukeppnum. Meiðsli eru bara hluti af þessu. Maður er ekkert mikið að velta þessu fyrir sér, við erum með fínt lið í höndunum og þetta truflar okkur ekkert það mikið að það raski svefni mínum. Ekki ennþá,“ segir Snorri Steinn. Hópurinn sé ekki slakur þrátt fyrir örlítil skakkaföll hér og þar. „Hópurinn er ekkert veikur en það veikir alltaf þegar menn detta út og breytir einhverjum plönum. Maður er fljótur að hrista það af sér og farinn að hugsa um það sem þú ert með í höndunum. Ég er bara brattur fyrir þessum leikjum,“ segir Snorri Steinn. Snorri Steinn fagnar því þá að fá tíma með drengjunum og leikirnir fram undan við Bosníu í kvöld og Georgíu ytra á sunnudag leggjast vel í hann. „Þetta er tvíþætt, við erum að koma okkur inn á næsta stórmót, og svo erum við að hefja undirbúning fyrir HM í janúar. Við þurfum að nýta allan þann tíma sem við fáum gríðarlega vel,“ segir Snorri Steinn en Grikkland er þriðja liðið í riðli Íslands. Riðlakeppnin hefst í kvöld og klárast í maí. „Það er smá hausverkur að rýna í Bosníu, þeir eru með smá breytt lið og nýjan þjálfara frá því í EM í janúar, og einhver ný nöfn sem við þekkjum ekki eins vel og annað. En á meðan við erum einbeittir, gerum okkar hluti vel og af krafti, líður mér vel með þennan leik,“ segir Snorri Steinn. Glugginn sé þá mikilvægur þar sem stutt er í HM í janúar. „Þú þarft að nýta þetta vel, gera hlutina vel. Það er alltaf betra að fara úr glugga með góða tilfinningu heldur en hitt. Það er stutt í janúar. Við vorum auðvitað ekki á Ólympíuleikunum í sumar og misstum þar af stórum glugga til að drilla okkur og verða betri. Það þýðir heldur ekkert að leggjast á koddann út af því. Þetta er bara staðan, við gerum gott úr hlutunum,“ segir Snorri Steinn. Ísland og Bosnía mætast klukkan 19:30 í Laugardalshöll í kvöld. Leiknum verður lýst beint á Vísi.
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Sjá meira